Hefur verið dansandi í hartnær 70 ár

Helgi nýtur þess að dansa.
Helgi nýtur þess að dansa. Ljósmynd/Karítas

Helgi Magnús­son er mik­ill tjútt­ari sem veit fátt skemmti­legra en að stíga nokk­ur spor á dans­gólf­inu við takt­fasta tónlist. Hann hef­ur verið dans­andi í hart­nær 70 ár og kynnt­ist þjóðlegri, ís­lenskri dans­menn­ingu og dans­menn­ingu annarra þjóða þegar hann var nem­andi við Héraðsskól­ann í Skóg­um í byrj­un sjö­unda ára­tug­ar­ins. 

Helgi er menntaður ís­lensku- og sagn­fræðing­ur og hef­ur verið eft­ir­sótt­ur próf­arka­les­ari og rit­stjóri um ára­bil. Hann hef­ur eng­ar áætlan­ir um það að setj­ast í helg­an stein á næst­unni og seg­ist njóta gullár­anna einna best með því að vera sí­vinn­andi og að sjálf­sögðu dans­andi. 

„Dans­inn hjálpaði mér til að opna mig“

„Ég var held­ur feim­inn þegar ég byrjaði að sækja böll­in í gamla daga. Ég viður­kenni það al­veg, en dans­inn hjálpaði mér til að opna mig,“ seg­ir Helgi er hann rifjar upp náms­ár­in í Skóg­um. „Til okk­ar kom dans­kenn­ari, kona úr Reykja­vík, sem kenndi okk­ur grunn­spor­in í helstu döns­um þess tíma, sem voru tjútt og jive, báðir hraðir og fjör­ug­ir dans­ar. Þetta vakti mikla ánægju meðal nem­enda skól­ans og kveikti áhuga minn.“

Í Héraðsskól­an­um í Skóg­um, eins og lengi tíðkaðist í heima­vist­ar­skól­um hér á landi, var starf­andi hljóm­sveit nem­enda, eða tón­vissra drengja, eins og Helgi orðar það. 

„Á hverju laug­ar­dags­kvöldi voru haldn­ar dan­sæfing­ar. Kennslu­stofu var breytt í danssal og við dönsuðum eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn, þetta var hápunkt­ur vik­unn­ar. Stúlk­urn­ar eyddu eft­ir­miðdeg­in­um í að túpera á sér hárið og gera sig fín­ar. Þær voru alltaf feiki­lega flott­ar.“

Hvernig leið þér þegar þú bauðst stúlku upp í dans í fyrsta sinn?

„Það var erfitt í fyrstu en maður komst fljótt upp á lagið með það,“ seg­ir hann og hlær. 

Helgi lauk lands­prófi frá Héraðsskól­an­um í Skóg­um og hélt þá til Reykja­vík­ur í frek­ara nám. Í höfuðborg­inni gafst hon­um tæki­færi til að rækta dansáhug­ann enn frek­ar. 

„Þá stundaði ég nám við Mennta­skól­ann í Reykja­vík, þar var dans­inn í há­veg­um hafður. Laug­ar­dags­kvöld voru dans­kvöld í skól­an­um og ég lét mig sjald­an vanta,“ seg­ir Helgi sem tók einnig spor­in á helstu skemmtistöðum bæj­ar­ins og meðal ann­ars und­ir hljóm­spili Hljóm­sveit­ar Finns Ey­dals og ljúf­um söng Helenu Eyj­ólfs­dótt­ur. 

Enn í fullu fjöri

Í dag er Helgi 78 ára gam­all og enn í fullu fjöri á dans­gólf­inu. 

Hvar dans­arðu í dag?

„Fé­lag eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni stend­ur fyr­ir viku­leg­um dans­leikj­um í sam­komu­húsi sínu uppi á Höfða. Ég er dug­leg­ur að mæta þangað. Stöku sinn­um eru hald­in dans­kvöld á Ca­tal­inu í Kópa­vogi, en það er eini op­in­beri staður­inn á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem er boðið upp á dans,“ seg­ir Helgi sem mæt­ir einnig reglu­lega á viðburði hjá Fé­lagi harmoniku­unn­enda og sam­tök­um áhuga­fólks um al­menna dansþátt­töku á Íslandi, Komið og dansið.”

Hvað dreg­ur þig að dans­in­um?

„Mann­skepn­an hef­ur dansað frá tím­um frum­manns­ins, það er okk­ur eðlis­lægt. Ég gef mér alltaf tíma til að dansa. Dans er mjög mik­ils virði þegar kem­ur að því að halda sér í góðu formi.“

Hvaða dans er í upp­á­haldi?

„Ég held upp á alla sam­kvæm­is­dansa en sér­stak­lega vín­ar­vals. Hon­um fylg­ir glæsi­leg­ur þokki, en all­ir dans­ar hafa eitt­hvað við sig, suður-am­er­ísk­ir dans­ar eru skemmti­leg­ir og ansi líf­leg­ir. Mér finnst mjög gam­an að dansa sömbu og rúm­bu en svo er alltaf gam­an að taka jive, minn­ir mig á skóla­ár­in.”

Hvað finnst þér um dansa yngri kyn­slóðanna?

„Mér finnst lítið varið í dansþróun dags­ins, en hver kyn­slóð hef­ur sína takta,” seg­ir Helgi kím­inn í lok­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda