Hvernig hefur ADHD áhrif á matarvenjur?

Hvernig hefur ADHD áhrif á matarvenjur?
Hvernig hefur ADHD áhrif á matarvenjur? Ljósmynd/Pexels/Polina Tankilevitch

Athyglisbrestur- og ofvirkni (ADHD) getur haft áhrif á hin ýmsu svið lífsins. Á dögunum birti sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, færslu þar sem hún fór yfir hvaða áhrif ADHD getur haft á matarvenjur.

„Fólk með ADHD strögglar oft með mataræði. Ofát. Tilfinningaát. Hvatvísi. Nenna ekki að elda. Að velja mat verður yfirþyrmandi. Gleyma að borða. Verða mega svöng og borða yfir sig. Lystarleysi af lyfjum. Vilja bara borða ákveðin matvæli og fá svo leið á því. Áferðarperrar og vilja bara ákveðið bragð eða áferð. Hvað tengir þú mest við?“ skrifar Ragga nagli við myndaröð af glærum þar sem hún fer yfir hvernig ADHD hefur áhrif á matarvenjur.

„Ofát: Fólk með ADHD gleymir stundum að borða yfir daginn, verða glorhungruð og borða yfir sig á hraða ljóssins allt sem er ekki niðurneglt á kvöldin.

Hugsanalaust át: Þegar athyglin beinist öll að einhverju verkefni er oft snarlað hugsanalaust á meðan. Þá er stundum borðað meira en lagt var upp með.

Tilfinningaát: Skortur á tilfinningastjórnun og hjálplegum bjargráðum leiðir stundum til að matur verður vinur, huggun og hækja í pirringi, leiðindum, eirðarleysi og streitu.

Borða of lítið: Fólk með ADHD hefur tilhneigingu til að sökkva sér djúpt í verkefni og gleyma oft að borða. Það býr oft til óreglulegt máltíðamynstur og blóðsykurrússíbana.

Hvatvíst át: Fólk með ADHD hafa líklega næmari verðlaunastöðvar í heilanum. Sætmeti og sykursnúðar losa mikið magn af dópamíni sem gerir það aðlaðandi og styrkir hegðun.

Kvöld og næturát: ADHD lyf dempa matarlyst á daginn en örva hana á kvöldin. Þess vegna er magnið af hitaeiningum dagsins hesthúsað á kvöldin þegar hungrið mætir eins og stormsveipur. Gott er að borða áður en lyf eru tekin.

Skyndibiti + „teikavei“: Mörg með ADHD finnst drepleiðinlegt að elda og vantar hvatann til að „sjoppa“, „preppa“, „kokka“ og ganga frá. Þau skortir oft hugmyndaflug fyrir spennandi heilsusamlegum réttum. Því fara þau oft á veitingastaði eða kaupa „teikavei“ og skyndibita. Eða plastbakka þrykkt í örbylgju.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál