Fór ekki á megrunarlyf

Kylie Jenner er búin að ná af sér meðgöngukílóunum.
Kylie Jenner er búin að ná af sér meðgöngukílóunum. AFP/Andrea RENAULT

Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner neitar því að hafa farið á þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic. Í viðtali við Vogue segist hún pirruð yfir því að fólk geri ráð fyrir því. 

Jenner léttist mikið fyrir ekki svo löngu en segir skýringuna vera eðlilega. Jenner eignaðist dóttur árið 2018 og dreng árið 2022 og var að ná af sér meðgöngukílóum. 

„Ég var 90 kíló þegar ég eignaðist börnin mín sem voru fjögur kíló,“ segir Jenner í viðtalinu. Hún segist hafa orðið ólétt að seinna barninu sínu aðeins tveimur mánuðum eftir að hún missti meðgöngukílóin sem hún bætti á sig eftir fyrstu meðgönguna. 

Kylie Jenner á tvö börn með fyrrverandi kærasta sínum, Travis …
Kylie Jenner á tvö börn með fyrrverandi kærasta sínum, Travis Scott. Hér eru þau með dóttur sinni Stormi Webster. AFP

„Ég var í formi og var að æfa og þá varð ég ólétt aftur og allt gerðist aftur. Mér finnst fólk hvorki veita mér, né konum yfir höfuð, nógu mikla samúð. Ég sé myndir [á netinu] og fólk segir mig vera á lyfjum eða eitthvað,“ segir Jenner sem segir fólk til dæmis saka hana um að hafa notað þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic til að léttast. 

„Ég komin í sömu þyngd og ég var áður en ég átti dóttur mína og son minn og fólk klippir saman myndir af mér sem voru teknar þremur mánuðum eftir að ég átti börnin mín. Gleymdu allir að ég átti tvö börn og bætti á mig 27 kílóum á báðum meðgöngum?“

Kylie Jenner.
Kylie Jenner. AFP/ANGELA WEISS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda