Hefði farið á megrunarlyf

Khloé Kardashian hefði prófað Ozempic hefði það verið í boði …
Khloé Kardashian hefði prófað Ozempic hefði það verið í boði á sínum tíma. AFP/Dimitrios Kambouris

Fyr­ir nokkr­um árum grennt­ist raun­veru­leika­stjarn­an Khloé Kar­dashi­an mjög mikið. Áður en hún breytti um lífs­stíl reyndi hún marga megr­un­ar­kúra en þó ekki þyngd­ar­stjórn­un­ar­lyfið Ozempic. 

„Ég hefði prófað Ozempic þegar ég var stærri. Ég hefði lík­lega prófað það af því ég prófaði allt annað,“ sagði Kar­dashi­an í nýj­um þætt af The Kar­dashi­ans að því fram kem­ur á vef Us Weekly. Lyfið var hins veg­ar ekki á markaði þegar hún leitaði lausna. „Ég prófaði alla tískukúra nema það sem virkaði og það var lífs­stíls­breyt­ing.“

Khloe Kardashian breytti um lífsstíl.
Khloe Kar­dashi­an breytti um lífs­stíl. mbl.is/​AFP

Er dug­leg að æfa

Kar­dashi­an seg­ir að lífs­stíls­breyt­ing sé lyk­ill­inn að ár­angri henn­ar. Hún ger­ir meðal ann­ars æf­ing­ar þar sem hún ger­ir æf­ing­ar í ákveðinn tíma og slak­ar svo á. Þegar mikið ligg­ur við eins og mik­il­væg mynda­taka æfir hún enn meira en verðlaun­ar sig eft­ir á. „Ég fagna alltaf með stórri pizzu, bara með osti. Ég er týp­an sem elsk­ar barna­mat­seðil­inn. Lífið snýst um jafn­vægi.“

Raun­veru­leika­stjarn­an seg­ir að lífið snú­ist ekki um ákveðna þyngd. Hún vill frek­ar hvetja fólk til þess að lifa heil­brigðu lífi og hreyfa sig reglu­lega. „Þú átt að vera heil­brigðari og sterk­ari fyr­ir sjálf­an þig,“ sagði stjarn­an. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda