Gyða hefur náð að viðhalda lífsstílnum í 21 ár

Gyða Dís Þórarinsdóttir gjörbreytti lífsstíl sínum fyrir 21 ári síðan …
Gyða Dís Þórarinsdóttir gjörbreytti lífsstíl sínum fyrir 21 ári síðan og hefur náð að viðhalda honum með góðum og heilsusamlegum venjum. Samsett mynd

Jóga­drottn­ing­in Gyða Dís Þór­ar­ins­dótt­ir tók sín fyrstu skref í átt að bættri heilsu árið 1997 þegar hún flutti í Grafar­vog­inn ásamt fjöl­skyldu sinni og skráði sig í skokk­hóp Fjöln­is. Þá var mark­miðið að ná að hlaupa í 20 mín­út­ur án þess að stoppa, en í dag hef­ur hún lokið við Laug­ar­vegs­hlaupið, sem er 54 km, er dug­leg að fara í fjall­göng­ur, stend­ur á hönd­um, hopp­ar á trampólíni og stund­ar jóga af krafti. 

Þrátt fyr­ir að hafa tekið fyrstu skref­in í skokk­hópn­um fór Gyða Dís ekki að finna fyr­ir raun­veru­leg­um bæt­ing­um fyrr en nokkr­um árum síðar þegar hún fór að inn­leiða heilsu­sam­leg­ar venj­ur og hollt mataræði sem hef­ur hjálpað henni að viðhalda góðri heilsu í rúm­lega tvo ára­tugi, en í dag er hún laus við bólg­ur, svefn­leysi, vefjagigt og orku­leysi.

Gyða Dís hef­ur mikla ástríðu fyr­ir heilsu­efl­ingu og hef­ur starfað á því sviði síðastliðin 15 ár. Hún hef­ur víðtæka mennt­un í jóga- og Ayur­veda-fræðum, er eig­andi jóga­stúd­íós­ins Shree Yoga og hef­ur haldið fjöl­mörg nám­skeið þar sem hún leiðir kon­ur í átt að heil­brigðara líferni. 

Gyða er eigandi jógastúdíósins Shree Yoga og hefur haldið fjölda …
Gyða er eig­andi jóga­stúd­íós­ins Shree Yoga og hef­ur haldið fjölda nám­skeiða um heil­brigt líferni.

„Fann að ég þyrfti að gera eitt­hvað meira“

„Í fyrstu byrjaði ég mögu­lega á röng­um enda eins og svo marg­ir ... en þó ekki því allt helst þetta í hend­ur. Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði var stefn­an tek­in á að hlaupa í 20 mín­út­ur án þess að stoppa sem var gríðarlegt af­rek fyr­ir mig,“ seg­ir Gyða Dís. 

„Árin liðu en ég fann að ég þyrfti að gera eitt­hvað meira til að halda þetta út, halda heim­ili sem má segja að hafi verið frek­ar þungt, og halda í ork­una dags­dag­lega til þess að sinna börn­un­um mín­um, en einn af þrem­ur drengj­un­um mín­um er með hrörn­un­ar­sjúk­dóm­inn SMA og þurfti aðstoð við all­ar at­hafn­ir dag­legs lífs. Hann þurfti mikla um­mönn­un all­an sól­ar­hring­inn og næt­urn­ar voru ekki síður erfiðar,“ út­skýr­ir hún. 

„Það er hrein­lega sagt í flug­vél­un­um: „Settu súr­efn­is­grím­una fyrst á þig, síðan á barnið.“ Það er ótrú­lega grimm setn­ing, en til þess að geta aðstoðað barnið þarft þú að vera í formi til þess orku­lega og and­lega,“ bæt­ir hún við. 

Gyða Dís fann fyrir miklu orkuleysi og þreytu þar til …
Gyða Dís fann fyr­ir miklu orku­leysi og þreytu þar til hún fór að huga að mataræðinu. Ljós­mynd/Á​sta Kristjáns­dótt­ir

Gyða Dís fór því að velta því fyr­ir sér hvað væri þess vald­andi að um­málið minnkaði ekki, bjúg­ur og bólg­ur væru enn til staðar og þessi mikla þreyta þrátt fyr­ir reglu­lega hreyf­ingu. Hún hóf í kjöl­farið að skoða mataræðið sitt og má segja að veg­ferðin hafi þá byrjað fyr­ir al­vöru.

„Fyr­ir 21 ári síðan hófst sig­ur­gang­an og umbreyt­ing­in, en þá fóru verk­in að tala, um­málið að minnka og ork­an að aukast. Ég fór að skoða hvert raun­veru­legt inni­hald og nær­ing­ar­gildi fæðunn­ar væri og velta því fyr­ir mér hvort pylsa með öllu, gos eða mars súkkulaðistykki væri raun­veru­lega að þjóna mér á ein­hvern hátt,“ út­skýr­ir hún. 

„Það gerðist hins veg­ar ekki á einni nóttu. Að ná góðri heilsu er ferðalag en ekki áfangastaður. Við tök­um eitt skref í einu. Lífs­stíls­breyt­ing er nefni­lega lang­hlaup en ekki sprett­hlaup,“ bæt­ir hún við. 

Gyða Dís segir mikilvægt að taka eitt skref í einu.
Gyða Dís seg­ir mik­il­vægt að taka eitt skref í einu.

Fyrstu skref­in oft þung

Gyða Dís viður­kenn­ir að fyrstu skref­in í ferðalag­inu hafi oft verið þung. „Maður hugsaði með sér: „Í al­vöru, má ég þá aldrei fá mér þetta aft­ur?“ og „Hvað geri ég í mat­ar­boðum?“. Þetta er sann­ar­lega áskor­un fyr­ir mann sjálf­an á all­an hátt, en raun­veru­lega spurn­ing­in er þó: „Hvort veg­ur þyngra, vellíðan eða van­líðan?“,“ seg­ir hún.

Gyða Dís seg­ist fljót­lega hafa byrjað að finna mun á sér – henni gekk bet­ur í hlaup­un­um, hún hafði meira út­hald og meiri orku til að sinna börn­un­um og heim­il­inu. „Það var gott spark í rass­inn og staðfest­ing­in varð enn meiri að ég þyrfti að leggja þetta á mig til að ná góðri heilsu, bættri líðan og til þess að vera til staðar,“ seg­ir hún. 

Í kjöl­farið fór Gyða Dís að lesa sér til og fræðast um venj­ur, en á þeim tíma voru upp­lýs­ing­ar ekki jafn aðgengi­leg­ar og þær eru í dag. Hún komst að því að grunnstoðirn­ar í líf­inu væru fjór­ar tals­ins – fæði, svefn, hreyf­ing og hvat­ir, sem mynda ákveðna hringrás í líf­inu. 

„Ef þú borðar illa og mikið rusl­fæði hef­ur það þá af­leiðingu að þú sef­ur illa. Ef þú sef­ur illa er af­leiðing­in sú að þú hef­ur minni orku til að hreyfa þig. Ef þú hreyf­ir þig ekki þá örv­ar þú þess­ar hvat­ir eins og fíkn og lang­an­ir í óholl­ustu og óþarfa, en fíkn­in get­ur verið marg­vís­leg og ekki ein­ung­is mat­artengd held­ur líka kyn­lífs­fíkn, spilafíkn og þess hátt­ar,“ út­skýr­ir hún. 

Gyða Dís fór því á kaf í að inn­leiða heilsu­sam­leg­ar venj­ur og prófa sig áfram með mataræði og hreyf­ingu, en í dag hef­ur hún fundið út hvaða venj­ur sem eru ómiss­andi í henn­ar dag­lega lífi til að viðhalda góðri heilsu. 

„Mín­ar dag­legu venj­ur snúa að því að huga ávallt að heils­unni. Ég borða hollt og hreyfi mig alla daga. Ég borða við hæfi hvort sem ég er í fríi hér­lend­is eða er­lend­is, en ég hef prófað hin ýmsu mataræði og fundið það sem hent­ar mér og mín­um lík­ama best,“ seg­ir hún. 

„Súkkulaðig­rís­inn sem ég er var him­in­lif­andi“

Með tím­an­um fór Gyða Dís að vera dug­legri að prófa sig áfram í eld­hús­inu og það leið eki á löngu áður en hún var far­in að taka með sér fag­ur­græna og -bleika drykki í krukk­um, dýr­ind­is hrá­fæðis­súkkulaði og ljúf­fengt spergilkál á viðburði sem vöktu for­vitni margra. 

„Ég fór að leika mér meir og meir og aflaði mér þekk­ingu á því að búa til sjálf þar sem mín­ir bragðlauk­ar kölluðu á. Hægt og bít­andi fann ég það út að dökka súkkulaðið eða kakóbaun­in væri gríðarlega holl og gef­andi. Súkkulaðig­rís­inn sem ég er var him­in­lif­andi og byrjaði að búa til allskyns kræs­ing­ar til að taka með mér í veisl­ur, mat­ar­boð, sauma­klúbba og þess hátt­ar,“ seg­ir Gyða Dís. 

„Auðvitað fann ég að fólk var mjög áhuga­samt að smakka og oft­ar en ekki hvarf minn mat­ur strax því öll­um fannst þetta gott. Ég fór því að koma með meira magn með mér og var fljót­lega orðin sleip í súkkulaði- og hrá­köku­gerð sem vakti mikla lukku, en með hverj­um bita fékk fólk auðvitað fræðslu um ágæti dökka súkkulaðis­ins,“ bæt­ir hún við. 

Gyða Dís er búin að mastera súkkulaði- og hrákökugerð.
Gyða Dís er búin að mastera súkkulaði- og hrá­köku­gerð.

Stuttu síðar fékk Gyða Dís vini sína frá Am­er­íku í heim­sókn, en hún hafði verið  au pair hjá þeim á árum áður. „Þau sögðu við mig svo skemmti­lega setn­ingu sem varð eig­in­lega upp­hafið af því ferli að ég fór að gefa enn meira af mér og blanda sam­an jóga og hreyf­ingu með mataræði, en það var: „Gyða, you're always teaching and gi­ving in­formati­on while you are eating“,“ út­skýr­ir hún. 

Byrj­ar alla daga á kaldri sturtu og hafra­graut

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„All­ir dag­ar byrja eins hjá mér. Ég vakna og fæ mér vatn, þurr­bursta húðina, fer í kalda sturtu og græja mig fyr­ir dag­inn. Síðan hoppa ég, geri önd­un­aræf­ing­ar og hug­leiðslu á meðan hafra­graut­ur­inn góði er í pott­in­um.“

Hafra­graut­ur að hætti Gyðu Dís­ar

Hrá­efni:

  • Líf­ræn­ir hafr­ar
  • Möndl­umjólk eða sletta af grískri jóg­úrt
  • Kanill og salt
  • 1 líf­rænt epli
  • Hind­ber eða trönu­ber
  • Kakónibb­ur eða kakó­duft

Aðferð:

  1. Settu öll hrá­efn­in í pott og leyfðu suðu að koma upp.
  2. Slökktu und­ir pott­in­um, settu lokið á og leyfðu því að vera þar til þú ert til­bú­in að borða graut­inn – því leng­ur, því betra!

Hvernig hreyf­ingu stund­ar þú?

„Ef ég hef tíma fyr­ir vinnu þá fer ég með hund­inn í göngu í 10 til 20 mín­út­ur. Svo rek ég mitt eigið jóga­stúd­íó svo ég er alltaf á hreyf­ingu. Ég elska að hoppa á fastandi maga – trampólínið er einn besti vin­ur­inn en það er líka hægt að hoppa á staðnum eða sippa. Hoppið er með því betra sem þú get­ur gert fyrr sogæðakerfið þitt sem er hreins­un­ar­kerfi lík­am­ans. 

Svo eiga úti­vist og göng­ur einnig hug minn all­an. Ég fer líka í rækt­ina þegar ég hef tíma og lyfti þung­um lóðum.“

Gyða Dís ásamt hundinum Esju á Úlfarsfelli.
Gyða Dís ásamt hund­in­um Esju á Úlfars­felli.

Hvernig er mataræðið þitt?

„Í dag er ég á svo­kölluðu plöntu­fæði eða Ayur­veda-fæði þar sem ég hugsa um að borða sem hrein­ustu fæðuna, velja það sem ger­ir mín­um frum­um gott og er saðsamt. Það er nú ekki svo að ég borði hrátt græn­meti í all­ar mátíðir, alls ekki! Ég vinn fæðuna og borða kannski minnst af hráu græn­meti. Til dæm­is er æðis­legt að taka einn haus af líf­rænu spergilkáli, skera það og hreinsa, setja út í sjóðandi vatn í eina til tvær mín­út­ur, sigta og setja í skál. Síðan er það baðað upp úr góðri ólífu­olíu og sjáv­ar­salti nuddað á. Þetta er him­nesk máltíð eða meðlæti.“

Lyk­il­atriði að huga fram í tím­ann

Það kann­ast ef­laust marg­ir við það að hafa áveðið að taka heils­una föst­um tök­um en gef­ist fljót­lega upp. Aðspurð seg­ir Gyða Dís lyk­il­inn á bak við það að viðhalda lífs­stíln­um í öll þessi ár vera að hugsa og skipu­leggja fram í tím­ann. 

„Marg­ir hafa furðað sig á því að ég sé enn að borða eins og ég geri, en ég hef haldið í seigl­una og verið vak­andi fyr­ir því hvað ég er að versla inn og búa til. Ég fer ekki oft út að borða og bý alltaf til meira magn og frysti til að eiga til,“ seg­ir hún. 

„Það er lyk­il­atriði að hugsa aðeins fram í tím­ann og góð regla að eiga alltaf eitt­hvað djúsí til því öll fáum við löng­um í eitt­hvað gott á ein­hverj­um tíma­punkti eða jafn­vel á hverj­um degi. Þá er það bara spurn­ing­in um að velja hvað þú færð þér,“ bæt­ir hún við. 

„Það er bara ferðalagið og lífslöng­un­in sem dríf­ur mig áfram í átt að bættri heilsu og vellíðan. Ég hef sterka til­finn­ingu fyr­ir því að það sem ég er að gera hent mér og mín­um lík­ama mjög vel en þarf ekki að henta öðrum, þ.e.a.s. að vera á plöntu­fæði. Fólk vel­ur fyr­ir sig,“ út­skýr­ir hún. 

Gyða Dís hefur fundið það sem hentar hennar líkama þegar …
Gyða Dís hef­ur fundið það sem hent­ar henn­ar lík­ama þegar kem­ur að mataræði og hreyf­ingu.

Hvað dríf­ur þig áfram?

„Lífið er til að lifa því lif­andi öll­um stund­um og vera til taks fyr­ir mann sjálf­an, fjöl­skyld­una sína og vini. Ferðalagið í átt­inni að bættri vellíðan get­ur verið hlykkj­ótt og er það þegar við byrj­um, en vittu til – þegar þú öðlast styrk og þraut­seigju og finn­ur hversu gott það er að vakna út­hvíld­ur á morgn­anna með já­kvæðnina, at­hygl­ina og orku­stigið upp úr öllu valdi þá hætt­ir þú ekki því sem þú veist að ger­ir þér gott.“

Það er margt spenn­andi framund­an hjá Gyðu Dís sem er alltaf með nokkra bolta á lofti. Mánu­dag­inn 4. mars næst­kom­andi verður hún með frítt fjög­urra vikna net­nám­skeið fyr­ir kon­ur á öll­um aldri þar sem áhersla verður lögð á litl­ar breyt­ing­ar á dag­leg­um venj­um og áhrif­in sem þær geta haft á lífs­stíl og orku­stig. Hægt er að skrá sig á nám­skeiðið hér

Skráningarfrestur á náskeiðið er til miðnættis sunnudaginn 3. mars.
Skrán­ing­ar­frest­ur á náskeiðið er til miðnætt­is sunnu­dag­inn 3. mars.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda