6 leiðir til að dafna enn frekar

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um heilsurækt.
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar skrifar um heilsurækt. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa John­son fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar skrif­ar um lífs­stíl og heilsu­rækt. Hvað get­ur fólk gert til þess að láta okk­ur líða bet­ur? 

Í gegn­um ára­tug­ina hafa heilsu­áhersl­ur verið ým­is­kon­ar. Dell­ur og tísku­fyr­ir­bæri koma og fara líkt og geng­ur. Nú sem áður eru marg­ar kenn­ing­ar á lofti um hvað sé far­sæl­ast að ástunda til að upp­skera heil­brigt líf, sum­ar um­deild­ari en aðrar.

Þrátt fyr­ir að mik­il þekk­ing hafi áunn­ist á síðustu ára­tug­um er enn mik­il upp­lýs­inga­óreiða og mörg­um þykir erfitt að átta sig á því hvað er skyn­sam­legt að gera til að bæta heils­una og halda lík­am­an­um sem lengst í heil­brigðu og góðu ástandi. Er kem­ur að skot­held­um ráðum hvað slíkt varðar er a.m.k. eitt sem má reiða sig á að virk­ar, það er STÖÐUG­LEIKI.  

Stöðug­leik­inn sem fel­ur í sér að leit­ast við að ná góðu jafn­vægi í líf­inu og dag­leg­um lífs­stíl með litl­um ein­föld­um heilsu­sam­leg­um venj­um, end­ur­tekn­ing­um, sem þú flétt­ar inn í líf þitt dag­lega og verða að föst­um þætti í lífi þínu.  Venj­ur sem þú átt auðvelt með að til­einka þér og halda þér við a.m.k. alla jafna.  Vita­skuld koma tíma­bil, veik­indi, ferðalög o.fl. sem geta raskað góðri rútínu en þá þurf­um við að geta stigið ákveðið sem fyrst aft­ur inn í góðu venj­urn­ar okk­ar á ný um leið og færi gefst.  

Sex venj­ur sem breyta líf­inu

1. Þú ert það sem þú borðar

Er það ekki stór­kost­legt að eng­inn ræður því hverju við sting­um upp í munn­inn, ja a.m.k. eft­ir að við kom­umst til vits og ára, ann­ar en við sjálf?! Við sjálf erum ein­ráð um hvernig við nær­um okk­ur, lík­amann sem við lif­um og hrær­umst í alla ævi.  Eitt það besta sem við get­um gert fyr­ir okk­ur sjálf, líðan okk­ar, lífs­gæði og al­menna heilsu er að afla okk­ur upp­lýs­inga um hvernig við nær­um okk­ur sem best svo lík­am­inn blómstri fram á síðasta dag.  Því miður er gríðarlega mikið fram­boð af rusli sem vart er hægt að kalla mat, svo við ætt­um að lesa okk­ur til og vanda okk­ur.  Venj­um okk­ur á að borða hreina óunna fæðu a.m.k. 80% af tím­an­um og svo er raun­hæft að 20% sé svig­rúm fyr­ir annað.

2. Gefðu gaum að þarma­flór­unni

Heil­brigð þarma­flóra í melt­ing­ar­vegi er einn lyk­ilþátt­ur í betri líðan, jafnt lík­am­legri og and­legri. Ástand henn­ar hef­ur mjög víðtæk áhrif t.d. á melt­ingu, ónæmis­kerfið og jafn­vel and­lega líðan. Því hef­ur lengi verið haldið fram að fjöl­marg­ir sjúk­dóm­ar hefj­ist í þörm­un­um.  Það er rík ástæða til að kynna sér nán­ar leiðir til að stuðla að heil­brigðri melt­ing­ar­flóru.  Fjöl­breytt trefja­ríkt mataræði er lyk­il­atriði, los­un streitu, hreyf­ing og nægi­leg vatns­drykkja eru mik­il­væg­ir þætt­ir sem þarf að huga vel að. Inn­taka á góðum melt­ing­ar­gerl­um gæti verið gagn­leg til að styrkja þarma­flór­una. Að fjöl­mörgu er að huga, t.d. hafa rann­sókn­ir sýnt að gervisætu­efni sem má finna í orku­drykkj­um og próteinstykkj­um, gjarn­an kynnt sem heilsu­vara, geta riðlað jafn­vægi mik­il­vægr­ar þarma­flóru sem get­ur haft al­var­leg áhrif á sam­skipti þarma, heila og tauga­kerf­is. Vendu þig á að lesa inni­halds­lýs­ing­ar og afla þér þekk­ing­ar svo þú get­ir tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir fyr­ir þína heilsu. 

3. Hreyf­ing, hreyf­ing og meiri hreyf­ing

Kyrr­seta drep­ur! Það hef­ur e.t.v. ekki farið hátt, en ný­leg­ar rann­sókn­ir segja að mik­il kyrr­seta sé jafn­vel skaðlegri en reyk­ing­ar. Það er mann­skepn­unni eðlis­lægt að vera á hreyf­ingu og við ætt­um að nota hvert tæki­færi til að standa upp og hreyfa okk­ur úr spor­un­um. Lít­il atriði eins og standa upp t.d. á 30 mín fresti upp til að teygja úr þér eða fylla á vatns­glasið eða kaffi­boll­ann, hef­ur já­kvæðari áhrif en þig gæti grunað. Enn­frem­ur er styrkt­arþjálf­un 2-3x í viku bráðnauðsyn­leg.  Þetta styrk­ir sig víst ekki sjálft! Settu í for­gang að lyfta lóðum í hverri viku eða stunda aðrar æf­ing­ar með mót­stöðu til að viðhalda/​auka vöðva­styrk. Vöðva­styrk­ur er einn af lyk­ilþátt­um lífs­gæða og lang­líf­is.  Ef við not­um þá ekki, miss­um við þá.  

4. Góður svefn er göldr­um lík­ast­ur

Það þekkja það all­ir að dags­formið velt­ur að miklu leyti á næt­ur­svefn­in­um. Nýj­ustu rann­sókn­ir segja okk­ur að svefn­inn er al­gjör meg­in heilsu­stólpi í líf­inu og van­rækt­ur svefn geti haft fjöl­mörg nei­kvæð áhrif á and­lega og lík­am­lega heilsu og jafn­vel raskað þarma­flór­unni.  Stöðug­leiki í svefn­rútínu er mik­il­væg­ur jafnt sem góðar venj­ur á kvöld­in sem und­ir­bún­ing­ur fyr­ir svefn­inn s.s. að minnka lýs­ingu, skjá­tíma og forðast átök og has­ar. T.d. er ekki góð hug­mynd að taka kröft­uga æf­ingu rétt fyr­ir hátta­tíma eða hanga í skjá­skruni uppi í rúmi rétt fyr­ir svefn. Vendu þig á að setja svefn­inn þinn í for­gang.

5. Finndu það sem hvet­ur þig áfram, hver er þinn til­gang­ur?

Finndu eld­móðinn þinn, til­gang­inn og hvað það er sem hvet­ur þig til dáða. Hvernig sinn­ir þú þér, and­lega og lík­am­lega, hvað skipt­ir þig máli til að líða bet­ur og finna gleðina? Hvern ein­asta dag vökn­um við og tök­um ótelj­andi ákv­arðanir sem hafa áhrif á líf okk­ar, líðan og heilsu. Hvaða ákv­arðanir tek­ur þú og hvers vegna? Veit­ir starfið þitt eða nám þér ánægju og lífs­fyll­ingu? Um­gengst þú fólk sem hef­ur upp­byggj­andi og hvetj­andi áhrif á þig og styður þig eða dreg­ur þig niður? Vel­ur þú að taka frá dag­leg­ar gæðastund­ir fyr­ir þig til að auka gleðina í lífi þínu og draga úr streitu?  Vel­ur þú að næra lík­amann af kost­gæfni?  Öll tök­um við ótal litl­ar og stór­ar ákv­arðanir dag hvern og oft og iðulega höf­um við val, að velja það sem hef­ur góð og upp­byggj­andi áhrif á líf okk­ar og líðan.

6. Settu þig í fyrsta sæti 

Í flug­vél erum við minnt á að setja önd­un­ar­grím­una fyrst á okk­ur sjálf áður en við hjálp­um öðrum.  Kjarni máls er sá að ef við setj­um okk­ur sjálf ekki í fyrsta sæti er hætt við að við höf­um ekki orku eða heilsu til að vera til staðar fyr­ir fólkið okk­ar.  Setj­um í for­gang það sem skipt­ir okk­ur máli, það sem hækk­ar gleðistuðul­inn í lífi okk­ar og það sem bygg­ir okk­ur upp fyr­ir framtíðina. Góð heilsa er und­ir­staða góðra lífs­gæða.  Sagt er að sjúk­ur maður eigi aðeins eina ósk, að ná heilsu.

Settu þér mark­mið um að til­einka þér marga litla góða siði. Taktu einn dag í einu og gefðu gaum að því já­kvæða sem þú finn­ur og upp­lif­ir á þinni heilsu veg­ferð.  Það er sjálfsagt og mik­il­vægt að setja eig­in heilsu í for­gang, sér í lagi eft­ir því sem við verðum eldri. Slík for­gangs­röðun er lík­leg til að skila okk­ur vellíðan, seiglu, ham­ingju og lang­lífi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda