Agndofa yfir nýjum línum Lizzo

Lizzo sýndi ótrúlegan mun.
Lizzo sýndi ótrúlegan mun. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lizzo hef­ur verið ófeim­in við að sýna ít­ur­vax­in lík­ama sinn al­veg frá því hún skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 2019. Lizzo hef­ur notað tónlist sína sem ákveðinn miðil til að berj­ast gegn lík­ams­s­mán­un og fitu­for­dóm­um og hef­ur reglu­lega for­dæmt þá sem setja út á lík­ama henn­ar og annarra. 

Hún hef­ur lengi leyft fólki að fylgj­ast með sér á sam­fé­lags­miðlum en tón­list­ar­kon­an birt­ir mjög reglu­lega mynd­ir og mynd­skeið af sér. Ný­lega hef­ur Lizzo mikið sýnt frá æf­ing­um í lík­ams­rækt­ar­saln­um og holl­um og góðum máltíðum, en tón­list­ar­kon­an er grænkeri til nokk­urra ára og vek­ur það gjarn­an at­hygli. 

Í fyrra­dag birti tón­list­ar­kon­an mynd­ir af sér á In­sta­gram í glæsi­leg­um leðurkjól sem hún klædd­ist á Grammy-verðlauna­hátíðina. Fylgj­end­ur henn­ar voru marg­ir hverj­ir orðlaus­ir yfir út­liti henn­ar. Af mynd­um að dæma þá er Lizzo búin að létt­ast þó nokkuð en hundruðir þúsunda líkuðu við færsl­ur henn­ar á sam­fé­lags­miðlum. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lizzo (@lizzo­beeating)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lizzo (@lizzo­beeating)

Ekki sú eina í Hollywood-heim­in­um

Fleiri heimsþekkt­ar söng­kon­ur hafa vakið at­hygli fyr­ir breytt vaxt­ar­lag á síðustu árum, en slíkt er alls ekki óþekkt í Hollywood. Má þar helst nefna Adele og Kelly Cl­ark­son.

Adele var frá upp­hafi fer­ils síns þekkt fyr­ir ával­ar lín­ur. Fyr­ir tæp­lega fjór­um árum kom hún um­heim­in­um á óvart þegar hún birti ljós­mynd í til­efni af 32 ára af­mæli sínu. Ljós­mynd­in vakti heims­at­hygli enda sýndi hún söng­kon­una í nýju ljósi, en Adele lagði upp í helj­ar­inn­ar heilsu­ferðalag stuttu eft­ir skilnað sinn við Simon Ko­necki. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Adele (@adele)

Söng­kon­an Kelly Cl­ark­son mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonig­ht Show Starring Jimmy Fallon, í nóv­em­ber á síðasta ári og sýndi þar mynd­ar­legt þyng­ar­tap.

Marg­ir telja að hið svo­kallaða töfra­lyf, Ozempic, hafi hjálpað Cl­ark­son að létt­ast en ný­lega viður­kenndi hún að hafa greinst með for­syk­ur­sýki fyr­ir ör­fá­um árum og að það hafi leitt til þyngd­artaps­ins og breyttra lífs­venja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda