Hreyfing gæti verið lykillinn að betri líðan

Stundar þú reglulega hreyfingu?
Stundar þú reglulega hreyfingu? Samsett mynd

Auk­in hreyf­ing gæti verið lyk­ill­inn að betri líðan sam­kvæmt ný­legri rann­sókn sem birt­ist á vef Nati­onal Li­brary of Medic­ine, en hún leiddi í ljós að aðeins tíu mín­út­ur af hreyf­ingu geti bætt líðan.

Þátt­tak­end­ur í rann­sókn­inni voru 94 tals­ins, en þau voru öll há­skóla­nem­ar og báru hreyfi­mæli á sér ásamt því að segja frá líðan sinni nokkr­um sinn­um á dag yfir sjö daga tíma­bil. Þannig skoðuðu rann­sak­end­ur hvaða áhrif það hafði á líðan þeirra að skipta út kyrr­setu fyr­ir hreyf­ingu.

Rann­sókn­in leiddi í ljós að það að skipta kyrr­setu út fyr­ir hreyf­ingu í aðeins tíu mín­út­ur leiddi til betri líðan, meira að segja þegar hreyf­ing­in var létt, eins og mjúk­ar teygj­ur eða það að standa upp og ganga um húsið.

Þá kom einnig í ljós að miðlungs- til erfið ákefð, eins og hröð ganga, dans eða hjól­reiðar, höfðu mestu áhrif­in þegar kom að því að bæta líðan. Þá benda niður­stöður til þess að með því að skipta kyrr­setu út fyr­ir hreyf­ingu reglu­lega sé hægt að hafa já­kvæð lang­tíma­áhrif á líðan. Jafn­vel tíu mín­útna göngu­túr eða stutt æf­ing get­ur breytt líðan til hins betra.

Hreyf­ing bæt­ir and­lega vellíðan

Lækn­ir­inn Gabrielle Lyon deildi niður­stöðum úr rann­sókn­inni með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram og skrifaði: „Þar sem einn af hverj­um fimm full­orðnum í Banda­ríkj­un­um glím­ir við geðheil­brigðis­vanda­mál, eins og þung­lyndi, á hverju ári, er mik­il­væg­ara nú en nokkru sinni fyrr að finna ein­fald­ar leiðir til að bæta líðan okk­ar. 

Hreyf­ing get­ur verið öfl­ugt tæki – hvort sem það er hröð ganga, stutt­ar teygj­ur eða smá æf­ing, þá hafa rann­sókn­ir sannað að hreyf­ing bæt­ir and­lega vellíðan. Sam­kvæmt ný­legri rann­sókn get­ur jafn­vel það að skipta út kyrr­setu fyr­ir hreyf­ingu í tíu mín­út­ur bætt líðan. Og það sem er best? Því ákafari sem hreyf­ing­in er, því meiri áhrif á líðan­ina!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda