„Þetta bara rústaði lífi hans“

Elísabet Reykdal yfirlæknir á húð- og sjúkdómadeild Landspítalans segir sjálfsofnæmissjúkdóminn Alopecia ekki vera hættulegan sjúkdóm í grunninn. Sjúkdómnum er oft lýst sem hvimleiðum en að sögn Elísabetar veldur hann ekki verkjum eða líkamlegum veikindum en getur þó haft verulega slæm áhrif á andlega líðan.

„Ég hitti reyndar nýverið sjúkling á mínum aldri sem að fékk þetta sem barn og hann hefur aldrei fengið hár síðan þá. Talandi um þann mann þá hafði þetta gríðarlega mikil áhrif á hann og þetta bara rústaði lífi hans,“ lýsir Elísabet og segir sjúkdóminn oft á tíðum geta valdið sjúklingum kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun.

„Á þessum tíma líka var ekki jafnmikið samþykki gefið fyrir því að vera öðruvísi, þrátt fyrir að margir vilji vera eins í dag og þrátt fyrir snjallvæðinguna og samfélagsmiðlana þá samt er mikla meira rými fyrir það að vera öðruvísi í dag heldur en var þegar ég var ung.“

Blettaskalli getur valdið sjúklingum kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun.
Blettaskalli getur valdið sjúklingum kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun. Skjáskot/Instagram/Alopeciauk

Þungbær reynsla að kveðja sjálfið sitt

Samkvæmt Elísabetu reynist hárleysið mörgum þungbært. Segir hún marga eiga í erfiðleikum með að sætta sig við sjúkdóminn og að það eigi við um bæði kynin. Að missa hár af höfði, augnhár og augabrúnir geti haft veruleg áhrif á sjálfsmynd fólks sem upplifir sig vera að missa sjálfið sitt og ímynd og þekki sig varla í spegli.

Þrátt fyrir að áhætta sé fólgin í því að hefja meðferð líftæknilyfja og að lyf á sérlyfjaskrá séu dýr segir Elísabet það geta verið kostnaðarsamara fyrir samfélagið að meðhöndla andleg veikindi sem geta komið í kjölfar hárlossins en ekki þyrftu annars að eiga sér stað. 

„Þessi maður sagðist eiginlega ekki treysta sér til þess að reyna þessa meðferð því hann væri búinn að eyða svo mörgum árum í að sætta sig við þetta og sættast við að þetta hafi verið svona að hann ætlaði ekki að bjóða sér upp á vonbrigðin ef þetta myndi ekki virka. Því meðferðin er í raun svona eins og síðasta hálmstráið,“ segir hún en telur oftast ástæðu til að hefja lyfjameðferð ef allar forsendur fyrir því eru rökréttar.

Elísabet Reykdal og Halla Árnadóttir ræða sjúkdóminn í Dagmálum Morgunblaðsins …
Elísabet Reykdal og Halla Árnadóttir ræða sjúkdóminn í Dagmálum Morgunblaðsins en Halla þekkir sjúkdóminn vel af eigin raun. mbl.is/María Matthíasdóttir

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að horfa eða hlusta á viðtalið í heild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda