Óþekkjanlegur en fór ekki á Ozempic

Jesse Plemons tók heilsuna í gegn. Hér má sjá myndir …
Jesse Plemons tók heilsuna í gegn. Hér má sjá myndir af honum fyrir átakið og eftir. Samsett mynd

Leikarinn Jesse Plemons ákvað að taka heilsuna í gegn fyrir hlutverk sitt í myndinni Civil War þar sem hann leikur hermann. Hann segir tímasetninguna á heilsuátakinu óheppilega þar sem margir í Hollywood eru á megrunarlyfi. 

„Það er mjög óheppilegt að ég ákvað að taka heilsuna í gegn þegar allir ákváðu að taka Ozempic,“ sagði Plemons í viðtali við Los Agneles Times. Hann vísar þar til syk­ur­sýk­is- og þyngd­artaps­lyfs­ins Ozempic sem margar Hollywood-stjörnur hafa grennst á. 

„Það skiptir ekki máli allir halda að ég sé hvort sem er á Ozempic,“ sagði Plemons. Hann segir ákvörðun sína tvíþætta. Hann var farinn að eldast auk þess sem hann hafi ekki getað ímyndað sér hermanninn sem hann átti að leika í því líkamlega atgervi sem hann var áður í.   

Jesse Plemons náði góðum árangri með því að fasta hluta …
Jesse Plemons náði góðum árangri með því að fasta hluta úr degi. AFP/CHRISTOPHE SIMON

Tímabundin fasta

„Nokkrir töluðu við mig um tímabundna föstu og ég prófaði það bara og það kom mér á óvart hversu vel það virkaði. Þannig ég léttist aðeins fyrir hlutverkið, þá leið mér eins og ég væri búinn að finna ákveðinn takt, mér leið betur og eitthvað hafði breyst. Ég bara náði þessu einhvern veginn,“ sagði Plemons um föstuna. 

Hjónin Jesse Plemons og Kristen Dunst árið 2022. Áður en …
Hjónin Jesse Plemons og Kristen Dunst árið 2022. Áður en Plemons ákvað að taka heilsuna í gegn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda