„Fitusog er ekki grenningaraðferð“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Þór­dís Kjart­ans­dótt­ir, lýta­lækn­ir á Dea Medica, var gest­ur í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins á dög­un­um. Í þætt­in­um var hún spurð að því hvort fólk gæti farið í fitu­sog ef það fynd­ist það sjálft vera of bústið. Hún seg­ir að fitu­sog sé aldrei grenn­ing­araðferð. 

    „Ég myndi aldrei játa því. Fitu­sog er ekki grenn­ing­araðferð. Fitu­sog er best ef fit­an er mik­il á ein­hverj­um ákveðnum stað. Þá sér mann­eskj­an mest­an ár­ang­ur. Þetta er til þess að taka fitu þar sem er of mikið af henni. Al­geng­ir staðir eru læri, hné, magi, mjaðmir og jafn­vel upp­hand­legg­ir. Mér finnst alltaf gam­an að gera fitu­sog því þetta er svo þakk­lát aðgerð,“ seg­ir Þór­dís. 

    Þannig að þetta er ekki mikið inn­grip?

    „Það er eng­in aðgerð áhættu­laus. Maður þarf alltaf að segja fólki það. Þegar ég geri fitu­sog þá geri ég lít­il göt og dæli inn vökva til að minnka lík­ur á blæðing­um og verk­um. Svo geri ég fitu­sogið í gegn­um litlu göt­in og loka þeim síðan. Þetta er lítið inn­grip en þó yf­ir­leitt gert í svæf­ingu með nokkr­um und­an­tekn­ing­um eins og til dæm­is ef þetta er und­ir­haka og ein­staka sinn­um inn­an á hnjám. Svo þarf fólk að vera í þrýst­ings­fatnaði, sem er kannski mesta málið og svo kem­ur bjúg­ur á svæðið. Fólk sér ekki ár­ang­ur fyr­ir eft­ir marg­ar vik­ur og mánuði ef þetta er mikið fitu­sog,“ seg­ir hún. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert
    Loka

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda