„Mér fannst ég alveg glötuð“

Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna halda úti hlaðvarpinu, Í …
Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna halda úti hlaðvarpinu, Í alvöru talað.

Vin­kon­urn­ar Lydía Ósk Ómars­dótt­ir og Gulla Bjarna eru um­sjón­ar­menn hlaðvarps­ins Í al­vöru talað. Gulla er 44 ára förðun­ar­fræðing­ur, áhuga­leik­ari og tísku­áhuga­kona mik­il og starfar sem versl­un­ar­stjóri í Col­lecti­ons á Hafn­ar­torgi. Lydía er 41 árs sál­fræðing­ur, jóga­kenn­ari og fyr­ir­les­ari. 

Í fyrsta þætt­in­um var Gulla kynnt til leiks en hún ólst upp við erfðar aðstæður þar sem geðsjúk­dóm­ar og alka­hólismi var fyr­ir­ferðar­mik­ill. Lydía ólst upp við allt öðru­vísi aðstæður en þrátt fyr­ir gott upp­eldi og góðar heim­ilisaðstæður glímdi hún við áskor­an­ir sem hafa markað hana. 

Í öðrum þætti fá hlust­end­ur að kynn­ast Lydíu. 

Heim­ilisaðstæður Lydíu í bernsku voru góðar en samt sem áður ein­kennd­ust æsku­ár­in af mik­illi ábyrgðar­til­finn­ingu, óör­yggi og „ég sé um þetta sjálf“ hugs­un­ar­hætti. Henni fannst erfitt að vera í skól­an­um og upp­lifði ákveðna út­skúf­un af hálfu skóla­fé­laga. Það hef­ur mótað líf henn­ar og sjálfs­mynd mikið.

„Mér fannst ég alltaf öðru­vísi en hinir og fannst ég ekki passa inn í hóp­inn. Að ég væri ekki part­ur af hópn­um og ekki samþykkt eins og ég. Það hef­ur verið rosa­lega mót­andi. Ég var ekki beint lögð í einelti, en ég fékk samt ekki að vera með,“ seg­ir Lydía.

Á þess­um árum er mjög mik­il­vægt fyr­ir börn að finn­ast þau til­heyra hópn­um og að eiga góða vini. Það skipt­ir mjög miklu máli fyr­ir þroska þeirra og sjálfs­mynd.

„Eft­ir að ég varð full­orðin og eignaðist mín eig­in börn sé ég hvað það er al­var­legt fyr­ir barn að upp­lifa svona út­skúf­un. Mér fannst ég al­veg glötuð.”

Hringdi sjálf í rektor­inn og komst inn

Hún ákvað þó fyr­ir til­vilj­un að at­huga hvort hún gæti kom­ist inn í MR og hringdi í rektor skól­ans sum­arið eft­ir 10. bekk.

„Ég hringdi á skrif­stof­una og rektor­inn svaraði. Ég sagði hon­um frá ein­kunn­um mín­um í sam­ræmdu próf­un­um og hann bauð mig vel­komna í skól­ann í þessu sím­tali,“ seg­ir Lydía.

Það reynd­ist mikið heilla­skref í henn­ar líf.

„Þetta var það besta sem gat gerst, eft­ir á að hyggja því í MR fann ég fólkið mitt. Þar var fólk eins og ég. Þarna kynnt­ist ég dá­sam­leg­um vin­kon­um sem fannst ég frá­bær eins og ég var. Þarna fann ég mig og gat leyft mér að skína eina og ég er, klár og dug­leg að læra. Ég endaði t.d. Í landsliðinu í efna­fræði og fór til Hol­lands fyr­ir Íslands hönd og keppti á Ólymp­íu­leik­um í efna­fræði. Það var mjög merki­leg lífs­reynsla. Mesta nör­da­sam­koma sem ég hef verið í á æv­inni.“

Of­ur­dug­leg, en svo kom mygl­an 

Lydía hef­ur alla tíð verið mjög dug­leg, sam­visku­söm og viljað standa sig vel. Það hef­ur leitt til þess að hún hef­ur alla tíð valið sér að hafa mjög mikið að gera. Gert gríðarleg­ar kröf­ur til sín á öll­um sviðum lífs­ins og hvergi viljað slaka á þeim.

„Ég hef alltaf valið mér að hafa mikið að gera. Í MR var ég til dæm­is líka í tón­list­ar­skóla og að vinna á kvöld­in og um helg­ar.“

Það kom henni seinna á erfiðan stað þar sem hún brann út vegna langvar­andi streitu. Það var þó í annað skipti sem hún missti heils­una. Í fyrra skiptið var það vegna raka og myglu á heim­ili henn­ar.

„Á ár­un­um 2006-2011 eignaðist ég fyrri börn­in mín tvö með tveggja ára milli­bili og bjó þá í hús­næði þar sem reynd­ist vera raki og mygla,“ seg­ir Lydía. 

Á þess­um tíma var ekki mikið talað um að mygla gæti valdið slæm­um áhrif­um á heilsu eins og þekkt er í dag. Heils­an var mjög slæm og þolið mjög slæmt. Göngu­túr­ar ollu því að hún þurfti að hvíla mig næsta dag og var með reglu­leg­ar önd­un­ar­færa­sýk­ing­ar sem ollu því að hún þurfti að taka sýkla­lyf í hverj­um mánuði.

„Ég var ótrú­lega veik og eng­inn skildi af hverju. Lækn­ar sem ég hitti vissu og skildu ekk­ert hvað var að mér. Meira að segja sagði einn lungna­lækn­ir að þreng­ing­ar í önd­un­ar­fær­um og end­ur­tekn­ar sýk­ing­ar væri lík­lega bara kvíði. Hann sagði í raun bara að ég væri að ímynda mér þetta eða væri bara með svona mik­inn kvíða. Ég þurfti ekki bara að berj­ast við að sann­færa lækn­ana um að það væri mygl­an sem ylli veik­ind­un­um held­ur fjöl­skyld­una líka. Ég þurfti í raun að standa í því að sann­færa alla um að ég væri ekki ímynd­un­ar­veik,“ seg­ir hún.

Kuln­un gerði var við sig

Þetta voru krefj­andi ár og mikið áfall fyr­ir hana sem unga mann­eskju að missa heils­una.

„Það erfiðasta var samt að fá ekki skiln­ing­inn frá fólki.“

Það tók hana 10 ár að jafna sig til fulls á þess­um veik­ind­um. Áfram hélt Lydía áfram að vera dug­leg og setti him­in­há­ar kröf­ur á sig á öll­um sviðum lífs­ins. Alltaf var brjálað að gera á öll­um víg­stöðum, bæði í vinnu og einka­lífi. Hún eignaðist þriðja barnið sitt árið 2017 og vann mikið á þess­um tíma. Öll þessi streita fór að segja til sín.

„Ég þurfti að standa mig vel á öll­um sviðum en var bara búin á því. Eft­ir á að hyggja var ég búin að vera þreytt síðan í mennta­skóla. Þannig að um ára­mót­in 2019 þá bara allt í einu gat ég ekki meira. Allt í einu sagði lík­am­inn stopp. Hann hafði sent mér merki um að ég þyrfti að stoppa í lang­an tíma, en ég hlustaði ekki,“ seg­ir Lydía sem hafði fundið fyr­ir alls kon­ar ein­kenn­um eins doða í hönd­um, fót­um og and­liti, mátt­leysi og löm­un­ar­til­finn­ingu í hönd­um og fót­um, höfuðverk, vöðva­bólgu, eyrna­suð, minn­is­leysi, heilaþoku, svefn­leysi, til­finn­inga­doða og tauga­spennu.

„Ég vissi að ég væri þreytt en mér datt aldrei í hug að ég væri í kuln­un eða að ég væri í allt of mik­illi streitu og þyrfti að hægja á mér. Þó ég sé sál­fræðing­ur þá hvarflaði þetta ekki að mér,“ seg­ir hún.

Var í veik­inda­leyfi í 20 mánuði

Um ára­mót­in áttaði hún sig á því hvað væri að ger­ast, að hún væri kom­in í kuln­un og þyrfti hjálp. Það sem fékk hana til þess að fá aðstoð var að hún áttaði sig á að hún var far­in að ýta sínu vinnusiðferði yfir á börn­in sín. Hún var far­in að gera lítið úr þreytu son­ar síns og sagði hon­um að hann ætti bara að vera dug­leg­ur og hætta að væla.

Hún talaði við heim­il­is­lækni sem skikkaði hana í veik­inda­leyfi og hún var frá vinnu alls í 20 mánuði. Skömm­in yfir þessu ástandi var alls­ráðandi ásamt ótta við að fá heils­una aldrei aft­ur og geta aldrei farið aft­ur á vinnu­markaðinn.

„Ég hélt að ég gæti bara hvílt mig og jafnað mig hratt, en ég fattaði ekki að lík­am­inn myndi stoppa mig. Mér leið eins og ég hefði hrapað fram af bjargi. Það gerðist eitt­hvað í lík­am­an­um mín­um og það var ekki aft­ur snúið.“

Hún var kom­in í kuln­un.

„Ég ólst upp við það að ég ætti að vera dug­leg og standa mig vel. Allt í einu gat ég ekki verið dug­leg, ég gat ekki unnið. Mér fannst ég al­gjör aum­ingi. Þessu fylgdi rosa­lega mik­il skömm og mikið hjálp­ar­leysi. Ég hélt að eng­inn myndi vilja ráða mig aft­ur í vinnu. Svo sá ég ekki leiðina út úr þessu. Hvernig á ég að geta náð aft­ur heilsu og hvernig á ég að geta minnkað álag í líf­inu mínu,“ seg­ir Lydía.

Með mik­illi  hvíld, sjálfs­vinnu og til­tekt í líf­inu komst hún aft­ur til heilsu. Hægt og ró­lega kom ork­an og áreit­isþolið til baka. Lydía lýs­ir því að líf henn­ar núna sé betra en fyr­ir kuln­un að því leyt­inu til að hún veit núna bet­ur hver hún er og hvað henni finnst mik­il­vægt í líf­inu. Hún vel­ur núna bet­ur hvað fær að taka pláss í henn­ar lífi og kann að hlúa að sér og hlusta á lík­amann. Hún kann að halda sér í jafn­vægi.

Nú starfar Lydía við að aðstoða fólk að minnka streitu í sínu lífi, bæði með sál­fræðiviðtöl­um en einnig nám­skeiði sínu Gott jafn­vægi sem hef­ur verið mjög vin­sælt.

„Ég er í „missi­oni“. Ég ætla að breyta sam­fé­lag­inu. Sam­fé­lagið okk­ar legg­ur of mikla áherslu á dugnað og að standa sig vel. Ég kalla þetta sam­fé­lags­mein og því þarf að breyta,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda