Getur kynlíf hægt á öldrun heilans?

Getur kynlíf haft áhrif á heilann þegar við eldumst?
Getur kynlíf haft áhrif á heilann þegar við eldumst? Ljósmynd/Unsplash

Heilsu­fars­leg­ur ávinn­ing­ur kyn­lífs er vel þekkt­ur, en rann­sókn­ir benda til þess að kyn­líf auki hjarta- og æðaheil­brigði, dragi úr streitu, styrki ónæmis­kerfið, stuðli að al­mennri ham­ingju og dragi úr kvíða og þung­lyndi. 

Að því sögðu er for­vitni­legt að spyrja sig hvort kyn­líf geti einnig bætt heil­a­starf­semi og veitt vernd gegn tauga­hrörn­un­ar­sjúk­dóm­um. Ný­leg rann­sókn sem birt var í The Journal of Sex Rese­arch svar­ar þess­ari spurn­ingu. 

Rann­sak­end­ur notuðust við gögn úr ann­arri og þriðju lotu Nati­onal Social Life, Health and Ag­ing Proj­ect (NS­HAP) og báru sam­an 2.409 svar­end­ur sem höfðu lokið báðum lot­um könn­un­ar­inn­ar með fimm ára milli­bili til að greina hvernig þau breytt­ust með tím­an­um. Tveir hóp­ar voru skoðaðir, ann­ars veg­ar ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 62 til 74 ára og hins veg­ar á aldr­in­um 75 til 90 ára. 

Til að mæla vit­ræna virkni var Montreal Cogniti­ve Assess­ment könn­unn­in notuð, en kyn­ferðis­leg tíðni og gæði voru skoðuð út frá spurn­ing­um úr NS­HAP-könn­un­inni. 

Þrjár leiðir kannaðar

Þótt það geti hljóm­ar lang­sótt að kyn­líf geti bætt heil­a­starf­semi eru þrjár leiðir sem rann­sak­end­ur könnuðu. Nicole K. McNichols, pró­fess­or í kyn­fræði við há­skól­ann í Washingt­on, tók sam­an niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar í grein sem birt­ist á vef Psychology Today:

1. Kyn­líf dreg­ur úr hættu á hjarta- og æðasjúk­dóm­um

Miðað við lík­am­lega eig­in­leika þess er kyn­líf álitið vera teg­und hreyf­ing­ar sem rann­sókn­ir sýna að hafi mik­il áhrif á vit­ræna frammistöðu með því að auka blóðflæði til heil­ans, draga úr bólg­um í lík­am­an­um og auka prótein sem örva vöxt tauga­frumna.

2. Kyn­líf dreg­ur úr streitu

Kyn­líf dreg­ur úr streitu, varðveit­ir vits­muni og hvet­ur til mynd­un­ar nýrra tauga­frumna í svæði heil­ans sem kall­ast dreki (e. hippocamp­us) og teng­ist minn­inu.

3. Kyn­líf los­ar dópa­mín 

Örvun og full­næg­ing leiða til los­un­ar á tauga­boðefn­inu dópa­mín, en rann­sókn­ir hafa sýnt að dópa­mín bæti at­b­urðarminni (e. ep­isodic memory) hjá eldri full­orðnum. 

Þegar þess­ar þrjár leiðir eru lagðar sam­an þá gæti kyn­líf verið ein leiðin til að berj­ast gegn rýrn­un í heil­an­um á eldri árum.

Fundu fjór­ar niður­stöður

McNichols tók sam­an þær fjór­ar niður­stöður sem rann­sak­end­ur fundu varðandi áhrif kyn­lífs á vits­muni hjá full­orðnu fólki. 

1. Tíðara kyn­líf tengt við betri vit­ræna virkni

Hjá eldri hópn­um (75 til 90 ára) var tíðara kyn­líf tengt við betri vit­ræna virkni í ann­arri lotu rann­sókn­ar­inn­ar. Þá voru þeir sem stunduðu kyn­líf að minnsta kosti einu sinni í viku með hærra skor. Höf­und­ar veltu því fyr­ir sér hvort þess­ar niður­stöður komi fram vegna þess að kyn­líf bæt­ir blóðrás­ina rétt eins og önn­ur hreyf­ing. 

Það vakti at­hygli að kyn­líf einu sinni eða oft­ar í viku leiddi til næst­um jafn mik­ill­ar bættr­ar vit­rænn­ar virkni og það að fá há­skóla­gráðu hjá þess­um ald­urs­hópi. 

2. Gæði kyn­lífs­ins teng­ist betri vit­rænni virkni

Hjá yngri hópn­um (62 til 74 ára) höfðu gæti kyn­lífs­ins áhrif á vits­muni. Þeir sem töldu kyn­ferðis­legt sam­band sitt vera mjög ánægju­legt eða ánægju­legt höfðu betri vit­ræna virkni fimm árum síðar. Þessi niðurstaða er tal­in geta stafað af ánægju­horm­ón­um, þá sér­stak­lega dópa­míni, sem tengj­ast kyn­ferðis­lega full­nægj­andi sam­bönd­um. 

3. Lík­am­leg ánægja kyn­lífs hjá körl­um teng­ist betri vit­rænni virkni

Það vakti at­hygli að karl­ar, en ekki kon­ur, sem greindu frá mik­illi lík­am­legri ánægju af kyn­ferðis­leg­um sam­bönd­um sín­um voru með betri vit­ræna virkni fimm árum síðar sam­an­borið við karla sem gerðu það ekki. Höf­und­ar geta sér til um að þessi kynjamun­ur sé til­kom­inn vegna fé­lags­mót­un­ar þar sem meiri áhersla er lögð á að karl­ar sæk­ist eft­ir kyn­ferðis­legri ánægju en kon­ur. Þar af leiðandi hafi þeir til­hneig­ingu til að for­gangsraða henni. 

4. Skýrt or­saka­sam­band milli kyn­lífs og betri vit­rænn­ar virkni

Rann­sak­end­ur fundu skýr or­saka­tengsl milli kyn­lífs og auk­inn­ar vit­rænn­ar virkni en ekki öf­ugt. Það þýðir að þeir sem stundnuðu virkt og ánægju­legt kyn­líf upp­lifðu veru­leg­an vit­ræn­an ávinn­ing þegar það var metið fimm árum síðar. Það að hafa meiri vit­ræna virkni í upp­hafi leiddi hins veg­ar ekki til auk­inn­ar tíðni eða ánægju í kyn­lífi fimm árum síðar.

Þess­ar niður­stöður und­ir­strika já­kvæð áhrif kyn­lífs á vit­ræna heilsu með tím­an­um. Rann­sak­end­ur taka þó fram að kost­ir kyn­lífs, eins og þeir koma fram í þess­ari rann­sókn, gilda þvert á ald­urs­hópa. Lífeðlis­fræðileg­ur ávinn­ing­ur kyn­lífs eigi því við um alla, óháð aldri þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda