Er í lagi að nota einnota andlitsmaska?

Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands.
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir á Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Ljósmynd/Helgi Ómars

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir, húðlækn­ir á Húðlækna­stöðinni, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu á fer­tugs­aldri sem spyr hvað sé til ráða vegna tíðra fílapensla og fleira.

Góðan dag!

Ég er kona á fer­tugs­aldri og hef um ára­bil átt við húðvanda­mál að stríða, en ég fæ mjög reglu­lega ból­ur og fílapensla á and­litið, mikið á höku og kinn­ar. Ég vil því for­vitn­ast um hvernig sé best að þrífa húðina og hvort það sé í lagi að nota einnota and­lits­maska endr­um og sinn­um?

Kveðja, 

Ein slæm í húðinni. 

Komdu sæl.

Ból­ur og fílapensl­ar eru alltaf horm­óna­tengd­ar og sér­stak­lega hjá kon­um komn­ar yfir 25 ára ald­ur­inn. Horm­óna­getnaðar­varn­ir geta aðstoðað við að koma á meira jafn­vægi á horm­óna og húðina og ef þær þol­ast illa þá reyn­ist vel að nota gam­alt blóðþrýst­ings­lyf sem heit­ir Spironolact­on. Að koma jafn­vægi á horm­ón­in gef­ur alltaf besta ár­ang­ur­inn og hef­ur einnig lang­verk­andi áhrif. Fyr­ir utan það þá er mik­il­vægt að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna og þá gjarn­an með and­lits­hreinsi sem inni­held­ur salicyl­sýru.

Salicyl­sýra (BHA sýra) er fitu­leys­an­leg sýra sem hreins­ar vel húðfit­una og get­ur hjálpað mikið til að halda mynd­un fílapensla og bóla í lág­marki. Einnig myndi ég mæla með A-víta­mínkremi fyr­ir þig og þá helst sterku A-víta­mínkremi eins og Dif­fer­ini eða Tret­in­o­in kremi.

Þetta eru mjög sterk A-víta­mínkrem sem minnka fitu­fram­leiðslu húðar­inn­ar og draga þannig úr bólu­mynd­un. Hafa einnig mjög góð áhrif á fílapensla og lokaða kirtla. Mik­il­vægt er að fara var­lega í upp­hafi meðferðar og nota kremið á kvöld­in ein­ung­is 1-2x í viku til að byrja með. Ef það geng­ur vel er ráðlagt að nota kremið oft­ar og jafn­vel dag­lega ef það þol­ist vel.

Al­gengt er að húðin versni aðeins í upp­hafi meðferðar þar sem lyfið ýtir á fitukirtl­ana að tæma sig og þ.a.l. geta sprottið upp ein­hverj­ar nýj­ar ból­ur í byrj­un meðferðar. Auk þess tek­ur a.m.k. 2-3 mánuði áður en ár­ang­ur verður sýni­leg­ur.

Kremið get­ur þú notað í lang­an tíma og jafn­vel árum sam­an. Þetta krem ger­ir húðina viðkvæm­ari fyr­ir sól­inni, þannig að notaðu sól­ar­vörn ef þú ert í sól eða taktu hlé á meðferðinni ef þú ert að fara í sól­ar­landa­ferð eða yfir há­sum­arið á Íslandi. 

Við mæl­um ekki sér­stak­lega með and­lits­mösk­um þegar húðin er ol­íu­kennd og með til­hneig­ingu til að fá fílapensla og ból­ur. Endi­lega kynntu þér hvernig er best að hugsa um bólu­kennda húð og hvaða vör­ur er gott að nota hér á heimasíðu Húðvakt­ar­inn­ar.

Kær kveðja,

Jenna Huld Ey­steins­dótt­ir, húðlækn­ir á Húðvakt­inni og Húðlækna­stöðinni.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Jennu Huld spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda