„Ég beið eftir fíkninni en hún kom aldrei“

Íslenskur karl lifði í heimi fíkniefnanna í 18 ár. Hann …
Íslenskur karl lifði í heimi fíkniefnanna í 18 ár. Hann segir sögu sína í hlaðvarpsþættinum Sterk saman. Ljósmynd/Sterk saman

Maður á þrítugsaldri segir Tinnu Barkardóttur í hlaðvarpinu Sterk saman frá bataferli sínu frá fíkniefnum. Hann vill ekki koma fram undir nafni til að vernda fjölskyldu sína og vini en er hér kallaður Gunnar. Í fyrri hluta hlaðvarpsþáttarins sagði hann frá byrjuninni en í þessum þætti segir hann frá batanum. 

„Ég varð edrú í fangelsi. Ég var alveg búinn á því þegar þangað var komið. Var búinn að vera í neyslu á heróíni og búinn að overdose-a nokkrum sinnum,“ segir hann. 

Gunnar var búinn að vera á biðlistum til þess að komast í meðferðir. Hann langaði að hætta en gat aldrei tekið endanlegan ákvörðun fyrr en hann var kominn á Litla-Hraun.

„Það er ekki alltaf auðvelt að vera edrú í fangelsi en það er hægt. Það var ákveðinn léttir að fara inn á þessum tíma og ég ákvað að verða nýr maður.“

Ákvað að fyrirgefa sjálfum sér

Ákvörðunin fólst í því að sleppa tökunum á sínum skoðunum og hugmyndum, treysta ferlinu sem honum var leiðbeint í gegnum og fyrirgefa sjálfum sér.

„Ég man að eftir fjóra mánuði bað ég sponsorinn minn að koma inn í klefa til mín. Ég skildi ekki af hverju mér leið bara vel, það var alveg nýtt fyrir mér.“

Gunnar segir frá magnaðri upplifun þegar hann fann fyrir fyrirgefningu látins sonar síns og mörgum atvikum í röð sem hann fann mjög sterkt. 

Frá fyrsta degi hefur hann helgað lífið sjálfsvinnu, byggt upp líf og markvisst unnið í að verða að betri manni.

„Ég er kominn miklu lengra en öll mín markmið og draumar.“

Gunnar segir frá sinni rútínu og hvernig hann kýs að notast við æðri mátt og bæn til að mynda. Hugleiðsla og öndun á hug hans allan og segir hann að allir þeir sem vilji geti sótt sér bata og þetta frelsi.

„Ég er frjáls frá fíkn. Ég lenti í smá atviki um daginn þar sem efni voru sett á borð fyrir framan mig og ég fann til með einstaklingnum og sagði honum að ég vonaði að hann kæmi til baka. Ég beið eftir fíkninni en hún kom aldrei.“

Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál