Lykilatriði að fara út fyrir þægindaramann og gefast ekki upp

Tinna Sif Teitsdóttir byrjaði að æfa fimleika þegar hún var …
Tinna Sif Teitsdóttir byrjaði að æfa fimleika þegar hún var sex ára gömul. Samsett mynd

Tinna Sif Teits­dótt­ir byrjaði að æfa áhaldafim­leika þegar hún var sex ára göm­ul í Gerplu. Á ferli sín­um vann hún til fjölda Íslands- og bikar­meist­ara­titla, en þegar hún var 17 ára göm­ul ákvað hún að leggja fim­leika­ól­arn­ar á hill­una. Í kjöl­farið upp­lifði hún sig týnda þar sem fim­leik­arn­ir höfðu átt hug henn­ar all­an um langt skeið. 

Hún fann svo fim­leika­á­stríðuna aft­ur í hóp­fim­leik­um eft­ir að hafa ákveðið að kíkja á æf­ingu með vin­konu sinni og er í dag landsliðskona í hóp­fim­leik­um og var lyk­ilmann­eskja í liðinu þegar þær unnu Evr­ópu­meist­ara­titil árið 2021. Sam­hliða fim­leik­un­um stund­ar Tinna nám í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. 

Tinna fann ástríðuna fyrir fimleikum aftur þegar hún mætti á …
Tinna fann ástríðuna fyr­ir fim­leik­um aft­ur þegar hún mætti á hóp­fim­leikaæf­ingu árið 2020.

Hvenær byrjaðir þú að æfa fim­leika og varstu strax heilluð af íþrótt­inni?

Fim­leik­ar var ekki fyrsta íþrótt­in sem ég fór í held­ur æfði ég fót­bolta í dá­lít­inn tíma, æfði dans, keppti á nokkr­um frjálsíþrótta­mót­um en fim­leik­arn­ir varð íþrótt­in sem heillaði mig mest.“

Fimleikarnir voru sú íþrótt sem heillaði Tinnu mest.
Fim­leik­arn­ir voru sú íþrótt sem heillaði Tinnu mest.

Hvenær skipt­ir þú yfir í hóp­fim­leika og var það erfið ákvörðun?

Í kring­um 17 ára ald­ur­inn hætti ég í áhaldafim­leik­um þar sem áhug­inn fór minnk­andi og langaði mig að gera eitt­hvað annað. Ég var mjög týnd og vissi ekki hvað ég átti að gera við tím­ann minn eft­ir að ég hætti þar sem fim­leik­ar voru núm­er eitt hjá mér í mörg ár.

Vin­kona mín dró mig svo með á hóp­fim­leikaæf­ingu 2020. Ég var smeyk við það fyrst og var ekki viss hvort það væri það sem mig langaði að gera. Það er allt önn­ur tækni og regl­ur í hóp­fim­leik­um miðað við áhaldafim­leik­ana svo þetta var ekki auðveld breyt­ing. Eft­ir nokkra mánuði í hóp­fim­leik­um fannst mér þetta vera skemmti­legra en áhaldafim­leik­arn­ir. Ég komst í landsliðið í hóp­fim­leik­um og keppti á mínu fyrsta Evr­ópu­móti í hóp­fim­leik­um 2021 þar sem við urðum Evr­ópu­meist­ar­ar.“

Tinna varð Evrópumeistari í hópfimleikum með liði sínu árið 2021.
Tinna varð Evr­ópu­meist­ari í hóp­fim­leik­um með liði sínu árið 2021.

Hvar æfir þú í dag og hve marg­ar klukku­stund­ir á viku?

„Ég skipti yfir í Stjörn­una árið 2022 og æfi þar fjór­um sinn­um í viku í þrjár klukku­stund­ir í senn með auka styrktaræf­ing­um tvisvar í viku sem eru ein til ein og hálf klukku­stund.“

Tinna æfir 14 til 15 klukkustundir á viku.
Tinna æfir 14 til 15 klukku­stund­ir á viku.

Hvernig er hefðbund­inn dag­ur í þínu lífi?

„Týpísk­ur dag­ur hjá mér er að ég vakna í kring­um 7:00 og fer í rækt­ina þar sem ég geri bland af styrktaræf­ing­um eða hlaupi, fæ mér síðan morg­un­mat í kring­um 8:30 sem inni­held­ur gott magn af próteini, oft­ast omm­eletta eða prótein­boost.

Ég fer í skól­ann frá klukk­an 10:00 til 15:00 og eft­ir skóla kem ég heim og hvíli mig aðeins áður en ég græja mig fyr­ir æf­ingu. Ég fæ mér alltaf hafra­graut fyr­ir æf­ingu sem hefst síðan klukk­an 19:00 og er til klukk­an 22:00. Eft­ir æf­ingu kem ég heim og fæ mér eitt­hvað létt að borða, oft­ast ein­hvern af­gang af kvöld­mat, fer síðan í sturtu og reyni að fara sofa sem fyrst þar sem æf­ing­ar klár­ast seint að kvöldi til.“

Tinna byrjar daginn alltaf á góðum morgunmat sem inniheldur nóg …
Tinna byrj­ar dag­inn alltaf á góðum morg­un­mat sem inni­held­ur nóg af prótein­um.

Hvernig mynd­ir þú lýsa fata­stíln­um þínum?

„Ég á mér eng­an ákveðin fata­stíl held­ur hendi ég mér bara í eitt­hvað sem er þægi­legt en finnst mjög gam­an að dressa mig upp þegar það er hlýtt úti og er oft­ast með skart­gripi líka.“

Tinnu þykir skemmtilegt að dressa sig upp þegar það er …
Tinnu þykir skemmti­legt að dressa sig upp þegar það er hlýtt úti.

Hvernig mál­ar þú þig dags­dag­lega?

„Mér finnst mjög gam­an að mála mig og nota oft­ast hylj­ara og sólar­púður með smá kinna­lit dags­dag­lega. Upp­á­haldsnyrti­vör­urn­ar mín­ar eru Give me sun-sólar­púðrið frá MAC og hylj­ari frá Too Faced.“

Give me sun-sólarpúðrið frá MAC er í sérstöku uppáhaldi hjá …
Give me sun-sólar­púðrið frá MAC er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Tinnu.

En fyr­ir keppni?

„Á keppn­is­degi þarf liðið að vera með svipaða förðun svo við mál­um okk­ur aðeins meira en hvers­dags­lega, setj­um á okk­ur svart­an eyel­iner og svo glimmer eyel­iner yfir það sem ger­ir okk­ur extra sæt­ar og glitrandi á mót­inu.“

Á keppnisdegi þarf liðið að hafa svipaða förðun sem inniheldur …
Á keppn­is­degi þarf liðið að hafa svipaða förðun sem inni­held­ur svart­an eyel­iner og glimmer eyel­iner.

Hver held­ur þú að sé lyk­ill­inn að því að þú haf­ir kom­ist á þann stað sem þú ert á í dag?

„Lyk­ill­inn að því að ég er kom­inn á staðinn sem ég er á í dag er að fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og gef­ast ekki upp. Það er alltaf óþægi­legt að fara út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann en það skil­ar meiri fram­förum en að vera alltaf fast­ur á sama stað. Að hafa mikla trú á sjálf­um mér, frá þjálf­ur­um og liðsfé­lög­um hef­ur einnig hjálpað mér að kom­ast á staðinn sem ég er á í dag.“

Tinna segir mikilvægt að þora að fara út fyrir þægindaramann …
Tinna seg­ir mik­il­vægt að þora að fara út fyr­ir þæg­ind­ara­mann þótt það sé óþægi­legt.

Hvert er þitt stærsta af­rek?

„Ég myndi segja að stærsta af­rekið mitt í fim­leik­um hafi verið að vinna Evr­ópu­mót­stitil­inn 2021 með liðinu og vera val­in Íþrótta­kona Kópa­vogs 2021. Ég var ný­byrjuð í hóp­fim­leik­um og þessi af­rek voru mjög súr­realísk og ein­stök og létu mig vilja stefna ennþá lengra í hóp­fim­leik­un­um.

Árið 2021 var Tinna valin Íþróttakona Kópavogs.
Árið 2021 var Tinna val­in Íþrótta­kona Kópa­vogs.

Hvernig díl­ar þú við stress og mót­læti tengt æf­ing­um og keppn­um?

„Stress og kvíði er mjög al­gengt hjá íþrótta­fólki og upp­lifi ég sjálf mik­inn kvíða sem fór að draga úr frammistöðunni minni í keppni. Ég ákvað að leita til íþrótta­sál­fræðings til að vinna með hug­leiðslu og af­slapp­andi aðferðir eins og djúpönd­un­ar æf­ing­ar, til að hjálpa mér að stjórna kvíðanum.

Ég nota einnig skyn­myndaþjálf­un kvöldið fyr­ir mót og á móts­degi og hef notað þetta hjálp­ar­tæki lengi í fim­leik­um. Það er mik­il­vægt að hafa haus­inn vel fókusaðan á móts­degi og hjálpa skyn­myndaþjálf­un vel þar sem ég sé fyr­ir mér stökk­in mín og hvernig ég fram­kvæmi þau í saln­um sem ég mun keppa í svo ég stíg ör­ugg inn á keppn­is­gólfið. Hugafarið er mjög mik­il­vægt á keppn­is­degi og tala ég oft við sjálfa mig á já­kvæðan hátt áður en ég stíg inn í keppn­is­höll­ina, hug­hreysti mig og segi við sjálfa mig að ég sé með þetta.“

Tinna notar mikið hugleiðslu og öndunaræfingar til að ná stjórn …
Tinna not­ar mikið hug­leiðslu og önd­un­aræf­ing­ar til að ná stjórn á kvíðanum.

Hver er upp­á­hald­sæfing­in þín? 

„Mitt upp­á­halds­stökk er þre­falt helj­ar­stökk með hálf­um á trampólíni.“

Hvað finnst þér mest krefj­andi við íþrótt­ina? En mest gef­andi?

Það sem er mest krefj­andi við íþrótt­ina eru lík­leg­ast meiðslin. Þau geta látið mann fara í frek­ar nei­kvætt hug­ar­far og dregið mann langt til baka frá átt­inni sem maður ætlaði að stefna í. Ég sleit liðband í ökkl­an­um sex vik­um fyr­ir Evr­ópu­mótið í Lúx­em­borg árið 2022 og átti ekki að geta keppt. Ég var kom­in langt inn í ferlið og það var lítið eft­ir svo þetta var frek­ar erfitt fyr­ir and­legu hliðina. Ég hætti samt sem áður aldrei að trúa því að ég myndi geta það og var ákveðin í því að keppa.

Sjúkraþjálf­ar­inn minn og fjöl­skyld­an studdu mikið við bakið á mér og hjálpuðu mér að hugsa já­kvætt allt ferlið. Ég náði þokka­lega fljót­um bata og keppti loks á mót­inu þrátt fyr­ir að liðbandið hafi ekki náð að gróa al­veg sam­an.

Það sem er mest gef­andi við fim­leik­ana er að ná loks mark­miðum sem maður hef­ur sett sér og öll vinn­an sem maður hef­ur lagt í það, það er í raun eng­in betri til­finn­ing en það að af­reka stór mark­mið í íþrótt­inni og jafn­vel að af­reka eitt­hvað sem maður var ekk­ert að bú­ast við. Það sem er einnig gef­andi við fim­leik­ana er að maður mynd­ar ótrú­lega sterk tengsl við stelp­urn­ar í liðinu og eru þetta nán­ustu vin­kon­ur mín­ar í dag.“

Tinna hefur þurft að glíma við meiðsli tengd íþróttinni sem …
Tinna hef­ur þurft að glíma við meiðsli tengd íþrótt­inni sem hún seg­ir hafa verið afar krefj­andi.

Hvaða mót eru framund­an og hvernig ertu að und­ir­búa þig und­ir þau?

„Næsta mót er ís­lands­mót sem er 25 maí. Þar sem það er langt í það mót er ég að bæta við erfiðleika í stökk­un­um mín­um og fín­pússa þau öll fyr­ir mót­in. Eft­ir ís­lands­mótið mun ég stefna á Evr­ópu­mót í októ­ber sem verður haldið í Azer­baij­an.“ 

Ertu með ein­hver góð ráð fyr­ir ungt íþrótta­fólk?

„Ég myndi hvetja annað íþrótta­fólk að leita sér til hjálp­ar hjá sál­fræðingi, íþrótta­sál­fræðingi, nær­ing­arþjálf­ara eða ein­hverj­um sér­fræðing­um ef þau eru að díla við ein­hverja erfiðleika hvort sem það er mataræðið, haus­inn eða lík­am­inn.

Ég sjálf reyndi að díla við margt á minn eig­in veg og fannst ég ekki þurfa aðstoð við neitt en ég komst ekki mikið áfram þannig. Ég er mjög þakk­lát í dag að ég hafi tekið skrefið að leit­ast til fólks sem kann að hjálpa manni að vinna úr allskon­ar hindr­un­um. Það er mik­il­vægt að næra sig vel, ná góðum svefni og hvíld þar sem það sem maður ger­ir fyr­ir utan íþrótt­ina hef­ur mik­il áhrif á vel­gengn­ina í henni inn á æf­ing­um og í keppni.“

Tinna hvetur íþróttafólk eindregið til að leita sér hjálpar, hvort …
Tinna hvet­ur íþrótta­fólk ein­dregið til að leita sér hjálp­ar, hvort sem það er hjá sál­fræðingi, íþrótta­sál­fræðingi, nær­ing­arþjálf­ara eða viðeig­andi fag­fólki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda