Gummi og Lína hamingjusamari eftir sjálfsvinnu

Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason.
Lína Birgitta og Guðmundur Birkir Pálmason. Ljósmynd/Elísabet Blöndal

Kírópraktor­inn Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, bet­ur þekkt­ur sem Gummi kíró, og at­hafna­kon­an Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir, ræða um sam­band sitt og vöxt þess í hlaðvarpsþætt­in­um Töl­um um með Gumma Kíró. Í þætt­in­um er áhrifa­vald­ur­inn Helgi Ómars­son gest­ur ásamt Línu Birgittu. 

„Því meira sem ég læri á sjálf­an mig því betri er ég í sam­bandi við kon­una mína og börn­in mín,“ seg­ir Gummi og seg­ist Lína Birgitta sjá mik­inn mun á Gumma. 

„Það er ekk­ert svo langt síðan hann byrjaði í sjálfs­vinnu,“ seg­ir Lína Birgitta sem seg­ist sjálf hafa byrjað hjá sál­fræðingi þegar hún var tíu ára. Hún seg­ist hafa fengið ýmsa meðhöndl­un allt frá sál­fræðing­um, til geðlækna og dá­leiðara. „Ég er búin að prófa svo ótrú­lega mikið. Ég man þegar ég fór til spá­konu þegar við Gummi vor­um búin að vera sam­an í smá stund. Hún sagði að inn­an fjög­urra ára þá væri Gummi að fara vera allt ann­ar maður,“ sagði Lína Birgitta í hlaðvarp­inu. Spáði hún því að Gummi ætti eft­ir að breyt­ast til batnaðar og til dæm­is stunda jóga og vinna í and­lega þætt­in­um. 

Í des­em­ber er parið búið að vera sam­an í fjög­ur ár og er spá­dóm­ur að ræt­ast. Þau eru jafn­vel ham­ingju­sam­ari en fyrstu mánuðina þegar pör eru vön því að vera á bleiku skýi. „Nú erum við búin að vera í sjálfs­vinnu og vinna í okk­ar sam­bandi og hvernig við vilj­um að okk­ar sam­band sé. Mér finnst við ná að dansa aðeins bet­ur. Ég þekki þig svo vel og þú þekk­ir mig svo vel. Ég þekki þitt óör­yggi og þú þekk­ir mitt óör­yggi,“ seg­ir Lína Birgitta. 

Það er farið yfir víðan völl í þáttunum Tölum um …
Það er farið yfir víðan völl í þátt­un­um Töl­um um með Gumma kíró.

All­ir með sinn bak­poka

„Þegar maður átt­ar sig á því hvaðan þetta allt kem­ur og maður þarf ekki að líða svona, það er svo ógeðslega frels­andi,“ seg­ir Gummi en hann seg­ir hvaðan far­ang­ur­inn hans kem­ur. „Fyrsti al­vöru sárs­auk­inn var þegar ég upp­lifði gríðarlega mikla höfn­un. Ég átti kær­ustu sem hélt fram hjá mér,” seg­ir Gummi og tek­ur fram að þetta hafi verið fyrr á lífs­leiðinni og fólk geri mis­tök. „Síðan var það að sjálf­sögðu skilnaður sem var sárs­auki. Svo þegar ég missti ömmu mína. Við vor­um og erum ennþá rosa­lega tengd. Ég gat alltaf hoppað í fangið á ömmu.“

Lína Birgitta rifjaði upp áföll sem hún varð fyr­ir sem hafa mótað hana. „Þegar mamma og pabbi skilja, það hafði rosa áhrif á mig, ég lenti í miklu þung­lyndi. Ég var erfitt barn, það var mik­il reiði í mér. Ég var tíu ára. Stuttu seinna lenti pabbi minn í fang­elsi, það var áfall ofan á hitt áfallið. Svo þróaði ég með mér átrösk­un og var með hana í 13 ár af því ég var búin að heyra „þú ert svo feit“.“

Gummi bend­ir á það sé mis­mun­andi hvað fólk þarf til þess að halda sér í jafn­vægi. Á meðan Lína Birgitta hug­leiðir fer hann mikið í rækt­ina. 

„Ég er svo rosa­lega skipu­lagður. Ég er með tvær bæk­ur sem ég skrifa í til að halda skipu­lag um öll verk­efni sem ég er með. Ef ég dett úr jafn­vægi þarf ég að leita í þakk­læti, þarf ég að leita í ást til Línu og barn­anna minna. Ég þarf mataræði og ég þarf að hreyfa mig. Ef ég hreyfi mig ekki, þó það sé ekki nema einn dag­ur þá finnst mér ég dala. Ég þarf gríðarlega mikla hreyf­ingu, ég er eins og hund­ur.“

Lína Birgitta tek­ur fram að sjálfs­vinna hætti aldrei. „Lífið er eitt stórt verk­efni,“ seg­ir hún. 

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþátt­inn í heild sinni hér fyr­ir neðan og á öðrum streym­isveit­um.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda