Fagnar átta ára edrúafmæli í Dublin

Stefán Ingvar er þakklátur fyrir edrúlífið.
Stefán Ingvar er þakklátur fyrir edrúlífið. Ljósmynd/Hákon Pálsson

Uppistandarinn Stefán Ingvar Vigfússon hefur verið án áfengis í átta ár.

Í tilefni þess birti hann færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hann segist þakklátur fyrir allt. Stefán fagnar deginum í Dublin. 

„Edrú í átta ár í dag, þakklátur fyrir allt. Ég er farin að hallast að því að það fari mér betur en að vera alltaf fullur endalaust og út um allt. 

Ég fagna þessum tímamótum í Dublin og stimpla mig sem eina manneskjan í Dublin sem ekki drekkur áfengi,“ skrifar hann við færsluna. 

Stefán og sambýliskona hans, Hólmfríður María Bjarnardóttir, eða Hófí, vöktu mikla athygli fyrr á árinu þegar þau fermdu heimilisköttinn sinn, hana Lísu.

Fermingarveislan var hin glæsilegasta og fór fram í Tjarnarbíói. Matth­ías Tryggvi Haraldsson, leikskáld og sviðshöfundur, sá um að ferma köttinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda