„Þetta minnkar ranga lyfjanotkun“

Sigríður Pálína Arnardóttir opnaði apótek eftir að hún flutti heim …
Sigríður Pálína Arnardóttir opnaði apótek eftir að hún flutti heim frá Noregi. Ljósmynd/Aðsend

Lyfja­fræðing­ur­inn Sig­ríður Pálína Arn­ar­dótt­ir flutti heim til Íslands frá Nor­egi árið 2017 og stofnaði í kjöl­farið Reykja­nes­apó­tek. Upp á síðkastið hef­ur Sig­ríður tekið þátt í því að hjálpa fólki við að trappa sig niður vegna neyslu á ávana­bind­andi lyfj­um.

„Ég var formaður Lyfja­fræðinga­fé­lags­ins á tíma­bili. Þar kynnt­ist ég nor­rænu sam­starfi og langaði að læra al­menni­lega skandína­vískt mál. Ég vissi að Norðmenn vantaði lyfja­fræðinga og ég skellti mér þangað árið 2004 og varð apó­tek­ari í Suður-Nor­egi. Það var mjög skemmti­legt og þá sá maður strax að þau lögðu miklu meiri áherslu á ráðgjöf í apó­tek­um held­ur en hér á Íslandi. Þá kynnt­ist ég því til dæm­is meira hvernig ast­ma­lyf­in og syk­ur­sýk­is­lyf­in voru notuð. Það var alltaf svo gott að vera í Nor­egi því það var svo mik­il eft­ir­spurn eft­ir lyfja­fræðing­um. Ég var fyrst apó­tek­ari í Ris­ör, svo tók ég þátt í að opna nýtt apó­tek í Lillesand og síðast var ég apó­tek­ari í Drammen,“ seg­ir Sig­ríður.

Skaðam­innk­andi þjón­usta í Reykja­nes­apó­teki

Þegar Sig­ríður kom heim frá Nor­egi langaði hana að opna apó­tek að norskri fyr­ir­mynd. Þannig varð Reykja­nes­apó­tek til en í dag er það á tveim­ur stöðum í Reykja­nes­bæ. Árið 2021 hafði hún sam­band við Heil­brigðisráðuneytið og fékk styrk til að þróa Lyfja­stoð, skaðam­innk­andi þjón­ustu.

„Við lyfja­fræðing­arn­ir, ég og son­ur minn, Björn Sig­ríðar­son Trausta­son, sem er fram­kvæmd­ar­stjóri fyr­ir þetta verk­efni, feng­um styrk til að koma því af stað. Ein­stak­ling­ar geta núna pantað tíma hjá lyfja­fræðingi og fengið viðtal og við för­um yfir meðferðar­heldni með þeim. Fólk kem­ur þá til okk­ar í ráðgjaf­ar­her­bergi hér í apó­tek­inu þar sem við höf­um næg­an tíma til að fara yfir lyf­in og svara spurn­ing­um. Við höf­um hingað til tekið fjöld­ann all­an af viðtöl­um og þetta er allt í sam­starfi við lækn­ana á heilsu­gæslu Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja. Norðmenn eru snill­ing­ar í þessu. Hol­lend­ing­ar, Dan­ir og Bret­ar eru líka mjög framar­lega, það er löngu kom­inn tími að við för­um að gera eins og ná­grannaþjóðir okk­ar,“ seg­ir Sig­ríður. 

Björn Sigríðarson Traustason.
Björn Sig­ríðar­son Trausta­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Sig­ríður seg­ir að mörg dæmi séu til um að fólk taki sömu lyf­in ár eft­ir ár og oft sé það orðið löngu tíma­bært að skoða hvort fólk þurfi lyf­in eða ekki. 

„Lyf geta verið skaðleg ef þau eru ekki rétt notuð, en þau eru líka mjög mik­il­væg því þau geta bjargað lífi manns. Maður þarf því að fara mjög gæti­lega,“ seg­ir Sig­ríður. 

Lyfja­stoð er fyr­ir alla

Sig­ríður seg­ir að verk­efn­in hafi þró­ast mikið en fyrst skoðaði apó­tekið helst þrjá lyfja­flokka; kó­lester­ól­lækk­andi lyf, blóðþynn­andi lyf og blóðþrýst­ings­lyf. Seinna bætt­ust við ávana­bind­andi lyf og í kjöl­far þess hef­ur mynd­ast gott ut­an­um­hald fyr­ir þá sem vilja nýta sér þá aðstoð. 

„Svo erum við búin að vera í niðurtöpp­un á ávanafíkn. Það kom fljót­lega í ljós að það er gríðarlega mik­il þörf fyr­ir það. Við þurf­um að passa að líta á ein­stak­ling­ana og veik­asta fólkið okk­ar sem sjúk­linga og hugsa um rétt­indi þess. Við verðum að bera virðingu fyr­ir hvort öðru, því það er eng­inn sem vill vera háður ávana­bind­andi eða fíkni­lyfj­um, það er eng­inn sem vel­ur það. Þá er svo mik­il­vægt að við tök­um hönd­um sam­an, apó­tek­in, heilsu­gæsl­an og meðferðar­heim­il­in. Við verðum að vinna sam­an og með þverfag­legri sam­vinnu náum við ár­angri. Lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræðing­ar, lyfja­fræðing­ar, sál­fræðing­ar og fé­lags­fræðing­ar og það þarf einnig að huga að hús­næði ásamt því að vera með pró­gramm sem er fag­lega gert,“ seg­ir hún og bæt­ir við: 

„Því ef þetta geng­ur vel, þá geta ein­stak­ling­ar stundað vinnu, verið með börn­un­um sín­um og átt eðli­legt líf. Lyfja­stoðin er fyr­ir alla og það er gott að skoða lyf­in sín, fara yfir það hvernig þau virka og skoða meðferðar­heldn­ina. Maður þarf alls ekki að vera veik­ur. Fólk er stund­um bara að taka ein­hver lyf og það er gott fyr­ir hvern sem er að skoða hvernig þau passa sam­an og hvort það eru ein­hverj­ar auka­verk­ann­ir,“ seg­ir Sig­ríður.

Erna Freydís Traustadóttir, lyfjafræðinemi er hluti af metnaðarfullum starfskrafti apóteksins.
Erna Frey­dís Trausta­dótt­ir, lyfja­fræðinemi er hluti af metnaðarfull­um starfs­krafti apó­teks­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

Nota app fyr­ir niðurtöpp­un­ina

Í byrj­un árs hóf Reykja­nes­apó­tek sam­starf við fram­leiðend­ur ís­lenska apps­ins Prescri­by, en með app­inu geta sjúk­ling­ar, sem vilja trappa sig niður, skráð dag­lega líðan sinn, ná­kvæm­an lyfja­skammt, lík­am­leg ein­kenni og fleira. 

„Varðandi áv­ana­bind­andi lyf­in, þá erum við í sam­starfi við appið Prescri­by, það er for­rit sem Kjart­an Þóris­son lækn­ir bjó til ásamt fleir­um. Þetta er app í sím­an­um þar sem maður get­ur óskað eft­ir að trappa niður sterk verkjalyf yfir lang­an tíma. Þá get­ur maður skrá­sett á hverj­um degi „já mér líður vel,“eða, „æjj ég tók einni töflu of mikið hér“ og þá sjá­um við lyfja­fræðing­ar og lækn­arn­ir ná­kvæm­lega hvernig ein­stak­lingn­um geng­ur og líður. Þetta er þó al­gjör­lega í takt við per­sónu­vernd­ar­stefn­unna og all­ar upp­lýs­ing­ar sem fara þarna um eru í al­gjör­um trúnaði,“ seg­ir Sig­ríður.

„Við byrjuðum á þessu fyr­ir hálfu ári og við mynd­um alls ekki vilja fara til baka. Við vilj­um halda áfram í meðferðar­heldni hjá fólki. Ein­stak­ling­ar eru svo til í þetta og þörf­in er svo mik­il. Það er svo upp­lagt að nýta sér þenn­an kost því fólk get­ur alltaf komið beint inn af göt­unni því þetta er svo aðgengi­legt,“ bæt­ir hún við.

Sparnaður fyr­ir sam­fé­lagið að vinna sam­an

Sig­ríður seg­ir að hug­ar­fars­breyt­ing þurfi að eiga sér stað varðandi hlut­verk apó­teks­lyfja­fræðinga og að heil­brigðis­kerfið hafi alla burði til þess að koma verk­efn­inu í fram­kvæmd á landsvísu.

„Það er alltaf spurn­ing um kostnað en til lengri tíma litið spar­ar þetta svo mikla pen­inga fyr­ir sam­fé­lagið. Þetta minnk­ar ranga lyfja­notk­un, svo ég tali ekki um fyr­ir veik­asta hóp­inn okk­ar því það er dýrt að leggj­ast inn. Þar er líka svo mik­il bata­von ef að hægt er að grípa fyrr inn og á sem flest­um stöðum til að fyr­ir­byggja fíkni­sjúk­dóma.

Í Nor­egi geta ein­stak­ling­ar sem vilja hætta á sterk­um ávana­bind­andi lyfj­um gert sam­komu­lag við apó­tekið, komið svo á hverj­um morgni og tekið lyf­in í apó­tek­inu og farið út í vinnu­dag­inn. Það er kanski allt í lagi að hætta að hugsa um að fólk verði að vera al­veg „skrá­edrú.“ við erum stund­um svo harka­leg, vinn­um þetta bara fag­lega. Það er hægt að að trappa niður og finna viðhalds­skammta með gagn­reynd­um aðferðum og þá eru ein­stak­ling­ar síður að falla, en það þarf mikið ut­an­um­hald og sam­vinnu. Það er mik­il­vægt að úrræðin séu til staðar á landsvísu ekki aðeins í Reykja­vík.“

Apó­tek­in geta minnkað álag í heilsu­gæsl­unni með því að taka svona verk­efni að sér. Í stað þess að af­henda dagskammta á bráðamót­töku heilsu­gæsl­un­ar þá geta ein­stak­linga fengið lyf­in sín í ráðgjaf­ar­her­bergi apó­teks­ins. Um leið, get­ur fólk jafn­vel skroppið í baka­ríið og haldið svo áfram með dag­inn. Að huga að réttri lyfja­notk­un og skaðam­innk­andi áhrif­um spar­ar mik­inn pen­ing, við þurf­um aðeins að stokka upp hugs­un­ina og bara gera þetta. Heil­brigðis­kerfið hef­ur al­veg fjár­magn í þetta. Við spör­um þjóðfé­lag­inu mikla pen­inga með réttri lyfja­notk­un. Við vilj­um líka vera sam­fé­lags­lega ábyrg og minnka sóun. Við eig­um að hjálpa hvort öðru í að ná bata og vinna sam­an fag­lega,“ seg­ir Sig­ríður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda