„Hlutir sem þú þarft ekki til að missa kíló“

Sara Davíðsdóttir þjálfari listaði upp það allra mikilvægasta er stuðlar …
Sara Davíðsdóttir þjálfari listaði upp það allra mikilvægasta er stuðlar að þyngdarmissi. Ljósmynd/Egill Árni

Sara Davíðsdótt­ir, einkaþjálf­ari og sam­fé­lags­miðlastjarna, deildi skot­held­um heilsuráðum með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram á fimmtu­dag. Hún listaði upp það allra mik­il­væg­asta er stuðlar að þyngd­artapi og heilsu­sam­legra líferni. 

„Facts“

P.s Það eru rétt tæp­ir fjór­ir mánuðir eft­ir af ár­inu. Það er hægt að gera STURLAÐA hluti á þeim tíma með réttu hug­ar­fari, for­gangs­röðun, skipu­lagi & með því að hafa skýra sýn á hvað það er sem þú vilt áorka.

Framtíðar þú (td þann 1.1.2025) mun þakka þér fyr­ir þær ákv­arðanir sem þú vel­ur að taka Í DAG,“ skrifaði Sara við færsl­una.

Hlut­ir sem þú þarft ekki til að missa kíló:

  • Að telja macros/​vigta all­an mat
  • Forðast kol­vetni
  • Fara á djúskúr
  • Brennslutöfl­ur
  • Fasta í x-tíma í dag
  • Gef­ast upp þegar eitt­hvað verður erfitt eða þér líður eins og þú sért búin/​n að klúðra

Það sem þú þarft: 

  • Mark­viss hreyf­ing (í meira en 2-3 vik­ur)
  • Styrkt­arþjálf­un (amk 2x í viku)
  • Betri svefn
  • Meira prótein í fæðuna þína
  • Rétt (já­kvætt) hug­ar­far
  • Fleiri skref inn í dag­inn þinn
  • Að inn­byrða færri hita­ein­ing­ar en þú eyðir
  • Að halda alltaf áfram líka þegar hlut­irn­ir verða erfiðir og átta þig á því að leiðin að ár­angri er ekki bein lína held­ur full af alls kon­ar brekk­um, hæðum og lægðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda