„Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu“

Brynjar Steinn Gylfason opnaði sig um mini-hjáveituaðgerð sem hann gekkst …
Brynjar Steinn Gylfason opnaði sig um mini-hjáveituaðgerð sem hann gekkst undir fyrir ári síðan. Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjarn­an og áhrifa­vald­ur­inn Brynj­ar Steinn Gylfa­son, bet­ur þekkt­ur sem Binni Glee, deildi því með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram að fyr­ir ári síðan hafi hann geng­ist und­ir mini-hjá­v­eituaðgerð. 

Í færsl­unni seg­ist Brynj­ar hafa verið í ofþyngd frá því hann man eft­ir sér og prófað allskon­ar megr­un­ar­kúra. Þá viður­kenn­ir hann að hafa verið með for­dóma fyr­ir aðgerðum sem þess­um en í dag sjái hann alls ekki eft­ir ákvörðun sinni. 

„Ég hef alltaf verið í ofþyngd síðan ég man eft­ir mér“

„Fyr­ir ári síðan tók ég bestu ákvörðun í heimi fyr­ir sjálf­an mig og fór í mini-hjá­v­eitu. Í byrj­un árs 2023 var ég al­veg kom­inn á botn­inn og langaði ekki að lifa leng­ur. Ofþyngd­in var virki­lega far­in að taka sinn toll af lík­am­legri og and­legri heilsu og getu.

Ég hef alltaf verið í ofþyngd síðan ég man eft­ir mér og prófað allskon­ar megr­un­ar­kúra. Ég hef meðal ann­ars farið á meðferðamiðstöð fyr­ir matarfíkn og stans­laus­ar ferðir til nær­ing­ar­fræðings síðan ég var barn, en án ár­ang­urs. Ég glímdi við eig­in for­dóma fyr­ir aðgerðum eins og þess­um en ég vissi að þetta var orðið það eina í stöðunni - og ég sé alls ekki eft­ir því í dag. Marg­ir horfa á svona aðgerðir sem “svindl” en ég horfi á þetta sem hjálp­ar­tæki. Það er hell­ings vinna sem fylg­ir því að fara í stóra aðgerð sem þessa. Hár­miss­ir­inn, allt stressið og að þurfa að læra að borða upp á nýtt er meðal þess sem fylg­ir. Þetta hef­ur tekið mikið á og hef­ur alls ekki alltaf verið auðvelt.

Það eina sem ég hef tapað eru 70 kg og létt­ir­inn og gleðin leyn­ir sér ekki. For­eldr­ar mín­ir og vin­ir áttu stór­an þátt í því að þetta gat orðið að veru­leika og ég er þeim æv­in­lega þakk­lát­ur. Þessi aðgerð bjargaði lífi mínu og loks­ins elska ég sjálf­an mig og lífið,“ skrif­ar Brynj­ar í færsl­unni og birt­ir myndaröð frá ferl­inu. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by BRYNJ­AR (@binnig­lee)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda