„Kærastan mín horfði á mig fjara út“

Sigurjón Ernir Sturluson er einn af öflugustu hlaupurum landsins.
Sigurjón Ernir Sturluson er einn af öflugustu hlaupurum landsins. Ljósmynd/Árni Sæberg

Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son, of­ur­hlaup­ari og frum­kvöðull, seg­ir heilsu sinni hafa hrakað mikið þegar hann gerði til­raun með að borða sam­kvæmt ráðlegg­ing­um land­lækn­is. Sig­ur­jón, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar borðar alla jafna hreina fæðu beint frá nátt­úr­unni, en gerði tveggja vikna til­raun þar sem hann lét ráðlegg­ing­ar land­lækn­is ráða för:

„Ég gerði skemmti­lega til­raun þar sem ég tók tvær vik­ur og snar­breytti mat­ar­ræðinu og fór því miður að borða eft­ir ráðlegg­ing­um land­lækn­is. Ég sem íþróttamaður á að fá 70% af ork­unni minni frá kol­vetn­um sam­kvæmt því. Kol­vetni vekja lík­amann og búa til sveifl­ur í blóðsykri. Þannig að ég náði ekki að leggja mig á dag­inn eins og ég er van­ur og var vakn­andi á næt­urn­ar og var kannski vak­andi í 2 tíma og náði mér ekki niður. Ég setti á mig sí­les­andi blóðsyk­urs­mæli til að sjá hvað væri í gangi og þá sá ég hvað var í gangi í lík­am­an­um. Blóðsyk­ur­inn var í miklu ójafn­vægi og ég var í raun aldrei í fastandi ástandi og þess vegna gat lík­am­inn ekki hvílst vel. Simona kær­ast­an mín horfði bara á mig fjara út eft­ir því sem dag­arn­ir liðu. Ég gat ekki ein­beitt mér í tölvu­vinnu, langaði ekki leng­ur að æfa og átti mjög erfitt með end­ur­heimt eft­ir æf­ing­ar. Eins sorg­legt og það er, þá eru þetta ráðlegg­ing­ar bæði fyr­ir al­menn­ing og íþrótta­fólk. Ég passaði mig að fara al­veg eft­ir leiðbein­ing­un­um og var að borða brauðið, hrís­grjón­in, kart­öfl­urn­ar, Cheer­i­os og fleira. Ef þú ert að borða beint frá nátt­úr­unni lít­ur það mat­ar­ræði allt öðru­vísi út,“ seg­ir Sig­ur­jón, sem tel­ur löngu tíma­bært að breyta þess­um ráðlegg­ing­um:

„Mun­ur­inn á svefn­gæðum, stöðu insúlí­ns, þríg­lýseríði í blóði og fleiri hlut­um var í raun slá­andi. Þríg­lýserið fór úr 0,6 í 1,6 á tveim­ur vik­um. Fitu­brennsla í álags­prófi hjá Green­fit fór úr 90% niður í 59% á þess­um tveim­ur vik­um og svo fram­veg­is. Um leið og ég skipti svo aft­ur yfir í hreint fæði beint frá nátt­úr­unni fór lík­ams­starf­sem­in aft­ur í jafn­vægi. Ég er alls ekki að segja að það þurfi all­ir að borða eins og ég, en það er orðið mjög aug­ljóst að þess­ar ráðlegg­ing­ar eru veru­lega úr­elt­ar og eru ekki til þess falln­ar að há­marka heilsu. Við erum hönnuð til að borða nátt­úru­lega fæðu og það er al­veg aug­ljóst að forfeður okk­ar voru ekki að háma í sig kol­vetni dag­inn út og inn.“

Sig­ur­jón, sem rek­ur lík­ams­rækt­ar­stöðvar og vinn­ur við að aðstoða fólk við all­ar hliðar heilsu, seg­ir að drif­kraft­ur­inn komi ekki síst frá löng­un til að geta hjálpað öðru fólki. Með því að æfa sig í að leggja mikið á eig­in herðar geti maður aðstoðað aðra:

„Það sem ger­ist er að á end­an­um leit­ar fólk til þín ef það finn­ur að þú ert sterk­ur. Við höf­um gleymt því að hugsa um ná­ung­ann og ekki síst fólkið sem byggði þetta land upp. Við erum hætt að leggja hluti á börn og ung­linga sem hjálpa þeim að verða sterk­ir ein­stak­ling­ar. Það get­ur auðvitað verið þunn lína hvenær farið er yfir strikið, en börn sem ólust upp í sveit á Íslandi þurftu að ganga í alls kyns verk sem hjálpuðu þeim að axla ábyrgð og læra á lífið. Að mínu mati erum við far­in að ala upp ein­stak­linga í dag sem kunna of lítið á lífið þegar þau eru orðin full­orðin. Börn­um og ung­ling­um líður ekki illa í öguðu um­hverfi. Þvert á móti verða til alls kon­ar vanda­mál ef það verður of mikið aga­leysi. Það er eng­um hollt að lífið sé alltaf þægi­legt og auðvelt. Við lif­um í þeim heimi í dag að allt er ótrú­lega þægi­legt og við þurf­um ekki leng­ur að hafa reglu­lega fyr­ir hlut­un­um. Það að þjást og líða illa er ekk­ert að fara drepa þig.“

Sig­ur­jón seg­ir í þætt­in­um frá því hvernig ástríða hans fyr­ir hreyf­ingu byrjaði strax þegar hann var barn:

„Ég ólst upp við aðstæður sem voru á köfl­um mjög krefj­andi og ég fann fljótt að hreyf­ing var mitt meðal. Þegar eitt­hvað bjátaði á vissi ég að mér myndi líða bet­ur ef ég myndi hreyfa mig. Ég gerði þessa teng­ingu strax sem barn og notaði hreyf­ingu bein­lín­is til að slá á van­líðan. Hvort sem það var körfu­bolt­inn sem ég æfði eða önn­ur hreyf­ing. Ég ákvað strax á unga aldri að axla mikla ábyrgð og vildi bera ábyrgð á bæði mér og bróður mín­um,“ seg­ir Sig­ur­jón, sem hef­ur vakið at­hygli fyr­ir ótrú­leg­ar þrekraun­ir þegar kem­ur að hlaup­um:

„Þegar maður bygg­ir sig upp í ár­araðir til að þola hluti, er ým­is­legt mögu­legt. Maður bygg­ir hægt og ró­lega bæði upp lík­amann og haus­inn til að þola meira og meira. En það er ekki hægt að fara alla leið á hausn­um ef lík­am­inn fylg­ir ekki og öf­ugt. Lengsta hlaupið mitt er 160 kíló­metr­ar, en mesta áskor­un­in var hlaup í Frakklandi sem var rúm­lega 150 kíló­metr­ar með meira en 9 þúsund metra hækk­un. Það sem ger­ist í of­ur­hlaup­um eins og þess­um er að maður fer í gegn­um all­an skalann af til­finn­ing­um og stund­um meira en maður vissi að væri hægt. Fólk lær­ir jafn­vel meira á sjálft sig í einu svona hlaupi en á mörg­um árum í líf­inu sjálfu. Þú ferð í gegn­um all­an til­finn­ingaskalann, lær­ir að koma þér út úr aðstæðum og þar fram eft­ir göt­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda