„Það breyttist allt eftir að hann dó“

Arnór Sveinsson jógakennari. Hér má sjá hann árið 2013.
Arnór Sveinsson jógakennari. Hér má sjá hann árið 2013. mbl.is/Árni Sæberg

Arn­ór Sveins­son jóga­kenn­ari gjör­breytti lífi sínu eft­ir skyndi­legt bana­slys frænda síns og ná­ins vin­ar sem var með hon­um til sjós. Arn­ór, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eft­ir sér, en eft­ir slysið fór hann á flakk um heim­inn til að læra hug­leiðslu, önd­un- og kuldaþjálf­un: 

„Ég kunni mjög vel við mig á sjón­um. Ég byrjaði þar ung­ur og átti mjög góða vini um borð og maður fann hvernig það var að vera í sam­fé­lagi þar sem all­ir sinna hlut­verki og all­ir eru mik­il­væg­ir. Fólk get­ur verið ósam­mála og jafn­vel harka­legt, en svo er það bara út­kljáð hratt og all­ir eru vin­ir á eft­ir. Ég var bú­inn að vera í ell­efu ár á sjón­um þegar ég hætti. Lífs­stíll­inn minn í landi á milli túra var ekki sér­stak­lega góður. Maður var í al­gjöru fríi þegar maður var ekki úti á sjó og þá djammaði ég tal­vert og reykti mikið gras, sem var orðinn minn flótti frá því að mæta sjálf­um mér,” seg­ir Arn­ór sem seg­ir að allt hafi breyst eft­ir ut­an­lands­ferð þar sem áhöfn­in ætlaði að skemmta sér sam­an:

„Náfrændi minn sem ég leit mikið upp til dó í þess­arri ferð í hræðilegu slysi. Þetta gerðist í Riga í Lett­landi. Hann var drukk­inn og hafði orðið viðskila við hóp­inn og endaði ein­hvern veg­inn inni í spennu­stöð og lést strax. Ég fékk frétt­irn­ar um morg­un­inn og það var gríðarlegt sjokk fyr­ir mig. Hann var eldri en ég og ég leit mikið upp til hans, þannig að þetta var mikið högg. Eft­ir þetta áttaði ég mig á því að það væri meira í líf­inu en að vera bara á sjón­um og djamma og reykja gras þess á milli.“

Kynnt­ist munki

Eft­ir þetta sneri Arn­ór lífi sínu gjör­sam­lega við og hef­ur ekki snúið aft­ur síðan. Hann byrjaði á að fara aðra leið til Tæ­l­ands einn út í óviss­una:

„Ég flaug til Tæ­l­ands og vissi í raun ekk­ert hvað ég var að fara út í, en þar upp­hófst sér­stök at­b­urðarrás, þar sem ör­lög­in tóku í raun í taum­ana og gæf­an leiddi mig áfram. Ég endaði í litl­um bæ í norður­hluta lands­ins, þar sem ég kynnt­ist munki sem ég var svo lán­sam­ur að fá að verja dýr­mæt­um tíma með. Þar fór ég í djúpa innri vinnu, lærði hug­leiðslu og fékk grunn­inn að því sem er nálg­un mín í því sem ég er að gera í dag. Þessi munk­ur var minn fyrsti kenn­ari og ég lærði gríðarlega mikið af hon­um. Ég fylgdi hon­um um landið og og hug­leidd­um meðal ann­ars í hell­um og fleira. Hægt og ró­lega fór ég að átta mig á öll­um hlut­un­um sem ég þarf ekki á að halda í líf­inu og allt fór að verða ein­fald­ara. Síðan þá hef ég ferðast víðs veg­ar um heim­inn og sótt fjöld­ann all­an af nám­skeiðum sem tengj­ast jóga, hug­leiðslu og and­legri vinnu.”

Arn­ór hef­ur síðustu 10 ár kennt jóga og önd­un og haldið fjöl­mörg nám­skeið. Hann lærði líka kuldaþjálf­un hjá ís­mann­in­um Wim Hof, sem hann seg­ir hafa verið stór­merki­lega reynslu:

„Ég fór 2017 að læra kuldaþjálf­un í Póllandi. Ég vildi læra eitt­hvað sem væri meiri meiri brú inn í and­lega heim­innn fyr­ir karl­menn. Þegar þú ert kom­inn með snar­geggjaðan Hol­lend­ing sem á alls kon­ar heims­met að hoppa ofan í kalt vatn er lík­legra að þú náir eyr­um karl­manna en bara með yoga og hug­leiðslu. Þetta var frá­bær hóp­ur og það myndaðist mikið bræðralag, þó að við höf­um ekki náð á topp­inn á fjall­inu sem farið er upp á á stutt­bux­um ein­um, af því að veðrið var of slæmt. En svo þegar ég fór í kenn­ara­námið fór­um við aft­ur upp á fjallið og þá fór allt í steik. Síðasti hlut­inn af fjall­inu er mjög grýtt­ur og erfiður. Þegar við vor­um kom­in þangað upp byrjaði að hvessa og rigna rosa­lega og það var ískalt og það fór allt í rugl. Fólk var hætt að sjá meira en metra fram fyr­ir sig og kenn­ar­arn­ir voru bún­ir að týna nem­end­un­um. Rign­ing­in var svo köld að hún fraus um leið og hún lenti. En ein­hvern veg­in náði ég að kom­ast í gríðarlegt flæði og upp­lifði eina mestu nú­vit­und sem ég hef upp­lifað á æv­inni. En eft­ir á að hyggja var þetta frek­ar klikkað og ástandið á sum­um var ekki gott og þetta hefði hæg­lega getað endað illa. Þrír of­kæld­ust og marg­ir voru í al­gjöru sjokki.“

Streita ein­kenn­ir líf fólks

Arn­ór hef­ur und­an­farið lagt sér­stak­lega mikla áherslu á að vinna með tauga­kerfið, enda sér hann í störf­um sín­um að stór hluti sam­fé­lags­ins sé kom­inn yfir strikið í streitu og þurfi nauðsyn­lega að ná sér til baka:

„Við erum flest gríðarlega föst í vön­um okk­ar og þess vegna er svo mik­il­vægt að byrja dag­inn á að tengja sig með ein­hverj­um hætti, svo að maður sé ekki bara eins og lauf í vindi að bregðast við ein­hverju all­an dag­inn. Þegar fólk byrj­ar að ástunda hug­leiðslu og önd­un ger­ast oft magnaðir hlut­ir. Það þarf þol­in­mæði, en hægt og ró­lega kemst maður að því hvaða vana maður vill ekki hafa og byrj­ar að veita því at­hygli sem maður vill vera. Því oft­ar sem þú get­ur tengt þig yfir dag­inn, því meira ertu á staðnum og því lík­legra er að þú náir að af­tengja þig þessu stöðuga streitu­ástandi sem við erum flest orðin háð. Mjög marg­ir eru komn­ir á þann stað að vakna í streitu­ástandi og byrja dag­inn á því að flýta sér af stað og fá sér kaffi. Streitu­horm­ón­in byrja strax að kikka inn, svo tek­ur um­ferðin við og svo yf­ir­maður­inn í vinn­unni og svo fram­veg­is. Svo not­ar fólk skyndi­bita, sím­ann og meira kaffi til þess að halda sér gang­andi, viðhalda streitu­horm­ón­um og flýja sjálft sig. Meiri­hluta dags­ins ert þú fast­ur í annað hvort „fig­ht“ eða „flig­ht“ ástandi. Þetta virk­ar í ákveðinn tíma, en til lengri tíma end­ar þetta svo í „freeze“ og þá kem­ur kuln­un og fólk neyðist til að taka á mál­un­um. Ég hvet fólk til að prófa að byrja dag­inn á að sleppa því að fara í sím­ann og sitja aðeins með sjálfu sér og anda og velja hvernig þú vilt fara inn í dag­inn. Þetta þarf ekki að taka nema nokkr­ar mín­út­ur.”

Hægt er að hlusta á brot úr þátt­um Sölva á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda