„Mikilvægt að fara ekki út í öfgar með heilsu“

Viktor Örn Margeirsson er knattspyrnumaður og klínískur sálfræðingur.
Viktor Örn Margeirsson er knattspyrnumaður og klínískur sálfræðingur. Samsett mynd

Sál­fræðing­ur­inn og knatt­spyrnumaður­inn Vikt­or Örn Mar­geirs­son hef­ur mikla ástríðu fyr­ir heilsu, bæði and­legri og lík­am­legri. Hann spil­ar fót­bolta með Breiðabliki í efstu deild karla og starfar sam­hliða því sem klín­ísk­ur sál­fræðing­ur hjá Kvíðameðferðar­stöðinni og Heil Heilsumiðstöð.

Vikt­or þekk­ir vel hve stórt hlut­verk haus­inn spil­ar í íþrótt­um og seg­ir að sál­fræðin sé að vissu leyti vannýtt fræðigrein í íþrótta­heim­in­um sem og í öðrum grein­um þar sem leitað er eft­ir bæt­ing­um og vel­gengni. Hann setti því ný­verið á lagg­irn­ar fyr­ir­tækið Hug­rænn styrk­ur ásamt fé­laga sín­um, Hjálmtý Al­freðssyni sál­fræðingi og hand­knatt­leiks­manni. Þar bjóða þeir upp á sál­fræðiþjón­ustu sem er sér­sniðin að fólki sem er að reyna að skara fram úr á ákveðnu sviði, til dæm­is af­reks­fólk í íþrótt­um, eða vill láta sér líða vel í því sem það er að fást við.

Fót­bolta­fer­ill Vikt­ors hófst þegar hann var sjö ára gam­all með Breiðabliki í Kópa­vog­in­um, en hann viður­kenn­ir að iðkun­in hafi þó verið með hálf­um huga til að byrja með. „Ég held að ég hafi hangið í fót­bolt­an­um út af bróður mín­um, Finni Orra, sem var og er enn að spila. Tíu ára fór ég svo að æfa á fullu og síðan þá hef­ur fót­bolt­inn verið mitt helsta áhuga­mál,“ seg­ir Vikt­or.

Í dag spil­ar Vikt­or enn með Breiðabliki og hef­ur gert all­an fer­il­inn, að und­an­skild­um tveim­ur stutt­um stopp­um í öðrum liðum þar sem hann var á láni. „Þegar það er hefðbund­in vika, sem er nú sjald­an, þá æfum við fimm sinn­um í viku og spil­um einn leik. Þá má reikna með að hver æf­ing sé ein og hálf til tvær klukku­stund­ir. Svo er mik­ill tími sem fer í margt annað en fót­boltaæf­ing­ar, eins og end­ur­heimt og styrkt­arþjálf­un,“ seg­ir hann.

Bræðurnir Viktor Örn og Finnur Orri.
Bræðurn­ir Vikt­or Örn og Finn­ur Orri. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn

Þurfti að læra að tak­ast á við mis­tök­in

Vikt­or legg­ur mikla áherslu á að huga að heilsu sinni en seg­ir mik­il­vægt að það fari ekki út í öfg­ar. „Ég legg áherslu á að sinna grunnstoðum and­legr­ar og lík­am­legr­ar heilsu vel, þá er ég að tala um svefn, mataræði, hreyf­ingu og fé­lags­leg tengsl. Ég reyni að for­gangsraða þess­um hlut­um framar­lega og gera það vel – maður er auðvitað ekki full­kom­inn í þessu, en ef maður sinn­ir þess­um hlut­um stöðugt yfir lengri tíma þá kemst maður á góðan stað,“ út­skýr­ir Vikt­or.

„Mér finnst líka mik­il­vægt að fara ekki út í öfg­ar með heilsu frek­ar en annað. Ef ein­hverj­ir af þess­um þátt­um fara að vera meiri kvöð en bara heil­brigð og skyn­söm nálg­un þá get­ur það farið að vinna á móti manni. Ég reyni að nálg­ast þetta allt sem viðmið frek­ar en skyldu. Ég reyni að sofa í níu klukku­stund­ir á næt­urn­ar, en það geng­ur ekki alltaf. Ég reyni að borða hollt í 85% skipta, en fæ mér súkkulaði þegar það á við,“ bæt­ir hann við.

And­leg heilsa er ekki síður mik­il­væg í íþrótt­um og þekk­ir Vikt­or það af eig­in reynslu. „Þegar ég var yngri að brjóta mér leið inn í meist­ara­flokk hjá Breiðabliki þurfti ég að hafa mark­visst fyr­ir því að tak­ast á við mis­tök. Ég stressaðist upp ef ég klúðraði ein­hverju sem fékk mig til að vilja ekki fá bolt­ann og þar af leiðandi spilaði ég hálf­hik­andi. En svo fór ég mark­visst að tak­ast á við það og fór að „taka séns­inn“ á því að gera mis­tök og æfði mig í að taka mis­tök­in ekki inn á mig,“ seg­ir Vikt­or.

„Ég fór að vera hug­rakk­ari sem leiddi til þess að ég þorði. Svo fóru hlut­irn­ir að ganga bet­ur og mér fór að líða bet­ur varðandi það að spila og eiga mis­tök á hættu. Hræðslan við mis­tök er al­geng hjá íþrótta­fólki enda upp­lif­um við oft að mikið sé und­ir. Það er hægt að vinna með það og ná góðum ár­angri sem hjálp­ar fólki inn­an sem utan vall­ar,“ bæt­ir hann við.

Vikt­or hef­ur einnig mikla trú á góðri rútínu sem hann legg­ur áherslu að halda í heilt yfir, sér­stak­lega hvað viðkem­ur svefni, mataræði og æf­ing­um. „Í kring­um leiki er eig­in­lega bara eini fast­inn sem ég reyni að halda í það að borða á svipuðum tíma fyr­ir leiki og borða eitt­hvað sem mér líður vel af. Und­an­far­in ár hef ég til dæm­is verið að fara á Saffr­an fyr­ir leiki,“ seg­ir hann.

„Ég held það sé vandmeðfarið að vera of form­fast­ur í ákveðnum hlut­um á leik­dag – frek­ar að treysta á sjálf­an sig í leikn­um en að eitt­hvað í rútín­unni sé að fara að vinna fyr­ir þig leik­inn. Það til dæm­is hjálp­ar mér ekk­ert að skora mark ef ég fer í hægri skó­inn á und­an þeim vinstri eða öf­ugt. Það er mik­il­vægt að ein­beita sér að sjálf­um sér, stjórna því sem þú get­ur stjórnað og reyna síðan að gera það vel,“ bæt­ir hann við.

Viktor Örn leggur áherslu á að huga að grunnstoðum heilsunnar, …
Vikt­or Örn legg­ur áherslu á að huga að grunnstoðum heils­unn­ar, þó án allra öfga. mbl.is/​Hari

Skráði sig óvænt í sál­fræði á síðustu stundu

Vikt­or seg­ir hug­mynd­ina um að fara í sál­fræðinám hafa kviknað þegar hann var yngri, en það hafi snemma vakið áhuga hans þegar rætt var um and­leg vanda­mál og geðsjúk­dóma. „Svo eft­ir mennta­skóla var ég óákveðinn og vissi ekki hvað ég vildi læra. Það var svo vin­ur minn, sem ég vann með sum­arið fyr­ir grunn­námið, sem dró mig með sér í sál­fræðina, en ég náði í raun að troða mér inn ör­fá­um dög­um áður en námið hófst,“ seg­ir Vikt­or.

„Í grunn­nám­inu datt ég svo inn í góðan hóp sem gerði námið enn skemmti­legra og þá lá bein­ast við að fara í klín­íska sál­fræði sem ég sé svo sann­ar­lega ekki eft­ir,“ bæt­ir hann við.

Viktor Örn starfar í dag sem klínískur sálfræðingur.
Vikt­or Örn starfar í dag sem klín­ísk­ur sál­fræðing­ur. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Vikt­or kláraði bæði grunn­nám í sál­fræði og meist­ara­nám í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, en hann er þó hvergi nærri hætt­ur að mennta sig og afla sér meiri þekk­ing­ar þar sem hann hóf ný­verið nám í íþrótta­sál­fræði sem hann mun sinna sam­hliða fót­bolt­an­um og vinn­unni. Þá stofnaði hann einnig ný­lega fyr­ir­tækið Hug­rænn styrk­ur ásamt fé­laga sín­um.

„Ég og Hjálmtýr kynnt­umst í grunn­nám­inu, en hann er einnig klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og íþróttamaður eins og ég, og út frá þeim sam­eig­in­lega áhuga spratt þessi hug­mynd. Við þekkj­um lands­lagið í íþrótta­heim­in­um og sjá­um klár­lega pláss fyr­ir bæt­ing­ar á því sviði. Að vissu leyti er sál­fræðin vannýtt fræði í heimi íþrótta og annarra greina sem leita eft­ir bæt­ing­um og vel­gengni – þar má nefna vinnu­markaðinn, skóla, list, stjórn­end­ur og fleira. Í því sam­hengi má nefna að þjón­usta Hug­ræn styrks ein­skorðast ekki við íþrótta­fólk,“ seg­ir Vikt­or.

„Sál­fræðiþjón­ust­an er í raun fyr­ir alla sem telja sig þurfa á sál­rænni aðstoð að halda. Hjá Hug­ræn­um styrk erum við að leggja áherslu á fólk sem vill láta sér líða vel í því það sem það er að fást við eða er að reyna að skara fram úr á ákveðnu sviði – það á við um íþrótta­fólk, lista­fólk, vinnustaði, stjórn­end­ur og svo fram­veg­is. Vandi fólks get­ur verið mis­mun­andi og margþætt­ur, sum­ir eiga í til­finn­inga­vanda, eins og kvíða og þung­lyndi, aðrir leita sér aðstoðar varðandi krís­ur í líf­inu eða eiga í erfiðleik­um með það sem þeir eru að fást við,“ seg­ir Vikt­or og bæt­ir við að hann telji þjón­ust­una geta nýst flest­um, hvort sem þeir eigi við klín­ísk­an vanda að stríða eða vilji fá verk­efni til að ná betri tök­um á hug­an­um og þar með nýta það til fram­fara.

„Það er að fær­ast í vöxt að fólk leiti í and­lega þjálf­un sem líkja má við styrkt­arþjálf­un, nema það snýr að hug­an­um og and­lega hlut­an­um. Hægt er að not­ast við aðferðir sál­fræðinn­ar til að bæta frammistöðu, sam­skipti, svefn, að tak­ast á við mis­tök og svo margt fleira. Til að nefna tvær aðferðir af mörg­um eru mark­miðasetn­ing og hug­arþjálf­un þekkt tól sem reyn­ast vel,“ seg­ir Vikt­or og bæt­ir við að þeir fé­lag­arn­ir bjóði meðal ann­ars upp á nám­skeið, fræðslu, hlaðvarp og fyr­ir­lestra, en séu einnig að þróa nýtt efni jafnóðum.

„Við vinn­um allt okk­ar efni og þjón­ustu út frá gagn­reynd­um aðferðum sem eru byggðar á fræðileg­um grunni. Einna helst styðjumst við við hug­ræna at­ferl­is­meðferð (HAM) eða Accept­ance and Comm­it­ment Therapy (ACT),“ seg­ir Vikt­or.

Viktor Örn varð Íslandsmeistari með Breiðablik árið 2022.
Vikt­or Örn varð Íslands­meist­ari með Breiðablik árið 2022. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Íþrótta­fólk upp­lifi oft mikla pressu

Spurður út í hvað það sé sem íþrótta­fólk er helst að tak­ast á við þegar kem­ur að and­legu hliðinni seg­ir Vikt­or að það eigi það til að upp­lifa meiri pressu en geng­ur og ger­ist. „Sú pressa get­ur verið sjálfsprott­in eða frá um­hverf­inu eins og for­eldr­um, þjálf­ur­um, sam­herj­um eða áhorf­end­um. Press­an get­ur farið mis­vel í ein­stak­linga – sum­ir þríf­ast vel und­ir pressu en öðrum líður illa und­ir henni. Í því sam­hengi má ræða vænt­ing­ar fólks en þær eru ekki alltaf á rök­um byggðar og geta haft nei­kvæðar af­leiðing­ar,“ út­skýr­ir Vikt­or.

„Í íþrótt­um fær maður að sjá út­kom­una snöggt og get­ur það verið góður skóli ef fólk vill nýta sér mót­lætið til góðs, en sum­ir eiga erfitt með mót­lætið og gagn­rýn­ina sem því get­ur fylgt. Fólk þarf því að geta ber­skjaldað sig til að geta staðið sig vel, en vel­gengn­inni fylg­ir alltaf hætt­an á mis­tök­um. Svo sýna rann­sókn­ir einnig að íþrótta­fólk er lík­legra til að upp­lifa klín­ísk and­leg vanda­mál eins og kvíða, þung­lyndi og átrask­an­ir,“ bæt­ir hann við.

Sjálf­ur hef­ur Vikt­or leitað mikið til bróður síns í gegn­um tíðina þegar hann hef­ur upp­lifað erfiðleika eða lent í mót­læti á fót­bolta­ferl­in­um, en hann er þakk­lát­ur fyr­ir að eiga góða að sem eru ávallt reiðubún­ir að aðstoða hann þegar þörf er á. „Svo hef ég lagt upp úr því að eiga í góðu sam­tali við þjálf­ara til að fá ráðlegg­ing­ar varðandi það sem ég má bæta,“ seg­ir hann.

Vikt­or seg­ir ís­lenska íþróttaum­hverfið virðast farið að leggja meira upp úr and­lega þætt­in­um, til dæm­is með því að gera þjón­ustu aðgengi­legri, en það sé þó alltaf rými til bæt­inga. „Með áfram­hald­andi þróun og auknu fjár­magni inn fer sál­fræði og and­leg heilsa íþrótta­fólks von­andi að verða samþykkt­ari og aðgengi­legri öll­um þeim sem þurfa á því að halda. Það er klár­lega pláss fyr­ir bæt­ing­ar hvað þetta varðar en það þarf sam­stöðu úr hreyf­ing­unni,“ seg­ir hann.

Það er margt spenn­andi fram und­an hjá Vikt­ori sem er óneit­an­lega með marga bolta á lofti þessa dag­ana. „Nú er farið að líða á seinni hluta tíma­bils­ins í fót­bolt­an­um svo maður er með full­an fókus á að klára það vel og gera allt til að vinna Íslands­mótið sem klár­ast í lok októ­ber. Í vinnu er ég síðan að taka viðtöl á starfs­stöðvum sem ég vinn á og er sí­fellt að bæta við mig reynslu og þekk­ingu á sviði klín­ískr­ar sál­fræði – var til dæm­is að byrja í námi í íþrótta­sál­fræði,“ seg­ir hann.

„Svo mun ég halda áfram að þróa og vinna í Hug­ræn­um styrk, en þar eru helstu verk­efni að halda nám­skeið og fræðslu ásamt því að gefa út hlaðvarpsþætti – allt með það að mark­miði að gera sál­fræðiþjón­ustu fyr­ir af­reks­fólk eins aðgengi­lega og fag­lega og mögu­legt er,“ seg­ir Vikt­or að lok­um.

Viktor Örn ásamt kærustu sinni, Rebekku Steinarsdóttur, og dóttur þeirra.
Vikt­or Örn ásamt kær­ustu sinni, Re­bekku Stein­ars­dótt­ur, og dótt­ur þeirra. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda