„Glúkósagyðjan“ veit mikilvægi þess að viðhalda jöfnum blóðsykri

Jessie Inchauspé veit allt um blóðsykur.
Jessie Inchauspé veit allt um blóðsykur. Samsett mynd

Franski líf­efna­fræðing­ur­inn Jessie Inchauspé kom eins og fersk­ur and­blær inn í umræðu um lífs­stíl og mataræði með holl­ráðum sín­um til að jafna blóðsyk­ur­inn. Hún gaf út bók­ina Blóðsyk­urs­bylt­ing­in (e. Glucose Revoluti­on) snemma árs 2022 sem náði ófyr­ir­sjá­an­leg­um heims­vin­sæld­um. Inchauspé fylgdi vin­sæld­un­um eft­ir með Fjór­ar vik­ur fjög­ur ráð (e. The Glucose Goddess Met­hod) sem rauk einnig beint á topp met­sölu­lista víða um heim. 

Inchauspé, alla jafn­an köll­um „glúkó­sagyðjan“, hef­ur getið sér gott orð fyr­ir að setja fram vís­inda­leg­ar staðreynd­ir um blóðsyk­urs­stjórn­un á ein­fald­an og auðskil­inn máta og er það, það sem ger­ir bæk­ur henn­ar svona ótrú­lega vin­sæld­ar. 

Líf­efna­fræðing­ur­inn og met­sölu­höf­und­ur­inn gaf sér nokkr­ar mín­út­ur til að svara fá­ein­um spurn­ing­um. Inchauspé er stödd í Par­ís­ar­borg um þess­ar mund­ir en sjálf seg­ist hún vera mik­il flökkukind.

Fyrri bók Inchauspé fór sigurför um heiminn.
Fyrri bók Inchauspé fór sig­ur­för um heim­inn.

„Fyr­ir alla þá sem lang­ar að líða bet­ur“

Er­lend­ur bóka­út­gef­andi hafði sam­band við Inchauspé fyr­ir ör­fá­um árum síðan eft­ir að hafa rek­ist á In­sta­gram-reikn­ing henn­ar. Hún held­ur úti vin­sælli sam­fé­lags­miðlasíðu og er með millj­ón­ir fylgj­enda. „Ég var beðin um að skrifa bók­ina. Aldrei hefði mér dottið í hug að vinn­an mín myndi vekja svona mikla at­hygli og í þessu formi,“ seg­ir Inchauspé. 

„Ég vissi alltaf að ég vildi hjálpa fólki að öðlast sjálf­stæði þegar kem­ur að heils­unni. Vinna mín sem líf­efna­fræðing­ur hef­ur nú hjálpað mér að koma þess­um skila­boðum áleiðis til fólks og á auðveld­an og aðgengi­leg­an máta. Það besta er að efnið er stutt með vís­inda­leg­um sönn­un­ar­gögn­um sem geta hjálpað hverj­um sem er að bæta lík­am­lega og and­lega heilsu sína,“ út­skýr­ir hún. „Bæk­urn­ar eru fyr­ir alla þá sem lang­ar að líða bet­ur.“

Jessie Inchauspé ferðast um allan heim að ræða um heilsu, …
Jessie Inchauspé ferðast um all­an heim að ræða um heilsu, mataræði og blóðsyk­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvað var það sem vakti at­hygli les­enda?

„Fólk held­ur áfram að verða veik­ara og veik­ara og við þurf­um ein­fald­lega að beita al­mennri skyn­semi og leita í al­vöru vís­indi til að skera upp her­ör gegn markaðssetn­ingu hins svo­kallaða mat­ar­lands­lags sem við búum við í dag.“

Vin­sæld­ir bók­anna komu Inchauspé þó veru­lega á óvart. „Ég vissi bara að þessi vís­indi þyrftu að kom­ast út í um­heim­inn og er ég því mjög ánægð að þau náðu þess­um vin­sæld­um og at­hygli,“ seg­ir hún. 

Helsti orku­gjafi lík­am­ans

Til að koma jafn­vægi á blóðsyk­ur­inn er mik­il­vægt að borða holl­an og nær­ing­ar­rík­an mat, en glúkósi er mik­il­væg­asti orku­gjafi lík­am­ans, sér­stak­lega fyr­ir heil­ann. 

Ein af uppáhalds máltíðum Inchauspé, tveggja eggja ommeletta með tómötum …
Ein af upp­á­halds máltíðum Inchauspé, tveggja eggja omm­eletta með tómöt­um og feta­osti. Ljós­mynd/​Aðsend

Af hverju er mik­il­vægt að halda jafn­vægi á blóðsykr­in­um? 

„Óstöðug blóðsyk­urs­gildi geta haft víðtæk áhrif og marg­vís­leg­ar af­leiðing­ar, allt frá þreytu til bólgna, horm­óna­ó­jafn­væg­is og syk­ur­sýki II,“ seg­ir Inchauspé, en syk­ur­sýki II er tal­inn sá sjúk­dóm­ur sem fer mest vax­andi í heim­in­um. 

Ertu með góð ráð til að viðhalda jöfn­um blóðsykri?

„Já, ég er með mörg góð ráð í bók­um mín­um en ein­blíni á þau fjög­ur mik­il­væg­ustu í seinni bók­inni, Fjór­ar vik­ur fjög­ur ráð. Það sem mér finnst skipta mestu máli er að byrja dag­inn á bragðmikl­um morg­un­mat en svo skipt­ir hreyf­ing að sjálf­sögðu máli.

Í seinni bók sinni segir Inchauspé frá sínum fjórum helstu …
Í seinni bók sinni seg­ir Inchauspé frá sín­um fjór­um helstu heilsuráðum.

Epla­e­dik og græn­meti í for­rétt eru einnig lyk­il­ráð til að viðhalda jöfn­um blóðsykri.“ Inchauspé mæl­ir með að borða græn­meti stuttu fyr­ir aðal­rétt en það ger­ir lík­am­an­um meðal ann­ars kleift að nýta trefja­efn­in í græn­met­inu til að draga úr glúkós­astuðli máltíðar­inn­ar.

Ásamt bók­um sín­um þá er met­sölu­höf­und­ur­inn einnig með Youtu­be-seríu, Glucose Revoluti­on, en þar ræðir hún allt tengt blóðsykri og þessa vís­inda­legu bylt­ingu sem er bara rétt að byrja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda