Ágústa Johnson: Heilsureglurnar mínar fimm

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar deilir fimm heilsuráðum sem virka fyrir …
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar deilir fimm heilsuráðum sem virka fyrir hana. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa John­son fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar skrif­ar um fimm heilsu­regl­ur sín­ar í nýj­um pistli á Smartlandi. 

Haustið er að bresta á, kær­kom­in rútín­an mætt og lífið að kom­ast í fast­ar skorður á mörg­um heim­il­um. 

Eft­ir sum­ar­frí þykir mér ljúft og nota­legt að finna fest­una sem fylg­ir haust­mánuðum og ná aft­ur heilsu­sam­lega takt­in­um sem skal verða fast­ur liður í vet­ur. 

Það er góður tími núna að skipu­leggja dag­bók­ina og ákveða með sjálf­um sér meg­in áhersl­ur haust­ann­ar­inn­ar með heils­una í for­gangi. 

Heilsu­regl­urn­ar mín­ar fimm eru klár­ar fyr­ir vet­ur­inn. Mark­miðið er að reyna eft­ir fremsta megni að fylgja þeim eft­ir af festu, ein­fald­lega vegna þess að ávöxt­un­in er svo gríðarleg, skil­ar sér í marg­falt meiri orku og betri líðan og aukn­um lífs­gæðum. 

Vona að þær veiti þér inn­blást­ur til að setja niður á blað þínar eig­in sem henta þér. 

Heilsu­regl­urn­ar fimm: 

1. Lyfta lóðum 3x í viku, 30 mín­út­ur í senn.

Þessi regla er fasti í mínu lífi, al­veg óumsemj­an­legt, enda finn ég gríðarleg­an mun á ork­unni og líðan þegar ég stunda lyft­ing­ar reglu­lega. Styrkt­arþjálf­un gef­ur auk­in lífs­gæði og er eitt besta „yng­ing­ar­lyf“ sem til er, það er bara staðreynd. Ég skrái fasta tíma í dag­bók­ina og reyni að hafa tím­ann 100% heil­ag­an, banna sjálfri mér að bóka annað á þess­um tíma!

2. Göngu­túr eft­ir kvöld­mat

Fyr­ir mitt leyti breyt­ir miklu fyr­ir svefn­inn og melt­ing­una að borða kvöld­mat­inn í fyrra fall­inu, á milli 18-19 og fara út í 15-30 mín göngu­túr fljót­lega eft­ir mat­inn. Melt­ing­in batn­ar og svefn­inn verður mun betri, dýpri og ég sofna fyrr þegar melt­ing­in er ekki í há­marki þegar ég leggst á kodd­ann. 

Labb er alls ekki það skemmti­leg­asta sem mér dett­ur í hug að gera á kvöld­in og oft þarf ég að bíta á jaxl­inn og láta veður og værukæri ekki stoppa mig, (kem­ur þó fyr­ir) klæði mig eft­ir veðri og ÚT! Best er að segja við sjálf­an sig, bara 10 mín­út­ur sem end­ar stund­um í klukku­stund­ar göngu. Vellíðanin sem maður upp­sker fær mann til að drífa sig aft­ur næsta kvöld. „Ji hvað ég sé eft­ir að hafa farið í göngu­túr­inn,“ sagði eng­inn, aldrei.   

3. 12-16 tíma næt­urfasta

Hef mikla trú á kost­um þess fyr­ir heils­una að hvíla al­veg melt­ing­ar­fær­in í a.m.k. 12 klukku­stund­ir á sól­ar­hring. Fyr­ir mörg­um árum setti ég mér þá reglu er að borða ekk­ert eft­ir kvöld­mat án und­an­tekn­inga. Byrja alltaf dag­inn á góðum kaffi­bolla, chia­graut með hrein­um kef­ir, berj­um og heima­gerðu ósætu mús­lí. Stund­um um kl. 9.00 og stund­um ekki fyrr en um há­degið.

4. 98% syk­ur­laust líf

Syk­ur er gríðarlega ávana­bind­andi og ég hef lært að ef ég byrja á að borða sæl­gæti þá er erfitt að stoppa. Syk­ur­púk­inn er lúmsk­ur fjandi. Með ár­un­um hef ég fundið fyr­ir auk­inni van­líðan, melt­ingaróþæg­ind­um, orku­leysi og uppþembu eft­ir smá syk­ursukk og finnst nammið, ótrú­legt en satt, ekki leng­ur þess virði.  Mark­miðið er sett á 98% syk­ur­laust líf, skil eft­ir 2% fyr­ir smá dökkt súkkulaði og ein­staka Tiram­isu sneið.

Syk­ur­laus lífs­stíll er áskor­un að til­einka sér og fyrst og fremst ákvörðun, því flest­ir eiga erfitt með að láta sæt­indi á móti sér. Það sem hef­ur hjálpað mér mikið er að nota sí­les­andi blóðsyk­urs­mæli og sjá hvaða áhrif sæt­indi o.fl. hef­ur á blóðsyk­ur­inn minn og mína efna­skipta­heilsu.  Það gaf mér ekki síst aukna ástæðu til að stilla mig inn á að láta sæt­ind­in eiga sig. 

5. Svefn­inn í for­gang

Eng­inn ef­ast um að næt­ur­svefn er sann­ar­lega grunn­ur­inn að vellíðan og orku. Höfuðverk­ur, heilaþoka, auk­in löng­un í sæt­indi og rusl­fæði og lág­marks orka fyr­ir líf og starf er eitt­hvað sem marg­ir upp­lifa eft­ir lé­leg­an svefn og and­vöku­næt­ur og þar er ég sko eng­in und­an­tekn­ing.  Skv. Matt­hew Wal­ker höf­undi bók­ar­inn­ar Why We Sleep, get­ur svefn­leysi valdið mikl­um heilsu­fars­leg­um skaða s.s. auk­inni hættu á hjarta- og æðasjúk­dóm­um, lak­ari and­legri og vits­muna­legri heilsu ásamt því að veikja ónæmis­kerfið. Góður og stöðugur næt­ur­svefn er al­gjör und­ir­staða fyr­ir and­lega og lík­am­lega orku. Ég upp­lifi til­ver­una svo miklu meira krefj­andi þegar svefn­inn er í rugli og mun meiri áskor­un að kom­ast í gegn­um dag­inn.  Óskipu­lag og svefnóreiða kem­ur óhjá­kvæmi­lega fyr­ir á bestu bæj­um og þá er ekk­ert annað en að vippa sér strax aft­ur inn á beinu braut­ina og halda sig við góðu regl­urn­ar. 
Ultra­hum­an snjall­hring­ur­inn er ein af mín­um upp­á­halds­heilsug­ræj­um, mikið gagn­semi- og hvatn­ing­ar­tól. Þar fylg­ist ég með alls kyns töl­fræði um svefn­inn, streitu­ástandi, þjálf­un­inni minni o.fl.  Hring­ur­inn hef­ur kennt mér margt og mikið sem ég hef óspart nýtt mér til að stuðla að betri og dýpri svefni.  Afar áhuga­vert og gagn­legt að sjá hvernig breyt­ing­ar á mataræði, tíma­setn­ing­ar á mat­ar­tíma og æf­inga­tíma o.fl. geta haft mik­il áhrif á svefn­inn.

Að lok­um

Góðar lífs­venj­ur geta verið allskon­ar, að læra nýja hluti, verða betri mann­eskja, bæta meiri gleði í lífið o.m.fl.  En und­ir­staðan er þó alltaf vellíðan. Við get­um allt bet­ur ef okk­ur líður vel. Ég er alls ekki með full­kom­inn lífs­stíl frek­ar en aðrir, við erum öll mann­leg og lífið er allskon­ar.  En það sem við sann­ar­lega get­um gert er að vinna stöðugt í því að vanda okk­ur þegar kem­ur að heils­unni.  Það besta er að okk­ar eig­in heilsa er að mörgu leyti und­ir okk­ur sjálf­um kom­in. Marg­ir eiga þess kost að upp­lifa gríðarleg­an heilsu­fars­leg­an bata með því einu að vanda til við lífs­stíl­inn. Allt hef­ur áhrif, einkum við sjálf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda