Er hægt að losna við misheppnaðar varafyllingar?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir á Húðlækna­stöðinni svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem velt­ir fyr­ir sér hvort það sé hægt að leysa upp vara­fyll­ing­ar.

Sæl Jenna Huld

Mér finnst ég vera með of mikið magn af fylli­efn­um í vör­un­um og vil því at­huga með að láta leysa þau upp. Hvernig er það gert, er allt fjar­lægt og fá var­irn­ar upp­runa­legt út­lit?

Kveðja,

BL

Sæl og blessuð.

Þetta er vax­andi vanda­mál í dag og alltaf að verða al­geng­ara og al­geng­ara að kon­ur (og menn) vilji láta fjar­lægja fylli­efni. Það er hægt með því að sprauta lyfi sem heit­ir hyelasi í fylli­efnið.

Þetta er lyf­seðilskylt lyf og því ein­ung­is á hönd­um lækna að nota það enda get­ur það valdið of­næmisviðbrögðum og þá er eins gott að vera und­ir rétt­um hönd­um.

Of­næmisviðbrögðin eru sjald­gæf en þau eru al­geng­ari gegn þessu lyfi en fylli­efn­un­um sjálf­um. Við á Húðlækna­stöðinni leys­um yf­ir­leitt fylli­efni í vör­um í blokk­deyf­ingu þar sem það get­ur verið mjög sárs­auka­fullt.

Það fer svo eft­ir gæðum fylli­efn­anna hve oft þarf að leysa upp efnið. Ef fylli­efnið er þykkt og lé­legt þá þarf oft að leysa það upp þris­var sinn­um. Ef fylli­efnið er af góðum gæðum þá næst oft að leysa það upp í einni til­raun. Það er svo hægt að setja aft­ur fylli­efni ef þess er óskað en þá þarf að fara mjög var­lega með valið á ef­inu þar sem það ligg­ur fyr­ir auk­in áhætta á að það flæði út fyr­ir var­irn­ar ef það hef­ur gerst áður. Oft­ast kem­ur það mjög fal­lega út og því vel hægt að laga illa gerðar var­ir.

Gangi þér vel!

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir,

Húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir, MD, PhD Húðlækna­stöðin

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda