Eru Íslendingar hættir að nota smokk?

Það margborgar sig að setja öryggið á oddinn.
Það margborgar sig að setja öryggið á oddinn. Ljósmynd/Deon Black

Ástráður, kynfræðslufélag læknanema, hefur hafið mikilvæga samfélagsmiðlaherferð, titluð Trúnó með Ástráði, gegn kynsjúkdómum, en gríðarleg aukning hefur orðið á lekandasmitum milli ára. Læknanemar vilja því opna augu almennings fyrir mikilvægi þess að nota verjur.

Milli áranna 2022 og 2023 varð 70% aukning á lekandasmitum, en 270 greindust í fyrra og 160 árið þar á undan. Þetta er mesti fjöldi sem hefur greinst hér á landi í yfir 30 ár.

„Þessi aukning er mikið áhyggjuefni og Ástráður, kynfræðslufélag læknanema, vildi því grípa til aðgerða í þessum málum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá félaginu. 

Unnið í samstarfi við sóttvarnarsvið Embættis landlæknis

Helsta markmið herferðarinnar, sem unnin er í samstarfi við sóttvarnarsvið Embættis landlæknis, er að vekja athygli á aukningu lekandasmita í samfélaginu og að ná tökum á útbreiðslu þeirra.

Ástráður birti í dag þrjú kennslumyndbönd á samfélagsmiðlasíðum sínum sem fjalla um lekanda, kynsjúkdómapróf og klamydíu, en það er algengasti bakteríusjúkdómurinn á Íslandi. 

„Myndböndin eru nýstárleg leið til fræðslu og ættu að ná til fjölbreyttra hópa í samfélaginu. Þau eru stutt og hnitmiðuð en innihalda allar helstu upplýsingar um viðfangsefnin.“

„Smokkur spilar stórt hlutverk“

Smokkurinn spilar stórt hlutverk í herferðinni sem helsta vörnin gegn kynsjúkdómum. „Í ljósi dræmrar notkunar smokksins meðal Íslendinga var ástæða til að vekja athygli fólks á mikilvægi hans í baráttunni við kynsjúkdóma.“

Síðastliðin 25 ár hefur Ástráður sinnt kynfræðslu í framhaldsskólum, grunnskólum og félagsmiðstöðvum um allt land og hefur góða reynslu af því að miðla áfram upplýsingum sem þessum.

View this post on Instagram

A post shared by Ástráður (@kynfraedsla)

View this post on Instagram

A post shared by Ástráður (@kynfraedsla)

View this post on Instagram

A post shared by Ástráður (@kynfraedsla)




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál