Hvers vegna ættir þú að segja nei við Ozempic?

Elísabet Reynisdóttir skrifar um sykursýkislyfið Ozempic.
Elísabet Reynisdóttir skrifar um sykursýkislyfið Ozempic. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar um sykursýkislyfið Ozempic í nýjasta pistli sínum á Smartlandi. 

Lyfið Ozempic er markaðssett sem lyf við sykursýki. Lyfið er stungulyf og gefið með sérstökum stungulyfjapenna þar sem lyfinu er sprautað undir húð. Lyfið er ætlað fólki með sykursýki af tegund 2 og hjálpar þeim einstaklingum að ná blóðsykrinum niður með því að lækka magn glúkósa í blóði, en eingöngu þegar blóðsykurinn er hár. Hjá einstaklingum sem greinst hafa með sykursýki 2 er mjög mikilvægt að koma blóðsykrinum í gott jafnvægi. Ozempic er sannarlega þess virði að reyna, en eingöngu ef önnur meðferð eða lífsstílsbreytingar hafa ekki náð að stilla blóðsykurinn af hjá einstaklingum með sykursýki 2.

Lyfið er alls ekki ákjósanlegt fyrir einstaklinga sem ekki eru með sykursýki 2, því inntaka á því getur valdið blóðsykursfalli og alvarlegum aukaverkunum, allt frá ógleði, hægðartregðu, niðurgangi, hárlosi og lamandi þreytu, (aðrir alvarlegir fylgikvillar eru taldir sjaldgæfir en frekari rannsókna er þörf).

Lyfið hefur einnig verið nýtt til meðferðar gegn offitu eins og þekkt er orðið. Lyfið tilheyrir flokki lyfja sem hafa áhrif á náttúrulega hormónið glúkagónik – peptíð 1 (GLP-1) en það losnar úr þörmum eftir máltíðir og eykur magn insúlíns og lækkun blóðsykurs. Glúkagónik hefur einnig áhrif á hluta heilans sem stjórnar matarlist, seinkar magatæmingu eftir máltíðir og því að við finnum fyrir seddutilfinningu og minna hungri, auk þess sem það minnkar löngun í fituríka fæðu.

Að velja betri leið

Líkt og með svo margt annað fellst lausnin fyrst og fremst í í því að taka ábyrgð á eigin heilsu. Að gefast upp og biðja um stungulyf sem kostar helling er kannski ekki besta leiðin.

Streita og lélegt meltingarkerfi hefur áhrif á efnaskiptin.

Þú þarft að skoða hvað það nákvæmlega er sem er að valda því að aukakílóin raðast á þig. Getur ástæðan t.d. verið mikið álag? Ert þú að finna fyrir kvíða og áhyggjum? Streita hefur sannarlega áhrif á magasýrurnar en þær er mikilvægt að hafa í lagi til að efnaskiptin séu góð. Mikilvægt er að tyggja matinn alltaf vel og borða hægt. Ástæða þess að margir upplifa sig ekki þola mjólkurvörur eða brauð getur verið sú að magasýrurnar eru lágar og að það vanti upp á ensímin sem þarf til að brjóta niður mjólkurpróteinið kasein, sem og glúten, en það er til staðar í kornmeti.

Færni líkamans til að brjóta prótein niður stjórnast af magasýrustigi líkamans. Sýrustigið skiptir miklu máli svo allt virki vel en þarf að vera talsvert súrt til að ensímin nái að brjóta próteinin sem best niður.

Vanmelt prótein

Ef líkaminn nær ekki að brjóta þessi prótein rétt, strax frá byrjun, fara þau illa melt niður í meltingarkerfið. Það að hafa vanmelt prótein í líkamanum getur haft slæmar afleiðingar fyrir mótefnakerfi okkar en það æsist upp ef það skynjar „aðskotahluti“ í blóðrásinni. Þessir „aðskotahlutir“ geta einmitt m.a. verið fæða sem ekki hefur verið brotin rétt niður eða vanmelt prótein. Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, s.s. sjálfsofnæmissjúkdómar eins og liðagigt, psoriasis, rauðir úlfar og svo eitthvað sé nefnt.

Ef fæðan sem maginn sendir frá sér er ekki nógu súr verður hæfni magans til að virkja hormónin sem örva brisið til að lækka blóðsykurinn, sama sem engin. Ozampic virkar þannig að það örvar brisið til að lækka blóðsykurinn og seinkar magatæmingu. Að sama skapi þá getur það farið illa í meltingarkerfið. Þá er spurning hvaða hlutverki það er að gegna og er mögulegt að við getum stjórnað þessu með réttri aðferð ? Lausnin gæti legið í að örva magasýrurnar, og þannig virkja hormónið sem lækka blóðsykurinn í blóðinu, með því ertu mögulega að ná fram því sama og virkni lyfsins.

Magasýrur

Of lágar magasýrur geta haft fleiri slæmar afleiðingar en eingöngu það að kveikja ekki á meltingarensímum. Lágar magasýrur hindra upptöku vítamína, amínósýra og steinefna en það getur leitt til næringarskorts. Langvarandi næringarskortur veldur heilsuleysi. Of lágar magasýrur geta líka komið niður á meltingu kolvetna. Illa melt kolvetni verða ákjósanlegt fóður fyrir slæmu þarmaflóruna með tilheyrandi óþægindum eins og uppþembu, loftgangi og hægðarvandamálum.

Heilbrigð lausn

Að laga meltinguna og vinna að heilbrigðri lausn er líka ávinningur fyrir taugaboðefni okkar og heilann, því heilinn þarf næringu til að starfa rétt.

Það eru til miklu betri og náttúrulegri aðferðir í baráttunni við aukakílóin heldur en lyf.

Blóðsykursstjórnunarmataræði er ein lausnin sem gæti virkað fyrir þig og getur gert það sama og lyfið, sérstaklega ef fitan safnast á þig um magasvæðið og/eða efri búkinn.

Ef fitan er dreifð nokkuð jafnt um líkamann þarf fyrst og fremst að virkja magasýrurnar, borða hreina og holla fæðu og  byrja daginn á góðu próteini og fitu. Það kemur í veg fyrir hámát yfir daginn því prótein og fita hjálpa hormóninu GLP-1 að komast í gang og auka seddutilfinningu.

Ég mæli alltaf með því að hlúa vel að magasýrunum því þær skipta gríðarlegu máli. Það gerir þú t.d. með því að borða súrkál með flestum máltíðum, með því að drekka glas af mysu eða með reglulegri inntöku eplaediks (1 tsk. af eplaediki út í glas af vatni, á fastandi maga, að morgni). Mangó og ananas er sagðir bestir ávextirnir til að örva magasýrurnar en kál og kálsafi fyrir máltíð er einnig talið jákvætt.

Í mínum huga er það ekki þess virði að gambla með heilsuna svona almennt. Við verðum að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Það er alltaf betra að finna út hvaða leiðrétting þarf að eiga sér stað til að líkaminn virki rétt, og sú lausn getur t.d. falist í vali á morgunmat eða leiðum sem örva magasýrurnar. Ozampic er fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 2 á háu stigi, við hin þurfum að taka ábyrgð á okkur og vinna vinnuna sem til þarf til að koma okkur á betri stað.

Lykilinn er góð melting, nærast rétt með því að hlusta á eigin líkama.

Gangi þér vel og mín ósk er að þú blómstrir og njótir lífsins á sem bestan hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda