18 kílóum léttari eftir skilnaðinn við Spears

Britney Spears og Sam Asghari hættu saman fyrr á árinu.
Britney Spears og Sam Asghari hættu saman fyrr á árinu. AFP

Leikarinn Sam Asghari tók sig á eftir að hann sagði skilið við tónlistarkonuna Britney Spears. Asghari sótti um skilnað frá Spears í ágúst og á undanförnum mánuðum hefur hann lést heilmikið. 

„Á undanförnum fimm mánuðum hef ég gengið í gegnum breytingu en ég hef lést um 16 til 18 kíló,“ segir Asghari í viðtali við Page Six um nýja líkamsformið. Asghari sem hefur reynt fyrir sér sem leikari starfaði áður sem einkaþjálfari. 

Leikarinn virkar í einstaklega góðu formi. „Stundum ertu í aðstæðum þar sem þú nærð ekki endilega að einbeita þér að sjálfum þér, það getur verið krefjandi að taka eftir líkamlegu atgervi en allir aðrir gera það,“ segir Asghari sem fékk meiri orku þegar hann hætti með Spears. „Ég hef meiri tíma til að einbeita mér að sjálfum mér.“

Leikarinn Sam Asghari sýnir stælta líkamann á rauða dreglinum í …
Leikarinn Sam Asghari sýnir stælta líkamann á rauða dreglinum í desember. AFP

Sjálfsást

Hann segir að breyttur líkami hans sé ekki endilega það sem kallast hefndarlíkami. Hann kallar breytinguna og átakið sem sem hann fór í frekar sjálfsást. „Sjálfsást er eitthvað sem allir ættu að iðka.“

Ashari segist einungis einbeita sér að sjálfum sér um þessar mundir og ekki að leita að nýrri konu. „Ég er bara að einbeita mér að vinnu eins og er,“ sagði hann. „Ég er pottþétt ekki að fara á stefnumótaforrit.“

Spears og Asghari byrjuðu að hittast árið 2017 en þau kynntust þegar hann tók þátt í tónlistarmyndbandi hennar. Þau voru gift í eitt ár áður en þau hættu saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda