„Tárin hættu bara ekki að streyma“

Birna María Másdóttir varð óvænt heilluð af hlaupum í kórónuveirufaraldrinum.
Birna María Másdóttir varð óvænt heilluð af hlaupum í kórónuveirufaraldrinum. Samsett mynd

Hreyf­ing hef­ur alltaf verið stór part­ur af lífi Birnu Maríu Más­dótt­ur, en þegar lík­ams­rækt­ar­stöðvarn­ar lokuðu í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um ákvað hún að reima á sig gamla hlaupa­skó og fara út að hlaupa. Til að byrja með hafði Birna litl­ar vænt­ing­ar en með tím­an­um fóru hlaup­in að heilla hana. Í dag hef­ur hún hlaupið 42 kíló­metra í  Reykja­vík­ur­m­araþon­inu, 26 kíló­metra ut­an­vega­hlaup í Hengli Ultra og 55 kíló­metra ut­an­vega­hlaup í Lauga­vegs­hlaup­inu auk annarra styttri hlaupa. 

Birna er 26 ára göm­ul og starfar sem viðskipta­stjóri hjá Brand­en­burg aug­lýs­inga­stofu. Ein­hverj­ir kann­ast ef­laust við hana úr GYM-þátt­un­um sem sýnd­ir voru á Stöð 2, en þar fylgd­ist hún með og tók þátt í æf­ing­um hjá hinu ýmsa íþrótta­fólki. 

Að und­an­förnu hef­ur Birna verið dug­leg að sýna frá hlaup­um og hlaupaþjálf­un á TikT­ok-reikn­ingi sín­um við góðar und­ir­tekt­ir, en hún æfir sjö til átta sinn­um í viku og er gríðarlega spennt fyr­ir hlaupa­sumr­inu framund­an.

Birna hefur verið dugleg að gefa fylgjendum sínum innsýn í …
Birna hef­ur verið dug­leg að gefa fylgj­end­um sín­um inn­sýn í hlaupa­lífið á TikT­ok.

Hver er bak­grunn­ur þinn í íþrótt­um?

„Íþrótt­ir hafa fylgt mér frá því ég var lít­il. Ég prófaði ým­is­legt á æsku­ár­um eins og ball­ett, fim­leika og jazzball­ett og fann að þar var ég ekki al­veg í ess­inu mínu. Ég byrjaði svo í fót­bolta í Val þegar ég var í kring­um ell­efu ára og æfði þar í um tíu ár.

Í mennta­skóla lagði ég skónna á hill­una og byrjaði að æfa Vík­ingaþrek í Mjölni. Ég fann fljótt að þarna var eitt­hvað fyr­ir mig og fór á fullt að æfa og seinna að þjálfa. Út frá því kynnt­ist ég Cross­Fit og tók klass­ískt Cross­Fit tíma­bil, bæði und­ir hand­leiðslu Unn­ars Helga­son­ar í Mjölni og seinna í World­Fit í WorldClass.“

Birna hefur alla tíð verið dugleg að hreyfa sig, en …
Birna hef­ur alla tíð verið dug­leg að hreyfa sig, en hún æfði meðal ann­ars fót­bolta í tíu ár.

Hvenær og af hverju byrjaðir þú að hlaupa? Varstu strax heilluð af hlaup­un­um?

„Eft­ir að hafa verið í íþrótt eins og fót­bolta þar sem maður hleyp­ur og hleyp­ur og púl­ar á vell­in­um án þess að spá mikið í „pace-i“ og kíló­metra­fjölda þá fannst mér alltaf til­hugs­un­in um að fara út að hlaupa frek­ar óspenn­andi. Það var ekki fyrr en lík­ams­rækt­ar­stöðvarn­ar lokuðu í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um að ég reimaði á mig gamla hlaupa­skó og fór út að skokka. Mér fannst það ekk­ert sér­stak­lega skemmti­legt fyrst man ég, en því oft­ar sem ég fór því þægi­legra varð þetta og til­hugs­un­in ekki eins drama­tísk.“

Til að byrja með fannst Birnu ekkert sérstaklega skemmtilegt að …
Til að byrja með fannst Birnu ekk­ert sér­stak­lega skemmti­legt að fara út að hlaupa.

„Sum­arið 2022 tók ég þátt í nokkr­um hlaup­um og þar á meðal 26 km í Hengil Ultra, sem var fyrsta ut­an­vega­hlaupið mitt. Ég man að mér fannst það hrika­lega erfitt en var samt í skýj­un­um all­an tím­ann því mér fannst þetta tryllt stemn­ing. Sama sum­ar heyrði hlaupa­drottn­ing­in Silja Úlfars í mér og spurði hvort ég gæti tekið að mér að vera þulur við marklín­una í Lauga­vegs­hlaup­inu og ég stökk á það. Í staðinn bauðst mér að taka þátt árið eft­ir og stóðst ekki freist­ing­una við þeirri áskor­un, skráði mig í Lauga­veg­inn 2023 enda illa gíruð eft­ir að hafa tekið á móti mörg hundruð hlaup­ur­um koma í mark.

Þá tók við að finna sér pró­gram og ég komst að hjá Tobba og Evu í Fjalla­hlaupaþjálf­un og byrjaði þá að æfa hlaup al­menni­lega í janú­ar 2023.“

Birna í Hengli Ultra sem er 26 kílómetra utanvegahlaup.
Birna í Hengli Ultra sem er 26 kíló­metra ut­an­vega­hlaup.

Hvernig hlaup eru í upp­á­haldi?

„Ég er alltaf að læra meira og meira inná þetta, enda ekki lang­ur hlaupa­fer­ill að baki. Ég er mest að fókusa á ut­an­vega­hlaup og er í þjálf­un hjá Fjalla­hlaupaþjálf­un. Eins og er þá er ég nokkuð opin fyr­ir vega­lengd­um en lengsta hlaupið mitt hingað til er Lauga­vegs­hlaupið, sem er 55 kíló­metr­ar. Aldrei að vita nema maður prófi að fara lengra en það einn dag­inn.

Hef reynd­ar mjög gam­an að því að hlaupa á götu líka og stefni á að skrá mig í fleiri götu­hlaup á þessu ári. Ég tók ein­mitt þátt í fyrsta 5 km hlaup­inu mínu á dög­un­um sem gekk bara mjög vel og náði mín­um besta tíma í 5 km, 19:40.“

Lengsta hlaup Birnu er Laugavegshlaupið sem telur heila 55 kílómetra.
Lengsta hlaup Birnu er Lauga­vegs­hlaupið sem tel­ur heila 55 kíló­metra.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Ég er al­mennt frek­ar kaó­tísk þegar kem­ur að morg­un­rútínu og ætla mér stund­um of stóra hluti. En rútín­an fyr­ir lang­ar æf­ing­ar eða keppn­is­hlaup hef­ur smátt og smátt verið að þró­ast. Ég vakna helst tveim­ur tím­um fyr­ir æf­ingu og það fyrsta sem ég geri er að fá mér morg­un­mat. Ég held því frek­ar ein­földu og fæ mér bara ristað brauð með osti eða jafn­vel með Nu­tella á tylli­dög­um.

Svo bara dúndra ég í mig ein­um kaffi­bolla og vatni með salti og steinefn­um. Ég er vana­lega búin að taka sam­an sirka í hverju ég ætla að vera dag­inn áður þannig ég vippa mér í það. Þar sem ég bý í Hlíðunum og æf­ing­arn­ar eru oft­ast aðeins í burtu þá „blasta“ ég ein­hverju al­gjöru pepp-lagi á leiðinni þangað og mæti vel „upp­tjúnuð“.“

Hvernig er hefðbund­inn dag­ur í þínu lífi?

„Hefðbund­inn dag­ur hjá mér er að vakna og koma mér í vinn­una, vinn til fimm og tek þá æf­ingu, helst úti, fæ mér gott að borða og dembi mér svo oft­ast í sund.“

Hvernig er hefðbund­in æf­inga­vika hjá þér?

„Ég er á pró­grammi hjá Fjalla­hlaupaþjálf­un og æfi sjö til átta sinn­um í viku. Tvær af þeim æf­ing­um eru styrktaræf­ing­ar og rest hlaupaæf­ing­ar sem eru blanda af ró­leg­um æf­ing­um, gæðaæf­ing­um og lengri æf­ing­um. Á laug­ar­dags­morgn­um eru sam­eig­in­leg­ar æf­ing­ar með hópn­um sem eru lengri, þær eru lang­skemmti­leg­ast­ar.“

Birnu þykir lengri hlaupaæfingar með hópnum skemmtilegastar.
Birnu þykir lengri hlaupaæf­ing­ar með hópn­um skemmti­leg­ast­ar.

Upp­á­halds­hlaupa­m­inn­ing?

„Ein af mín­um upp­á­halds­hlaupa­m­inn­ing­um er lík­lega frá því í fyrra þegar ég hljóp heilt maraþon í fyrsta skipti í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu. Ég ákvað að safna fyr­ir MND-sam­tök­un­um, þau sam­tök standa mér nærri þar sem ég misst ömmu mína, Ástu Sig­ríði, nokkr­um mánuðum áður úr MND-sjúk­dómn­um.“

Á síðasta ári hljóp Birna heilt maraþon í fyrsta sinn.
Á síðasta ári hljóp Birna heilt maraþon í fyrsta sinn.

„And­inn í hlaup­inu var magnaður og það var ótrú­legt að fá enda­laust pepp frá fólki á leiðinni í gegn­um þessa 42 kíló­metra. Hlaupið gekk von­um fram­ar og ég náði mark­miðinu mínu sem var að vera und­ir fjór­um tím­um. Eft­ir að hafa verið skopp­andi í gegn­um höfuðborg­ar­svæðið í fjóra tíma var mjög gott að kom­ast í mark en þar biðu bestu vin­kon­ur mín­ar. Ég var í al­gjöru spennu­falli og ég man bara eft­ir að hafa farið beint til þeirra og fór að há­gráta í fang­inu á einni þeirra. Tár­in hættu bara ekki að streyma.“

Það var tilfinningaþrungin stund þegar Birna kom í mark.
Það var til­finn­ingaþrung­in stund þegar Birna kom í mark.

Hver held­ur þú að sé lyk­ill­inn að ár­angri þínum í hlaup­un­um?

„Þegar ég fór að fylgja pró­grammi og fékk þjálf­ara sem ég gat leitað til þá sá ég strax bæt­ing­ar. Ég var ekk­ert endi­lega búin að ákveða að ætla halda áfram að hlaupa eft­ir síðasta sum­ar eða verða ein­hver svaka „hlaup­ari“.

En eft­ir sum­arið þá ákvað ég að taka þessu föst­um tök­um, sagði þjálf­ur­un­um að ég vildi halda áfram og stuttu seinna var ég skráð í þriggja vikna æf­inga­búðir á Teneri­fe í janú­ar með Fjalla­hlaupaþjálf­un. Mér hefði aldrei grunað að ég myndi fara til Teneri­fe í nein­um öðrum til­gangi en að tana og chilla.

Eft­ir að hafa fylgt pró­grammi og gefið hlaup­un­um meiri tíma og orku þá hef ég séð mikl­ar bæt­ing­ar og fer mjög spennt inn í sum­arið.“

Birna byrjaði að sjá miklar bætingar eftir að hún skráði …
Birna byrjaði að sjá mikl­ar bæt­ing­ar eft­ir að hún skráði sig í þjálf­un.

Hversu miklu máli skipt­ir hug­ar­farið að þínu mati?

„Hug­ar­farið skipt­ir al­veg gríðarlega miklu máli. Fyr­ir mitt leyti þá þarf að stilla haus­inn reglu­lega. Mér finnst til dæm­is mjög gott að minna sjálfa mig af og til á hvert mark­miðið er. En mark­miðið hjá mér í hlaup­um og í allri hreyf­ingu hef­ur alltaf verið að bæta mig og sjá hversu langt ég kemst og get ýtt mér.

Hug­ar­far við keppni og krefj­andi æf­ing­ar er svo annað. Þegar á reyn­ir þá minni ég sjálfa mig á og sann­færi sjálfa mig að þetta eigi að vera erfitt. Þetta á að vera erfitt, það er bara þannig, og þess vegna er maður að þessu.“

Birna segir hugarfar skipta miklu máli, bæði í æfingum og …
Birna seg­ir hug­ar­far skipta miklu máli, bæði í æf­ing­um og keppni.

Hvað finnst þér mest krefj­andi við hlaup­in? En mest gef­andi?

„Það sem er mest krefj­andi við hlaup­in er þol­in­mæðin. Maður verður að vera þol­in­móður, sér­stak­lega þegar maður er að byrja. Það er mik­il­vægt að treysta að all­ar hægu og kannski leiðin­legu æf­ing­arn­ar muni skila sér. Ég er yf­ir­höfuð frek­ar þol­in­móð mann­eskja en ég held ég sé ekki ein um það að langa stund­um bara að fara út að taka á rás frek­ar en að taka 50 mín­útna ró­legt skokk á lágri ákefð. En eins og ég segi þá virk­ar að halda plani og ég þurfti snemma að játa mig sigraða og gjöra svo vel að fylgja því ef ég vildi sjá al­menni­leg­ar bæt­ing­ar.“

Birna segir hlaupin krefjast þolinmæði.
Birna seg­ir hlaup­in krefjast þol­in­mæði.

„Það eru nokk­ur atriði sem mér finnst mest gef­andi við hlaup­in. Til dæm­is er það sá eig­in­leiki að kunna að vera með sjálf­um sér og treysta á sig, enda er eng­inn ann­ar að fara trítla all­an Lauga­veg­inn fyr­ir mann. Maður þarf að læra að treysta á vinn­una sem maður er bú­inn að leggja inn og vera í stöðugu sam­tali við sjálf­an sig. Það þarf líka að bera virðingu fyr­ir tím­an­um sem hef­ur farið í und­ir­bún­ing og muna að njóta þess að upp­skera þegar maður er kom­inn í krefj­andi hlaup eða keppni.

Svo er það auðvitað úti­ver­an og æv­in­týr­in sem fylgja þeim, sér­stak­lega ut­an­vega­hlaup­un­um. Maður fer á alls kon­ar staði til að hlaupa og taka þátt í hlaup­um sem mér finnst ein­stak­lega skemmti­legt.“

Birna segir útiveruna vera mikinn kost við hlaupin.
Birna seg­ir úti­ver­una vera mik­inn kost við hlaup­in.

Ertu með ein­hver góð ráð fyr­ir byrj­end­ur sem lang­ar að byrja að hlaupa?

„Þegar kem­ur að því að byrja að hlaupa þá eru klár­lega nokk­ur atriði sem er gott að heyra og hafa í huga. Get nefnt það sem hef­ur virkað fyr­ir mig í mín­um fyrstu skref­um, bók­staf­lega.

Það sem ég get lofað þeim sem eru að byrja að hlaupa er að þetta verður auðveld­ara, fyr­ir bæði lík­ama og sál. Mér þótti fyrst mjög erfitt að moka mér út að hlaupa og var oft bara að bíða eft­ir að vera kom­in eitt­hvað ákveðið langt til að geta snúið við. Því oft­ar sem ég fór því auðveld­ara varð þetta og því bet­ur aðlagaðist lík­am­inn hlaup­um. Maður verður að vera þol­in­móður og leyfa lík­am­an­um að venj­ast.“

Birna segir að æfingarnar verði auðveldari með hverju hlaupinu.
Birna seg­ir að æf­ing­arn­ar verði auðveld­ari með hverju hlaup­inu.

„Annað ráð fyr­ir þá sem vilja ná ár­angri er að skrá sig í þjálf­un. Eins og ég segi þá hjálpaði það mér mjög mikið og það er ótrú­lega gott fram­boð af hlaupa­pró­grömm­um og hlaupa­hóp­um á Íslandi. Þriðja ráðið er að mikla þetta ekki fyr­ir sér. Gerðu þetta út frá þínum for­send­um og eins og hent­ar þinni rútínu.

Annað sem ég get mælt með að gera góðan hlaupa lagalista eða eiga inni gott hlaðvarp fyr­ir hlaupaæf­ingu. Finndu leiðir í hverf­inu þínu sem þér finnst skemmti­leg­ar og þú veist sirka hvað eru lang­ar. Svo má alltaf tríta sig og splæsa í eitt­hvað gott hlaupa out­fit – það get­ur ýtt manni af stað líka. Aðal­atriðið er bara að finna það sem virk­ar fyr­ir sig – og það má svo al­veg breyt­ast með tím­an­um.“

Birna er með nokkur frábær ráð fyrir þá sem vilja …
Birna er með nokk­ur frá­bær ráð fyr­ir þá sem vilja byrja að hlaupa.

Hvað er ómiss­andi að eiga fyr­ir hlaup­in?

„Núm­er eitt, tvö og þrjú, góðir skór. Það er mjög gott úr­val af góðum skóm á Íslandi og ég myndi fara í leiðang­ur að máta nokkr­ar týp­ur áður en þú vel­ur hvað hent­ar þér. Ekki vera feim­in við að spyrja starfs­fólk hvaða skór henta fyr­ir þína fæt­ur og und­ir­lagið sem þú ætl­ar þér að hlaupa á. Það skipt­ir miklu máli.

Annað sem er svo al­gjör­lega ómiss­andi er góður æf­inga­fé­lagi eða hóp­ur. Það er ótrú­legt hvað maður nær að láta plata sig í þegar maður veit að fé­lags­skap­ur­inn verður tipptopp.“

Að mati Birnu eru góðir æfingafélagar ómissandi!
Að mati Birnu eru góðir æf­inga­fé­lag­ar ómiss­andi!

Hvað er efst á óskalist­an­um þínum fyr­ir hlaup­in?

„Vá, finnst ég ansi vel græjuð en ætli það sé ekki ein­hverj­ir hellaðir og hraðir götu­skór. Mér finnst Fu­elCell SuperComp Elite v3 skórn­ir frá New Bal­ance sturlaðir. Svo lang­ar mig mjög mikið í ut­an­vega­skó frá Norda.“

FuelCell CuperComp Elite v3 skórnir eru efst á óskalista Birnu.
Fu­elCell CuperComp Elite v3 skórn­ir eru efst á óskalista Birnu. Ljós­mynd/​Newbal­ance.com

Hvað er framund­an hjá þér?

„Framund­an hjá mér er nokkuð þétt hlaupa­sum­ar. Ég er skráð í Mýr­dals­hlaupið í lok maí sem ég hef ekki tekið þátt í áður en heyrt mjög góða hluti. Ætla svo í 26 km Hengil aft­ur, hef farið tvisvar áður, bætti mig í fyrra og ætla að bæta mig aft­ur í ár. Svo er ég skráð í Lauga­veg­inn í júlí, en það er svona stóra verk­efni sum­ars­ins. Ég fór í fyrra og fannst mjög gam­an, þessi leið er al­gjör para­dís. Svo bæt­ast ein­hver fleiri hlaup við, ég ætla bara að vera í flæðinu.“

Birna er spennt fyrir hlaupasumrinu framundan.
Birna er spennt fyr­ir hlaupa­sumr­inu framund­an.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda