Er hægt að læknast af kvíða?

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur svarar spurningum lesenda Smartlands.

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur á Sál­fræðistof­unni Sál­ar­líf svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort hægt sé að lækn­ast af kvíða. 

Sæl

Er hægt að lækn­ast af kvíða?

Kveðja, Sigga

Sæl Sigga. 

Kvíði get­ur verið gagn­leg­ur og nauðsyn­leg­ur fyr­ir okk­ur og því töl­um við ekki um að lækn­ast af kvíða eða losna við hann. Við vilj­um frek­ar ná stjórn á kvíðanum, þannig að hann verði ekki of mik­ill og fari að stjórna/​hamla okk­ur. Það get­ur verið hjálp­legt að finna fyr­ir smá kvíða fyr­ir próf sem ger­ir það ef til vill að verk­um að við und­ir­bú­um okk­ur bet­ur fyr­ir prófið. En á sama tíma get­ur það verið hamlandi fyr­ir okk­ur að finna fyr­ir óstjórn­leg­um kvíða sem veld­ur því að við för­um að finna fyr­ir lík­am­leg­um kvíðaein­kenn­um og/​eða reyn­um að koma okk­ur und­an því að mæta í prófið.

Hug­ræn at­ferl­is­meðferð (HAM) er ár­ang­urs­rík meðferð í þeim til­gangi að hjálpa ein­stak­ling­um (börn­um og full­orðnum) að ná stjórn á kvíðanum sín­um. Meðferðin er tvíþætt, unnið er með hugs­ana­skekkj­ur ann­ars veg­ar og ber­skjöld­un (tak­ast á við ótt­ann með því að mæta hon­um) hins veg­ar. Þó ber að hafa í huga að börn þurfa að hafa náð ákveðnum þroska áður en hægt er að vinna með þau á þenn­an hátt, þau eiga oft erfitt með að skoða hugs­an­ir sín­ar og skilja tengsl­in á milli hugs­ana og til­finn­inga. Einnig er það sem svo að at­b­urður/​hlut­ur sem er kvíðavald­andi fyr­ir einn ein­stak­ling veld­ur ekki endi­lega öðrum ein­stak­lingi kvíða. Einnig er ekki víst að sami at­b­urður­inn valdi okk­ur ít­rekað kvíða. Hugs­an­ir okk­ar og túlk­an­ir á at­b­urðinum stjórna því hvernig okk­ur líður. Við finn­um fyr­ir kvíða ef túlk­un okk­ar á aðstæðunum gef­ur til kynna að ástæða sé til að ótt­ast eitt­hvað.

Vona að þetta svari spurn­ingu þinni. 

Bestu kveðjur,

Tinna Rut Torfa­dótt­ir sál­fræðing­ur 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Tinnu Rut spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda