74 ára konu neitað um hjáveituaðgerð vegna heilsufars

Íslensk kona leitar ráða því hún má ekki fara í …
Íslensk kona leitar ráða því hún má ekki fara í hjáveitu og á í erfiðleikum með að mæla blóðþrýstinginn. AFP

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá 74 ára gam­alli konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort fitu­sog myndi henta henni þar sem lækn­ar neita henni um hjá­v­eituaðgerð.  

Sæl.

Ég er 74 ára og er í mik­illi yf­ir­vi­gt. Mig lang­ar að vita hvort ég gæti farið í fitu­sog með hand­legg­ina því þeir eru mjög sver­ir. Þarf stór­an mæl­ir þegar er verið að mæla blóðþrýst­ing­inn en þeir treysta mér ekki í hjá­v­eituaðgerð. 

Kveðja, 

MKL

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands.
Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir á Dea Medica svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands.

Sæl og takk fyr­ir spurn­ing­una.

Leitt að heyra að þér er ekki treyst í hjá­v­eituaðgerð. Sem bet­ur fer eru nú á markaðnum nokk­ur lyf sem hjálpa fólki að létt­ast og flest­ir finna lyf sem hent­ar þeim. Stund­um gera þessi lyf jafn­vel hjá­v­eituaðgerðir óþarfar. Þú ert vel­kom­in á stofu til mín og skoða mögu­leika þín fyr­ir fitu­sogi á upp­hand­leggj­um. Sú aðgerð er vissu­lega minni en hjá­v­eituaðgerð en samt svæf­ing og við þurf­um að skoða það sam­an með mín­um svæf­inga­lækn­um hvort að það sé eitt­hvað í þínu heilsu­fari sem komi í veg fyr­ir svæf­ingu. Ef mik­il yfirþyngd er ástæðan fyr­ir því að þeir treysta þér ekki í aðgerðina þá gætu lyf­in hjálpað þér og í kjöl­farið yrði þér hugs­an­lega treyst í svæf­ingu. 

Með bestu kveðjum,

Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir lýta­lækn­ir

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Þór­dísi spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda