Guðlaug stefnir á Ólympíuleikana og æfir þrisvar á dag

Guðlaug Edda Hannesdóttir er atvinnukona í þríþraut sem stefnir á …
Guðlaug Edda Hannesdóttir er atvinnukona í þríþraut sem stefnir á Ólympíuleikana í sumar. Samsett mynd

Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir er at­vinnu­kona í þríþraut og hef­ur nóg um að snú­ast þessa dag­ana, en hún stefn­ir á Ólymp­íu­leik­ana sem haldn­ir verða í Par­ís í sum­ar. Guðlaug er ný­byrjuð að keppa aft­ur eft­ir erfið meiðsli, en í dag æfir hún þris­var sinn­um á dag og mun á næstu vik­um og mánuðum keppa á úr­töku­mót­um fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana. 

Guðlaug er með BA-gráðu í stjórn­mála­fræði og hef­ur verið að bæta við sig auka­gráðu í íþrótta­fræði en hún er í pásu frá nám­inu vegna úr­töku­mót­anna þessa stund­ina. Í þríþraut er keppt í sundi, hjól­reiðum og hlaupi til­tekna vega­lengd án hlés. Ólymp­ísk þríþraut er aðal grein Guðlaug­ar og sam­an­stend­ur af 1.500 metra sundi, 40 kíló­metra hjól­reiðum og 10 kíló­metra hlaupi.

Það er nóg um að vera hjá Guðlaugu þessa dagana …
Það er nóg um að vera hjá Guðlaugu þessa dag­ana sem er með all­an fókus á und­ir­bún­ingi fyr­ir úr­töku­mót­in.

Íþrótta­bak­grunn­ur Guðlaug­ar er úr sundi, en hún æfði sund frá 12 ára aldri og þar til hún varð 18 ára. Þá hætti hún og seg­ist ekk­ert hafa æft að viti næstu þrjú árin. „Ég byrjaði síðan óvænt í þríþraut 22 ára þegar ég fékk sím­tal frá manni í ný­stofnuðu Þríþraut­ar­sam­bandi Íslands. Hann vissi hver ég var og að ég væri með bak­grunn í sundi og góð að hlaupa líka. Hann bauð mér að koma og prufa, og sjá hvort þetta væri eitt­hvað sem myndi henta mér. Ég var mjög óviss fyrst vegna þess að ég þekkti íþrótt­ina lítið sem ekk­ert en lét samt slag standa og sé alls ekki eft­ir því í dag,“ seg­ir Guðlaug. 

Guðlaug æfði sund í sex ár, eða frá því hún …
Guðlaug æfði sund í sex ár, eða frá því hún var 12 ára til 18 ára ald­urs.

Hve marg­ar klukku­stund­ir æfir þú á viku?

„Ég æfi frek­ar mikið, um 25 klukku­tíma á viku. Mánu­dag­ar og föstu­dag­ar eru „acti­ve reco­very“ dag­ar hjá mér en hina dag­ana æfi ég all­ar þrjár íþrótt­irn­ar auk þess að gera styrktaræf­ing­ar. Sum­ir daga eru meira „in­tensity focu­sed“ sem þýðir að ég geri erfiðar æf­ing­ar, en aðrir meira „volume focu­sed“ sem þýðir að ég æfi lengri æf­ing­ar á lægra álagi. Ég er að koma úr meiðslum núna og hef þess vegna sett mikla áherslu á styrk og end­ur­hæf­ingu und­an­farið.“

Guðlaug æfir um 25 klukkustundir á viku.
Guðlaug æfir um 25 klukku­stund­ir á viku.

Er eitt­hvað sem þér finnst skemmti­legra að æfa en annað?

„Hlaupið hef­ur alltaf verið í upp­á­haldi hjá mér, mér líður vel þegar ég hleyp og finnst gam­an að vera úti. Upp­á­halds­grein­in mín að keppa í í þríþraut er Ólymp­ísk þríþraut en það er grein­in sem keppt er í á Ólymp­íu­leik­un­um og er mín aðal grein.“

Hlaupið er í sérstöku uppáhaldi hjá Guðlaugu.
Hlaupið er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Guðlaugu.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Ég vakna um klukk­an 7:30 og byrja strax að gera mig klára fyr­ir dag­inn. Flesta daga er ég með full­an dag og æfi þris­var sinn­um á dag og ég þarf þess vegna að vera mjög skipu­lögð. Ég borða oft­ast mjög kol­vetnarík­an morg­un­mat til þess að passa ég hafi næga orku inn í dag­inn. Oft er það ristað brauð með smjöri, hnetu­smjöri og ban­ana, og auðvitað kaffi líka. Ég gerði síðan „rehab“ æf­ing­ar, hreyfiteygj­ur og önd­un­aræf­ing­ar áður en ég fer á fyrstu æf­ingu dags­ins.“

Guðlaug þarf að vera mjög skipulögð enda eru dagarnir hjá …
Guðlaug þarf að vera mjög skipu­lögð enda eru dag­arn­ir hjá henni með þétta dag­skrá frá morgni til kvölds.

Hvernig er hefðbund­inn dag­ur í þínu lífi?

„Ég vakna klukk­an 7:30 og und­ir­bý dag­inn, ég er oft­ast að byrja fyrstu æf­ingu dags­ins á milli klukk­an 9 og 9:30 og það er oft­ast hlaupaæf­ing sem tek­ur um klukku­stund. Ég gríp mér eitt­hvað að borða og fer beint eft­ir hlaupaæf­ingu á sundæf­ingu. Sundæf­ing hjá mér tek­ur oft­ast um eina og hálfa klukku­stund.

Síðan fer ég heim og fæ mér há­deg­is­mat, og reyni að leggja mig eða slaka á. Seinni part­inn tek­ur við hjólaæf­ing sem er um tvær klukku­stund­ir. Ég eyði hálf­tíma í teygj­um eft­ir hana og borða síðan kvöld­mat með fjöl­skyld­unni minni. Á kvöld­in reyni ég að slaka á eða hringja í vin­konu mína til að spjalla og fer svo að sofa upp úr klukk­an 22:00.“

Guðlaug byrjar oftast á hlaupaæfingu og fer síðan á sundæfingu. …
Guðlaug byrj­ar oft­ast á hlaupaæf­ingu og fer síðan á sundæf­ingu. Eft­ir há­degi tek­ur hún svo hjólaæf­ingu og góðar teygj­ur.

En keppn­is­dag­ur?

„Ég hef prufað allskon­ar þegar kem­ur að keppn­is­dög­um. Það virðist hjálpa mér mest að vera jarðtengd og ró­leg á keppn­is­dag, þar sem ég á það til að vera með mikla orku og get vel prjónað yfir mig af spennu fyr­ir keppni.

Ég keppti ný­verið og var með nokk­ur mark­mið sem ég skrifaði niður þegar kem­ur að keppn­is­degi. Ég hélt mér frá sam­fé­lags­miðlum sem var frek­ar auðvelt fyr­ir mig í þetta skiptið þar sem sím­inn minn bilaði og ég fékk ekki nýj­an áður en ég flaug út í keppn­ina. Ég hugsa mjög mikið og var búin að hugsa öll mögu­leg „scena­ríó“ í keppn­inni mörg­um vik­um fyr­ir og það er því mik­il­vægt fyr­ir mig að vera ekki að hugsa of mikið um keppn­ina á keppn­is­dag, all­ur und­ir­bún­ing­ur er bú­inn og það hef­ur oft hjálpað mér að dreifa hug­an­um með því að horfa á eitt­hvað fyndið og slaka á. Síðan önd­un­aræf­ing­ar, þær bjarga þegar stressið tek­ur yfir.“

Guðlaug segir öndunaræfingar bjarga sér þegar stressið tekur yfir á …
Guðlaug seg­ir önd­un­aræf­ing­ar bjarga sér þegar stressið tek­ur yfir á keppn­is­degi.

Hver held­ur þú að sé lyk­ill­inn að því að þú haf­ir kom­ist á þann stað sem þú ert á í dag?

„Ég elska það sem ég geri, ég elska íþrótt­ina mína og nýt þess virki­lega að hreyfa mig. Það hef­ur aldrei verið erfitt fyr­ir mig að koma mér út á æf­ing­ar eða að setja inn vinn­una. Ég gefst líka aldrei upp og er bara mjög þrjósk í að finna leiðir og trúa á sjálfa mig, þó ég eigi auðvitað tíma­bil þar sem ég missi trúnna að þá var­ir það aldrei að ei­lífu.

Síðan hef ég mjög gott fólk í kring­um mig. Ég var meidd í fyrra og það var mjög erfitt þar sem ég var ein í lækn­is­meðferðum er­lend­is. Vin­kon­ur mín­ar hringdu í mig á hverj­um degi í þrjá mánuði til þess að passa að mér liði ekki eins og ég væri ein. Ég er mjög þakk­lát fyr­ir þær.“

Guðlaug er afar þakklát fyrir fólkið sitt sem veitir henni …
Guðlaug er afar þakk­lát fyr­ir fólkið sitt sem veit­ir henni mik­inn stuðning.

Hve miklu máli skipt­ir hug­ar­far að þínu mati?

„Það skipt­ir auðvitað miklu máli, en hug­ar­far er svo fjöl­breytt. Ég held ég hafi oft verið að reyna að þvinga sjálfa mig í eitt­hvað hug­ar­far sem hent­ar mér ekki, eins og til dæm­is að reyna að vera rosa­lega „aggressi­ve“ eða ákveðin. En ég hef kannski aðeins kom­ist að því að það er hug­ar­far sem hent­ar mín­um per­sónu­leika ekki, fyr­ir mig virðist mér ganga best og mér líða best þegar ég er glöð og hef gam­an af því sem ég geri. Aðeins meira „car­efree“ og treysta á mitt „gut-inst­inct“.

Þannig hug­ar­farið sem hent­ar mér hef­ur kannski meiri mýkt held­ur en hjá öðrum í af­reksíþrótt­um. Ég held ég hafi lengi verið hrædd við að vera ég sjálf og finn­ast það sem hentaði mér ekki nógu gott, en ég hef lært núna að það er heil­brigt að nýta það sem hent­ar manni sjálf­um. Það eru marg­ar leiðir að sam­an mark­miði.“

Guðlaug hefur komist að því hvernig hugarfar hentar henni best.
Guðlaug hef­ur kom­ist að því hvernig hug­ar­far hent­ar henni best.

Hvernig díl­ar þú við stress og mót­læti tengt æf­ing­um og keppn­um?

„Ég hef oft átt erfitt með stress og það er eitt­hvað sem ég hef verið að vinna mjög mikið í eft­ir að ég meidd­ist í fyrra. Það sem hef­ur hjálpað mér er að vinna með tauga­kerfið mitt. Ég eyði ör­ugg­lega um klukku­tíma á dag bara í tauga­kerf­is­vinnu. Ég var mjög fljót að fara í „fig­ht or flig­ht mode“ sér­stak­lega ef ég var und­ir miklu æf­inga- og keppnisálagi og fannst erfitt að díla við það.

Það hef­ur hjálpað mér und­an­farna mánuði að eyða minni tíma á sam­fé­lags­miðlum og meiri tíma með fólki í „raun­veru­legu“ lífi, það er auðvelt að fest­ast á miðlum í sam­an­b­urði og það keyr­ir mann upp og stress­ar. Ég átti mjög erfitt í gegn­um meiðslin mín í fyrra en mér finnst ég hafa lært svo mikið af þeim að ég er þakk­lát í dag fyr­ir það ferli. Það er líka eitt­hvað til að hugsa um að ef maður er að verða end­ur­tekið meidd­ur að það teng­ist ein­hverju dýpra, fyr­ir mig per­sónu­lega teng­ist það stressi í mínu lífi sem var að brjót­ast svona út. Ég hef verið að reyna að sýna sjálfri mér meira mildi og ást, og von­andi gera bet­ur á næstu mánuðum.“

Guðlaug eyðir miklum tíma í að vinna með taugakerfið og …
Guðlaug eyðir mikl­um tíma í að vinna með tauga­kerfið og seg­ir það hafa hjálpað mikið.

Hvað er mest krefj­andi við íþrótt­ina? En mest gef­andi?

„Það sem er mest krefj­andi er æf­inga­álagið, það er mjög erfitt að æfa svona mikið. Það er líka erfitt að fjár­magna sig. En fyr­ir mig er ferlið mitt í gegn­um íþrótt­ina mína líka per­sónu­legt þroska­ferli og það er mjög gef­andi að sjá sjálf­an sig læra meira um sig og þrosk­ast í gegn­um allt það mót­læti sem maður fær í íþrótt­um. Mér finnst líka ynd­is­legt að deila íþrótt­inni með öðru fólki.“

Æfingarálagið getur verið mjög krefjandi að sögn Guðlaugar.
Æfingarálagið get­ur verið mjög krefj­andi að sögn Guðlaug­ar.

Hvaða venj­ur legg­ur þú áherslu á og hvað finnst þér vera ómiss­andi?

„Fyr­ir mig núna hef­ur það hjálpað mér lang­mest vinna í tauga­kerf­inu mínu. Það er ekki eðli­legt að vera alltaf kvíðinn, stressaður, þung­lynd­ur, hrædd­ur eða upp­lifa aðrar nei­kvæðar til­finn­ing­ar útaf íþrótt­inni sinni. Það má al­veg segja að ég hafi farið á svo­lítið „spi­ritual jour­ney“ síðasta hálfa árið en það hef­ur hjálpað mér gríðarlega og er ástæðan fyr­ir því að ég er að koma til baka eft­ir mjög erfið meiðsli í fyrra þar sem það var mjög tví­sýnt með fer­il­inn minn.“

Guðlaug leggur mesta áherslu á að vinna með taugakerfið og …
Guðlaug legg­ur mesta áherslu á að vinna með tauga­kerfið og seg­ir það hafa spilað stórt hlut­verk í end­ur­komu henn­ar eft­ir erfið meiðsl.

Ertu með ein­hver góð ráð fyr­ir fólk sem vill ná langt í íþrótt­inni?

„Núm­er eitt, tvö og þrjú er að bera sig ekki sam­an við aðra held­ur ein­beita sér að sínu eig­in ferli. Síðan auðvitað að njóta og ein­blína á gleði og ham­ingju meðfram íþrótt­inni.“

Guðlaug leggur áherslu á gleði og hamingju meðfram íþróttinni.
Guðlaug legg­ur áherslu á gleði og ham­ingju meðfram íþrótt­inni.

Hvað er framund­an hjá þér?

„Ég er að byrja aft­ur að keppa eft­ir meiðslin, ég keppti 23. mars í Namib­íu sem var mín fyrsta keppni í ár i í úr­tök­unni fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana í sum­ar. Ég verð síðan að keppa næstu tvo mánuði fram að val­inu inn á Ólymp­íu­leik­ana.“

Það er margt spennandi framundan hjá Guðlaugu sem stefnir á …
Það er margt spenn­andi framund­an hjá Guðlaugu sem stefn­ir á Ólymp­íu­leik­ana í sum­ar!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda