Svona er morgunrútínan hjá Kleina

Kristján Einar Sigurbjörnsson er búinn að finna morgunrútínu sem gefur …
Kristján Einar Sigurbjörnsson er búinn að finna morgunrútínu sem gefur honum jákvæða orku út í daginn. Samsett mynd

Góð rútína get­ur auðveldað lífið. Það veit Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, bet­ur þekkt­ur sem Kleini, en hann af­hjúpaði á dög­un­um morg­un­rútínu sína á In­sta­gram. 

Kleini hef­ur verið áber­andi í fjöl­miðlum síðustu ár ásamt unn­ustu sinni, Haf­dísi Björgu Kristjáns­dótt­ur, en hann ákvað fyr­ir rúmu ári síðan að loka á alla miðla sína þar sem þeir væru of tíma­frek­ir. Hann sneri svo aft­ur á sam­fé­lags­miðla í síðasta mánuði eft­ir 376 daga hlé og hef­ur verið dug­leg­ur að deila ýmsu efni síðan. 

Byrj­ar alla morgna eldsnemma

Morgn­arn­ir byrja snemma hjá Kleina, en hann vakn­ar klukk­an 05:00 og legg­ur áherslu á að morgn­arn­ir séu síma­laus­ir. Því næst fer hann í kalt bað og hug­leiðir. 

Kleini seg­ist einnig not­ast við svo­kallað „mani­fest“, en marg­ir gera það með því að skrifa niður í bæk­ur eða stunda ein­hversskon­ar íhug­un í átt að mark­miðum sín­um. 

Því næst tek­ur Kleini upp bók og les 25 blaðsíður áður en hann fær sér morg­un­mat. Þegar hann hef­ur lokið við morg­un­mat­inn er ferðinni svo heitið á æf­ingu. Kleini seg­ir þessa morg­un­rútínu gera það að verk­um að hann fari út í dag­inn full­ur af orku og já­kvæðni.

Kleini deildi morgunrútínu sinni á Instagram.
Kleini deildi morg­un­rútínu sinni á In­sta­gram. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda