Líður best heima í Árbænum með útsýni yfir Rauðavatnið

Hreyfing er stór partur af lífi Kristbjargar Evu Hreinsdóttur.
Hreyfing er stór partur af lífi Kristbjargar Evu Hreinsdóttur. Samsett mynd

Þjálf­ar­inn Krist­björg Eva Hreins­dótt­ir byrjaði snemma að æfa fim­leika og færði sig síðar yfir í frjáls­ar íþrótt­ir. Hún lenti í erfiðum meiðslum í báðum íþrótta­grein­um sem tóku mikið á and­legu hliðina, en hún lét það þó ekki stoppa ástíðu sína gagn­vart hreyf­ingu.

„Ég byrjaði snemma að æfa fim­leika hjá Gerplu og varð yfir mig ást­fang­in af íþrótt­inni. Ég lenti svo í því óhappi að lenda á háls­in­um á fim­leikaæf­ingu og eft­ir það átti ég erfitt and­lega með að gera sömu hreyf­ing­ar vegna hræðslu. Ég tók í kjöl­farið erfiða ákvörðun og hætti eft­ir að hafa æft í mörg ár,“ seg­ir Krist­björg.

„Ég var þó ekki lengi að finna ást­ina á ný og byrjaði í frjáls­um íþrótt­um hjá Fjölni. Eft­ir nokk­ur ár meidd­ist ég illa aft­an í læri og bata­ferlið var al­veg skelfi­lega langt sem reyndi ein­stak­lega mikið á and­legu hliðina. En áhugi minn á hreyf­ingu hef­ur alltaf verið til staðar og mun halda áfram að vera það á kom­andi árum,“ bæt­ir hún við.

Krist­björg er bú­sett í Árbæn­um ásamt kær­asta sín­um, Hinriki Val Þor­valds­syni, og starfar sem versl­un­ar­stjóri í Wod­búð og þjálf­ari í Af­rek og Reykja­vík MMA. Hún út­skrifaðist sem einkaþjálf­ari frá Nordic Fit­n­ess Educati­on árið 2018 og sem styrkt­arþjálf­ari frá Keili árið 2020.

Kristbjörg útskrifaðist sem styrktarþjálfari frá Keili árið 2020.
Krist­björg út­skrifaðist sem styrkt­arþjálf­ari frá Keili árið 2020.

„Ég hef tekið nokk­ur ár í há­skóla en aldrei fundið rétta námið fyr­ir mig. Þegar áhugi á námi bank­ar á dyrn­ar verð ég til­bú­in, en á meðan er ég mjög ham­ingju­söm í störf­un­um sem ég sinni í dag,“ seg­ir Krist­björg.

„Ég tek líf­inu alls ekki of al­var­lega og reyni eins og ég get að lifa í nú­inu. Ég elska að aðstoða fólk og því finnst mér lang­skemmti­leg­ast að vinna við þjón­ustu­störf,“ bæt­ir hún við.

Hvernig hreyf­ingu stund­ar þú og hve oft æfir þú á viku?

„Í dag mæti ég oft í tíma í Af­rek þar sem mat­seðill­inn get­ur verið allskon­ar og svo mæti ég stund­um sjálf og fylgi mínu eig­in pró­grammi. Á sumr­in elska ég að fara út að hlaupa, en þið eigið ekki eft­ir að sjá mig á göt­un­um í vet­ur þar sem ég er mesta kulda­skræf­an. Ég æfi vana­lega fimm til sex sinn­um í viku en er dug­leg að hlusta á lík­amann.“

Áttu þér upp­á­hald­sæfingu?

„Ef ég ætti að velja eina upp­á­hald­sæfingu þá væri það hné­beygja. Ég hef lengi verið með mark­mið að ná 100 kg í hné­beygju og síðustu jól náði ég loks­ins því mark­miði á jóla­dag. Til­finn­ing­in eft­ir á var mjög góð og núna stefni ég bara hærra. Í dag á ég 102 kg og er alls ekki hætt.“

Hnébeygja er í sérstöku uppáhaldi hjá Kristbjörgu.
Hné­beygja er í sér­stöku upp­á­haldi hjá Krist­björgu.

Hvað færðu þér oft­ast í morg­un­mat?

„Ég fæ mér oft­ast hafra­graut á morgn­anna með prótein­dufti, hnetu­smjöri, rús­ín­um og ávöxt­um eða hendi í einn búst sem get­ur verið allskon­ar. Ef ég er á hlaup­um gríp ég oft­ast ban­ana og hleðslu.“

Hvernig nær fólk al­vöru ár­angri þegar kem­ur að hreyf­ingu?

„Per­sónu­lega finnst mér mik­il­væg­ast að sýna stöðug­leika og setja sér bæði lít­il og lang­tíma­mark­mið. Það get­ur verið gott að skipu­leggja vik­una og skrifa niður í daga­talið hvenær maður ætl­ar að hreyfa sig. Það er einnig mik­il­vægt að minna sig á að þetta er ferðalag sem get­ur verið krefj­andi en með réttri nálg­un og hug­ar­fari get­ur maður náð nýj­um hæðum í átt að betri heilsu og vellíðan. Önnur atriði eru sem dæmi góður æf­inga­fé­lagi, fjöl­breytt og nær­ing­ar­rík fæða og að nýta sér þjón­ustu einkaþjálf­ara.“

Kristbjörg mælir með því að fólk finni sér góða æfingafélaga.
Krist­björg mæl­ir með því að fólk finni sér góða æf­inga­fé­laga.

Hvaða venj­ur legg­ur þú áherslu á sem tengj­ast heilsu?

„Ég legg mikla áherslu á að búa til góða rútínu í dag­legu lífi og á svefn, ekki bara lengd hans held­ur gæði. Það er gott að slökkva á öllu klukku­tíma fyr­ir svefn og ekki borða stóra máltíð seint á kvöld­in. Að und­ir­búa sig kvöld­inu áður er líka góð venja og get­ur sparað manni mik­inn tíma, t.d. að vera búin að græja morg­un­mat­inn eða nestið fyr­ir dag­inn. Einnig að drekka tvo til þrjá lítra af vatni á dag og safna ákveðnum skref­um yfir dag­inn til að halda lík­am­an­um á hreyf­ingu og minnka kyrr­setu.“

Hvaða flík er á óskalist­an­um í fata­skáp­inn fyr­ir haustið?

„Þessi spurn­ing kem­ur á hár­rétt­um tíma þar sem ný haustlína var að lenda í Wod­búðinni frá sænska merk­inu Aim’n. Það var nýr lit­ur að detta inn sem heit­ir Deep Emer­ald og efst á óskalist­an­um mín­um er hálfrennd há­skólapeysa í þeim lit, ásamt mörgu öðru úr þess­ari línu.“

Kristbjörg er hrifin af þessari peysu í grænum lit.
Krist­björg er hrif­in af þess­ari peysu í græn­um lit.

Upp­á­haldsstaður á Íslandi?

„Ég er mjög heimakær og líður best heima í Árbæn­um með út­sýni yfir Rauðavatnið. Upp­á­haldsstaður­inn minn á Íslandi er Vopna­fjörður. Móður­fjöl­skylda mín kem­ur frá Vopnafirði og ég hef heyrt marg­ar sög­ur þaðan frá ömmu og afa. Bróðir minn býr þar í dag með fjöl­skyldu sinni og þegar ég heim­sæki þau líður mér alltaf svo vel og ég næ góðri ró.“

Hvað ger­ir þú til að hlúa að and­legu heils­unni?

„Það sem hjálp­ar mér oft þegar and­lega heils­an er niðri er að fara á æf­ingu. Það er oft erfitt að koma sér á staðinn en mér líður alltaf bet­ur eft­ir á. Það sem hjálp­ar mér líka er að tala við fólkið í kring­um mig. Einnig að gera hluti sem veita mér ham­ingju og sinna áhuga­mál­um mín­um. Ég legg líka áherslu á að koma vel fram við fólkið í kring­um mig og reyni að vera besta út­gáf­an af sjálfri mér. Ég hugsa fal­lega til mín og er hætt að bera mig sam­an við aðra. Svo er ég dug­leg að hitta fjöl­skyldu og vini en einnig að plana tíma fyr­ir sjálfa mig.“

Kristbjörg segir hreyfingu líka gera mikið fyrir andlegu heilsuna.
Krist­björg seg­ir hreyf­ingu líka gera mikið fyr­ir and­legu heils­una.

Hvaða bók last þú síðast?

„Ég ætla ekki að ljúga en síðasta bók sem ég las var Salka Valka. Ég var sem sagt að hjálpa nán­um aðila í lífi mínu að klára mennta­skól­ann.“

Hvaða mann­eskja hef­ur haft mest áhrif á líf þitt?

„Það er hún ynd­is­lega mamma mín. Ég væri ekki hér í dag án henn­ar. Hún hef­ur staðið við bakið á mér allt mitt líf og er besta vin­kona mín. Ég lít svo mikið upp til henn­ar og hún hef­ur verið fyr­ir­mynd­in mín frá því að ég var lít­il stelpa.“

Með mömmu sem er helsta fyrirmynd Kristbjargar í lífinu.
Með mömmu sem er helsta fyr­ir­mynd Krist­bjarg­ar í líf­inu.

Upp­á­halds­borg sem þú hef­ur ferðast til?

„Hér verð ég að segja Dubai. Ég hef ferðast á ýmsa staði en Dubai stend­ur klár­lega upp úr. Það var magnað að sjá þessa borg og upp­lifa það sem hún hef­ur upp á að bjóða.“

Með kærastanum Hinriki Val í Dubai.
Með kær­ast­an­um Hinriki Val í Dubai.

Ertu með ein­hver ráð fyr­ir þá sem vilja byrja að hreyfa sig í haust?

„Það get­ur tekið smá tíma að finna það sem manni finnst skemmti­legt, þannig að það er mik­il­vægt að prófa mis­mun­andi hluti og ekki gef­ast upp. Ég mæli með að setja sér raun­sæ mark­mið til að hafa eitt­hvað til að stefna að. Það get­ur hjálpað manni að sjá ár­ang­ur og ýtir manni áfram í rétta átt. Hug­um að heils­unni okk­ar og dá­umst að fólki sem hreyf­ir sig. Hætt­um að bera okk­ur sam­an við aðra og fögn­um litlu og stóru sigr­un­um sem við náum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda