„Fólk kemur í bótox og fylliefni og fer beint í vinnuna eða á fund“

Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, segir að lýtaaðgerðir séu mun minna feimnismál nú orðið. Hún ræddi um þetta og margt fleira í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum.

Hvers vegna eru lýtaaðgerðir minna tabú í dag?

„Kannski er fólk almennt opnara með þetta. Mér finnst algengt að fólk segi, sem kemur í augnlokaaðgerð, að það þurfi ekkert að fela það,“ segir Þórdís. 

Var það einu sinni feimnismál?

„Já, en núna finnst mér það ekki vera þannig. Það eru allir að fara í þetta og þetta er í ættinni. Fólk er jafnvel mætt í vinnu, þótt það sé í þjónustustörfum, með smá sólgleraugu og með fullt af plástrum í andlitinu. Þetta er minna feimnismál. Fólk kemur í bótox og fylliefni og fer beint í vinnuna eða á fund. Það þarf ekki mikið að fela það,“ segir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál