„Hlutir sem þú þarft ekki til að missa kíló“

Sara Davíðsdóttir þjálfari listaði upp það allra mikilvægasta er stuðlar …
Sara Davíðsdóttir þjálfari listaði upp það allra mikilvægasta er stuðlar að þyngdarmissi. Ljósmynd/Egill Árni

Sara Davíðsdóttir, einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna, deildi skotheldum heilsuráðum með fylgjendum sínum á Instagram á fimmtudag. Hún listaði upp það allra mikilvægasta er stuðlar að þyngdartapi og heilsusamlegra líferni. 

„Facts“

P.s Það eru rétt tæpir fjórir mánuðir eftir af árinu. Það er hægt að gera STURLAÐA hluti á þeim tíma með réttu hugarfari, forgangsröðun, skipulagi & með því að hafa skýra sýn á hvað það er sem þú vilt áorka.

Framtíðar þú (td þann 1.1.2025) mun þakka þér fyrir þær ákvarðanir sem þú velur að taka Í DAG,“ skrifaði Sara við færsluna.

Hlutir sem þú þarft ekki til að missa kíló:

  • Að telja macros/vigta allan mat
  • Forðast kolvetni
  • Fara á djúskúr
  • Brennslutöflur
  • Fasta í x-tíma í dag
  • Gefast upp þegar eitthvað verður erfitt eða þér líður eins og þú sért búin/n að klúðra

Það sem þú þarft: 

  • Markviss hreyfing (í meira en 2-3 vikur)
  • Styrktarþjálfun (amk 2x í viku)
  • Betri svefn
  • Meira prótein í fæðuna þína
  • Rétt (jákvætt) hugarfar
  • Fleiri skref inn í daginn þinn
  • Að innbyrða færri hitaeiningar en þú eyðir
  • Að halda alltaf áfram líka þegar hlutirnir verða erfiðir og átta þig á því að leiðin að árangri er ekki bein lína heldur full af alls konar brekkum, hæðum og lægðum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál