Margir draga úr félagslegri virkni vegna grindarbotnseinkenna

Þorgerður er einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði kvensjúkdóma- og …
Þorgerður er einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfunar. Ljósmynd/Gunnar V. Andrésson

Þor­gerður Sig­urðardótt­ir er sterk, metnaðar­gjörn og ákveðin kona. Hún er sjúkraþjálf­ari og einn helsti sér­fræðing­ur lands­ins þegar kem­ur að kven­sjúk­dóma- og fæðing­ar­sjúkraþjálf­un, en bæði kon­ur og menn leita sér aðstoðar hjá henni. 

Þor­gerður er fædd og upp­al­in í Stykk­is­hólmi, þeim mikla körfu­bolta­bæ, en býr í dag í Árbæn­um ásamt eig­in­manni sín­um, Kristjáni Má Unn­ars­syni frétta­manni. Hjón­in eiga fjög­ur upp­kom­in börn og góðan slatta af barna­börn­um. 

„Mik­il starfs­framtíð í fag­inu“

Þor­gerður seg­ist alltaf hafa vitað að hún myndi starfa inn­an heil­brigðis­geir­ans. „Hug­ur­inn leitaði frá upp­hafi beint í heil­brigðistengt nám. Móðir mín heit­in var ljós­móðir, en hún tók á móti börn­um, sinnti mæðravernd og ung­barna­eft­ir­liti í Stykk­is­hólmi. Var það stór og eðli­leg­ur hluti af lífi mínu á upp­vaxt­ar­ár­un­um og hef­ur senni­lega mótað mig í þessa átt,“ seg­ir Þor­gerður, jafn­an kölluð Tobba. 

Þorgerður ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni.
Þor­gerður ásamt eig­in­manni sín­um, Kristjáni Má Unn­ars­syni frétta­manni. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég hafði leitt hug­ann að lyfja­fræði og lækn­is­fræði en það var mág­ur minn, sem er starf­andi lækn­ir, sem benti mér á að það væri mik­ill skort­ur á sjúkraþjálf­ur­um og því mik­il starfs­framtíð í fag­inu. Hann nefndi þetta við mig um svipað leyti og ég var að klára mennta­skóla,“ út­skýr­ir hún. Orð hans höfðu mik­il áhrif en Þor­gerður endaði á að sækja um í sjúkraþjálf­un­ar­fræði stuttu síðar. Hún lauk BS-prófi í sjúkraþjálf­un frá Há­skóla Íslands árið 1985. 

Hef­ur margt breyst inn­an starfs­stétt­inn­ar á þess­um árum sem þú hef­ur verið starf­andi?

„Já, margt hef­ur breyst. Þegar ég út­skrifaðist var stétt sjúkraþjálf­ara frek­ar fá­menn og fáar stof­ur starf­andi utan heil­brigðis­stofn­ana. Í dag hef­ur starfs­svið sjúkraþjálf­ara víkkað mikið með bættri mennt­un og aukn­um rann­sókn­um á fjöl­breytt­um sviðum end­ur­hæf­ing­ar og þjálf­un­ar. 

Sókn­ar­fær­in eru mörg og þörf er á þekk­ingu sjúkraþjálf­ara. Þekk­ing okk­ar spann­ar vítt svið enda eru sjúkraþjálf­ar­ar farn­ir að starfa víða í sam­fé­lag­inu. Sér­hæf­ing er alltaf að aukast sem ætti að gefa al­menn­ingi mark­viss­ari þjón­ustu.“

„Það sem er erfiðast er oft og tíðum líka mest gef­andi“

Aðspurð seg­ist hún brenna fyr­ir starfi sínu, en hún er einn þriggja eig­enda Táps sjúkraþjálf­un­ar í Kópa­vogi og starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skóla Íslands. 

„Starfið hef­ur gefið mér mikið og kennt mér margt enda er ég stöðugt að læra af fólk­inu í kring­um mig, sam­starfs­fólki, skjól­stæðing­um og nem­end­um. Starfið hef­ur einnig kennt mér þá mik­il­vægu lex­íu að ég get ekki hjálpað öll­um. Það er mik­il­vægt að vera auðmjúk­ur og vísa fólki annað ef að geta eða þekk­ing manns þrýt­ur,“ seg­ir Þor­gerður.

Hvað er erfiðast við starfið?

„Það sem er erfiðast er oft og tíðum líka mest gef­andi. Ég er að mæta ein­stak­ling­um sem eru oft að glíma við kvilla og eða ein­kenni sem hafa mik­il áhrif á lífs­gæði og and­lega líðan. Það get­ur reynst mörg­um erfitt að byrja ferlið sem er að leita sér hjálp­ar. Ef maður get­ur miðlað og stutt fólk til bættra lífs­gæða er það mik­ils virði.“

Þorgerður ásamt nemendum.
Þor­gerður ásamt nem­end­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Al­gjör til­vilj­un

Þor­gerður seg­ist hafa leiðst út í sér­mennt­un, kven­sjúk­dóma- og fæðing­ar­sjúkraþjálf­un, fyr­ir al­gjöra til­vilj­un.

„Ég var ung­ur sjúkraþjálf­ari þegar ég fæ til­vís­un frá heim­il­is­lækni í Kópa­vogi. Um var að ræða konu með grein­ing­una þvagleki. Ég reyndi hvað best að und­ir­búa mig og það kom mér á óvart, já­kvætt á óvart, hversu mikið sjúkraþjálf­un bætti lífs­gæði þess­ar­ar konu. 

Eft­ir þetta fór ég á fullt að leita mér frek­ari upp­lýs­inga, en starfsþróun mín og veg­ferð hófst fyr­ir al­vöru í Nor­egi þegar ég sótti nám­skeið,“ út­skýr­ir Þor­gerður. „Ég var einnig hvött áfram af lækn­um hér­lend­is. Þannig byrjaði þetta.“ Þor­gerður lauk meist­ara­gráðu í líf- og lækna­vís­ind­um árið 2009 og hlaut sér­fræðiviður­kenn­ingu frá Land­læknisembætt­inu árið 2011. 

Hvað felst í meðgöngu- og fæðing­ar­sjúkraþjálf­un?

„Eins og í allri sjúkraþjálf­un þá felst þetta í sam­tali ein­stak­lings og fag­manns. Verk­efn­in inn­an sér­sviðs míns eru mjög fjöl­breytt, en þau geta verið tengd verkj­um, eins og en­dómetríósu og öðrum heil­kenn­um, of­spennu­vanda­mál­um, tauga­vanda­mál­um, þvagleka, sigi, eins og blöðru- og leg­sigi og hægða- og loftleka. 

Grind­ar­botnsvanda­mál eru oft hluti af víðtæk­ari ein­kenn­um, en það þarf alltaf að passa að líta á mann­eskj­una í heild en ekki bara lít­inn part af henni,“ seg­ir Þor­gerður. 

Aðspurð seg­ir Þor­gerður að marg­ar kon­ur byrji að upp­lifa ein­kenni frá grind­ar­botni í kring­um breyt­ing­ar­skeið. „Það er mikið í húfi og mik­il­vægt að styðja kon­ur á þess­um tíma, ekki síður en í kring­um meðgöngu og fæðingu.

Til mín leita ein­stak­ling­ar á öll­um aldri og það er ekki hægt að segja að ald­ur sé eðli­leg skýr­ing á vanda­mál­um og þess vegna ástæðulaust að leita sér aðstoður. Það er aldrei of seint að koma og ræða við lækni eða sjúkraþjálf­ara. Það er oft­ast þess virði. Þvagleki er til að mynda al­geng­ur en aldrei eðli­leg­ur. Hann er alltaf merki um að eitt­hvað sé ekki eins og það á að vera.“

Hvað er mik­il­vægt að gera til að halda lík­am­an­um í góðu standi á meðgöngu­tíma­bil­inu?

„Að halda sér í góðu formi, eins og hver og ein get­ur er afar mik­il­vægt, hreyfa sig reglu­lega. Hreyf­ing get­ur unnið gegn mörg­um meðgöngu­tengd­um kvill­um. Það hef­ur einnig sýnt sig að grind­ar­botnsæfing­ar sporna gegn þvagleka á meðgöngu, hafa góð áhrif á fæðing­ar­ferlið og hjálpa til við end­ur­heimt eft­ir fæðingu.“

„Mörg­um finnst pín­legt að heyra talað um slík mál“

Þor­gerður er ein fárra sjúkraþjálf­ara á land­inu sem lokið hafa doktors­prófi. Hún lauk doktors­námi árið 2020 en rann­sókn­ar­efni henn­ar sneri að heilsu kvenna og áhrif­um fæðing­ar á grind­ar­botn.

Þorgerður varði doktorsverkefni sitt árið 2020.
Þor­gerður varði doktor­s­verk­efni sitt árið 2020. Ljós­mynd/​Aðsend

Af hverju kaustu að ljúka doktors­prófi?

„Í mínu til­viki var það ein­fald­lega ein­hver innri þrá sem ýtti á mig. Við hjón­in tók­um góðan tíma í að koma fjór­um börn­um til manns áður en ég byrjaði þessa veg­ferð, fyrst í meist­ara­námi og síðar doktors­námi.

Ég hafði lengi verið stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands ásamt því að vera leiðbein­andi nema á grunn­stigi og meist­ara­stigi. Þar vakna upp rann­sókn­ar­spurn­ing­ar,“ út­skýr­ir hún. „Ég mæli samt sem áður með að fólk klári nám fyrr á æv­inni þó svo ég hafi ekki látið það stoppa mig að vera ekki leng­ur ung­ling­ur,“ seg­ir Þor­gerður og hlær. 

Þann 14. des­em­ber 2020 varði hún doktor­s­verk­efni sitt, Grind­ar­botns­ein­kenni eft­ir fæðingu og snemmí­hlut­un með sjúkraþjálf­un. Rann­sókn­ar­verk­efnið var vissu­lega gef­andi en jafn­framt krefj­andi verk­efni. „Meg­in­mark­mið rann­sókn­ar­inn­ar var að kanna tíðni grind­ar­botns­ein­kenna og van­líðanar sem þau valda frum­byrj­un á fyrstu mánuðum eft­ir fæðingu, ásamt því að rann­saka hvort tengsl fynd­ust milli grind­ar­botns­ein­kenna og fæðing­ar­tengdra þátta,“ út­skýr­ir hún. 

„Vanda­mál sem tengj­ast grind­ar­botni eru með al­geng­ustu heilsu­farskvill­um sem kon­ur glíma við, samt er lítið fjallað um þau mál. Mörg­um finnst pín­legt að heyra talað um slík mál, en það er ekki hægt að stinga höfðinu í sand­inn þegar kem­ur að ákveðnum lík­ams­hluta. Ég hef til dæm­is aldrei heyrt að ein­hver skammist sín fyr­ir að leita sér aðstoðar vegna hnévanda­mála eða togn­un­ar í öxl. 

Töl­ur úr doktors­rann­sókn minni sýndu að í kjöl­far fæðing­ar fundu tæp­lega 50% kvenna fyr­ir þvagleka, 60% þeirra glímdu við ein­hvers kon­ar veik­leika­ein­kenni frá endaþarmi, tæp­lega 30% fundu fyr­ir sigi og af þeim sem voru aft­ur orðnar virk­ar í kyn­lífi fundu 66% fyr­ir verkj­um við sam­far­ir. Sem bet­ur fer verða marg­ar kon­ur skárri af grind­ar­botns­ein­kenn­um þegar líður frá fæðing­unni og þess­ar töl­ur lækka eitt­hvað en þær hafa samt meiri lík­ur á áfram­hald­andi ein­kenn­um en þær sem ekki finna fyr­ir kvill­um frá grind­ar­botni í kring­um meðgöngu og fæðingu.“

Eru marg­ir sem sækja sér sjúkraþjálf­un­ar vegna grind­ar­botns­mála?

„Já, sem bet­ur fjölg­ar þeim sem sætta sig ekki við að glíma við erfið ein­kenni sem hafa mik­il áhrif á lífs­gæði. Marg­ir, bæði kon­ur og karl­ar, draga úr fé­lags­legri virkni og al­mennri hreyf­ingu vegna grind­ar­botns­ein­kenna. Vanda­mál frá grind­ar­botni auka lík­ur á and­legri van­líðan, eins og kvíða og dep­urð, og stuðla oft að ein­angr­un þeirra sem þjást. Við get­um sagt með sanni að þau séu lýðheilsu­vanda­mál sem geta undið upp á sig.

Smá­vægi­leg­ur þvagleki get­ur or­sakað að viðkom­andi hætt­ir í leik­fimi, að ganga á fjöll og treyst­ir sér ekki í leik­hús eða fjöl­skyldu­boð, svo að dæmi séu tek­in. Þau sem glíma við verkja­vanda­mál í grind­ar­botni forðast oft kyn­líf sem get­ur haft áhrif í nán­um sam­bönd­um.

Sér­hæfðir sjúkraþjálf­ar­ar, kyn­fræðing­ar og lækn­ar geta oft og tíðum veitt hjálp í slík­um til­vik­um. Það eru alltaf fleiri og fleiri að leita sér aðstoðar en samt sem áður eru of marg­ir ein­stak­ling­ar með grind­ar­botnsvanda­mál sem ræða ekki mál­in við sína nán­ustu og hvað þá heil­brigðis­starfs­menn. Þetta þarf að breyt­ast,“ seg­ir Þor­gerður að lok­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda