„Ég var vel virkur alkóhólisti“

Ólafur Sveinsson er hættur að vinna og hefur gaman að …
Ólafur Sveinsson er hættur að vinna og hefur gaman að því að ganga á fjöll. mbl.is/Árni Sæberg

Ólaf­ur Sveins­son er 78 ára og starfaði lengi sem fram­reiðslumaður í vakta­vinnu en hef­ur síðustu ár fundið sig hvað helst í fjalla­mennsku. Árið 1991 varð mik­il breyt­ing á lífi hans þegar hann horfðist í augu við sjúk­dóm­inn alkó­hól­isma. Að hans sögn fyllt­ist hann frels­istil­finn­ingu yfir að vera með sjúk­dóm sem hann sjálf­ur bæri ábyrgð á og að til væri leið í átt að bata.

Þegar blaðamaður nær sam­bandi við hinn 78 ára Ólaf Sveins­son, eða Óla, stend­ur hann í miðjum flutn­ing­um úr Garðabæ til Stykk­is­hólms. Létt­ur í bragði grín­ast hann með að ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins sé vel­kom­inn heim til hans í draslið sem fylg­ir flutn­ing­un­um.

Aðspurður seg­ist Óli vera að elta dótt­ur sína og tengda­son til Stykk­is­hólms því að tengda­son­ur­inn sé þaðan. Óli á fjög­ur börn, „í tveim­ur holl­um“ eins og hann seg­ir sjálf­ur. Fyrstu tvö börn­in eignaðist hann í fyrra hjóna­bandi sínu, árin 1968 og 1971. Síðara hollið kom í seinna hjóna­band­inu, á sama tíma og hann eignaðist fyrstu barna­börn­in, eða 1988 og 1991.

Geng­ur á hverj­um degi

Óli er frá­skil­inn í dag og til­tölu­lega nýhætt­ur að vinna. Barna­börn­in eru alls 13 svo það er nokkuð ljóst að þrátt fyr­ir að hann sé á eft­ir­laun­um eru verk­efn­in ef­laust mörg.

„Afa­hlut­verkið var ekk­ert mjög sterkt í byrj­un, þegar fyrstu tvö barna­börn­in fædd­ust, því að þá var ég svo upp­tek­inn af að vera nýorðinn pabbi aft­ur. En eft­ir því sem á leið hef­ur það orðið betra og betra.“ ÓIi seg­ir það hafa verið ansi skrýtna til­finn­ingu að verða pabbi á sama tíma og hann varð afi, en það gangi hins veg­ar bet­ur núna þegar hann hef­ur góðan tíma. Hann sé virk­ur og reyni að hjálpa til eins og mögu­legt er.

Óli starfaði sem þjónn hjá Bláa lón­inu í 11 ár en eft­ir að hann hætti þar árið 2017 fór hann að starfa sem leiðsögumaður hjá Ferðafé­lagi Íslands. Þá stofnaði hann göngu­klúbb­inn Fyrsta skrefið, ásamt góðum vini sín­um, Reyni Trausta­syni. Óli starfaði sem leiðsögumaður til árs­ins 2022. Síðan þá hef­ur hann starfað sem þjónn í hluta­starfi hjá Hót­el Glym og á Steik­hús­inu, þar sem hann hætti ný­lega.

Óli geng­ur á hverj­um degi og hef­ur gert það í fjölda ára. Hann seg­ist fara mikið á Helga­fellið í Hafnar­f­irði, Esj­una, Úlfars­fell, Grí­manns­fell og fleiri fjöll sem eru ná­lægt höfuðborg­ar­svæðinu.

„Fyrst og fremst halda fjall­göng­urn­ar mér við í hreyf­ingu og að auki finnst mér þetta mjög skemmti­legt.“ Hann fer út í öll­um veðrum og læt­ur veðrið aldrei stoppa sig.

Hann er einnig með hund sem þarf á hreyf­ing­unni að halda en seg­ir hann í sjálfu sér ekki aðalástæðu göngu­túr­anna. Held­ur séu það sjúk­dóm­arn­ir sem hann glím­ir við en hann er með þung­lyndi og hjarta­sjúk­dóm, og þess vegna skipti hreyf­ing­in sköp­um í lífi hans.

Skell­ur sem leiddi til betra lífs

Óli er ekk­ert feim­inn við að segja frá ed­rú­mennsku sinni. Hann hef­ur verið edrú síðan í janú­ar 1991. „Ég var vel virk­ur alkó­hólisti, drakk mikið en var alltaf í vinnu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann hafi vissu­lega einnig drukkið í vinn­unni.

„Ég skildi við fyrri kon­una mína eft­ir mik­inn hama­gang í drykkju. Ég var mjög aggress­íf­ur þegar ég drakk, hroka­full­ur, dóm­h­arður og stjórn­sam­ur. Þótt ég hafi al­veg átt ágæt­is stund­ir inni á milli þá var ég mjög ásæk­inn í vínið.“

Óli lýs­ir því hve stjórn­söm hon­um hafi fund­ist seinni kona sín vera þegar hann tók sam­an við hana og út­skýr­ir þannig hugs­un­ar­hátt hins týpíska alkó­hólista. „Hún var alltaf að vesen­ast í því hvað ég drykki mikið svo ég fór frá henni og hélt áfram að drekka.“

Hann seg­ist hafa verið afar upp­tek­inn af sjálf­um sér og sínu lífi og hafa nauðsyn­lega þurft að skemmta sér. Þegar hann er spurður hvað hafi orðið til þess að augu hans opnuðust svar­ar hann ein­fald­lega: „Ég fór frá kon­unni minni því ég ætlaði að kenna henni lex­íu svo hún áttaði sig á hverju hún væri að missa af. Þegar hún svo fann sér ann­an mann, þá kárnaði gamanið,“ seg­ir hann og bros­ir við, um kænsku kon­unn­ar sinn­ar fyrr­ver­andi.

„Þá ákvað ég að tala við SÁÁ og sjá hvort það væri ör­ugg­lega satt sem fólk væri að segja, að ég drykki of mikið.“ Óli seg­ist hafa verið rétt­ur kandí­dat til að fara í meðferð, byrjaði á Vogi og fór svo á Sogn, sem þá var meðferðar­heim­ili.

„Síðan hef­ur orðið mik­il lífs­breyt­ing.“

Kær­leik­ur­inn æðri mátt­ur

Í dag er hann virk­ur í sjálf­boðasam­tök­um og hef­ur verið það síðan hann varð edrú, fyrst og fremst til að breyta sjálf­um sér og bæta fyr­ir það sem hann hef­ur gert. „Ég hef lært að koma með frið þar sem er ófriður,“ eins og hann orðar það sjálf­ur.

Til að hefja nýtt líf hafi hann þurft að gef­ast gjör­sam­lega upp, sem hann og gerði. „Ég fann svo mikið frelsi í því að ég væri með sjúk­dóm sem ég bæri ábyrgð á og það væri til leið í átt að bata.“ Hann seg­ir að frelsið sé einnig fólgið í að bæta fyr­ir brot­in og eiga betra líf.

„Ég man að ég fékk hug­ljóm­un á Sogni um að þetta yrði allt í lagi.“ Hann seg­ist vera gam­all komm­ún­isti og hafa aldrei trúað á Guð. „Það vafðist mjög mikið fyr­ir mér í fyrstu.“ Hann hafi þó hugsað mér sér að ef trú­in væri það sem þyrfti til að verða edrú þá myndi hann byrja að trúa.

„Svo hef­ur það þró­ast og breyst í gegn­um tíðina. Minn æðri mátt­ur í dag er kær­leik­ur­inn.“

Óli seg­ir þetta snú­ast um að vera meðvitaður og að passa að sinna því sem þarf til að viðhalda bat­an­um sem hann hef­ur náð. Hann þurfi að vera vak­andi yfir hvernig hon­um líður og að þar spili þung­lyndið stórt hlut­verk.

Það hafi verið stórt skref þegar hann ákvað að þung­lyndið væri ekki leng­ur hans eig­in byrði. Það var ekki leng­ur leynd­ar­mál. „Fólkið mitt veit að ef ekk­ert heyr­ist í mér, þá er eitt­hvað að.“

Eitt af ein­kenn­um þung­lynd­is­ins er að á erfiðum stund­um lok­ar hann sig af, en þrátt fyr­ir erfiðu dag­ana fer hann samt alltaf út að ganga.

Fjall­göng­urn­ar og frelsið

„Ég hef alltaf hreyft mig,“ seg­ir Óli þegar hann er spurður hvernig fjall­göngu­bakt­erí­an hafi tekið sér ból­festu í lík­ama hans. Árið 2011 fékk hann hug­mynd um að ganga á Hvanna­dals­hnjúk. Hann æfði sig fyr­ir göng­una sem fór fram úr björt­ustu vænt­ing­um. Í ferðinni á hnjúk­inn hitt Óli leiðsögu­mann sem hvatti hann til að taka þátt í verk­efn­inu 52 fjöll á veg­um Ferðafé­lags Íslands. Sá hóp­ur geng­ur á 52 fjöll yfir árið, en ÓIi var ekki viss um að hann gæti tekið þátt í því þar sem hann var í vakta­vinnu á þeim tíma.

Hann lét þó til­leiðast og var kom­inn í göngu­hóp­inn árið 2012. Í fyrstu missti hann af ýms­um ferðum vegna vinnu, en metnaður­inn var mik­ill svo hann gekk á fjöll­in á öðrum tím­um.

„Þegar ég greind­ist fyrst með hjarta­sjúk­dóm­inn hafði ég deg­in­um áður gengið á Stóra-Meitil með fjalla­hópn­um,“ og seg­ir hann göng­una hafa verið afar erfiða. Morg­un­inn eft­ir ætlaði Óli í aðra létt­ari göngu en fann þá fyr­ir mikl­um þyngsl­um og mæði. Hann hringdi í vin sinn sem ráðlagði hon­um að fara á bráðamót­tök­una, sem hann og gerði, og var þá sett­ur beint í þræðingu.

Eft­ir æv­in­týrið með 52 fjöll­um, gekk Óli í Fram­halds­líf sem var fram­hald af fyrri hópn­um og þá tók ástríðan fyr­ir fjall­göng­um yf­ir­hönd­ina. „Við vor­um að safna fjöll­um.“

Ævin­týra­mennsk­an hélt áfram og fór hann að æfa jöklaklif­ur árið 2018. Á fyrsta nám­skeiðinu seg­ist hann hafa gert mis­tök sem urðu til þess að hann datt og braut í sér níu rif­bein.

„Þarna var ég bara hepp­inn. Ég hefði getað drepið mig.“

Óli hef­ur gengið Jak­obs­veg­inn þris­var sem hann seg­ir hafa verið mikla upp­lif­un. „Þar gekk ég einn með sjálf­um mér í öll þrjú skipt­in.“ Í fyrsta skiptið sem hann gekk veg­inn árið 2022 fór hann um 800 kíló­metra leið sem ligg­ur um Frakk­land og seg­ir hann göng­una hafa verið mjög átak­an­lega.

„Þótt ég hefði gert ákveðin reikn­ings­skil á lífi mínu eft­ir að ég varð edrú hafði ég þarna svo mik­inn tíma með sjálf­um mér.“ Þá velti hann sér fram og til baka upp úr því hvernig líf hans hefði verið, sem reynd­ist hon­um oft og tíðum erfitt.

Síðustu 400 metr­arn­ir

Fyr­ir göng­urn­ar um Jak­obs­veg­inn reyndi Óli við nokkra tinda sem eru ef­laust draum­ur margra fjall­göngugarp­anna.

Hann seg­ir þá vin­ina hafa verið granda­lausa þegar þeir tóku ákvörðun um að ganga á Mont Blanc í Frakklandi í októ­ber árið 2013. Fjall sem er um 4.800 metr­ar á hæð. Þeir hafi æft sig í Esj­unni sem endaði með því að Óli var sótt­ur á þyrlu eft­ir að hafa fallið í mik­illi hálku, en sem bet­ur fer ekki slasast mikið.

„Það var því spurn­ing hvort ég kæm­ist á Mont Blanc.“ Þeir létu hins veg­ar verða af því. „Gang­an var meiri hátt­ar,“ en þegar 400 metr­ar voru eft­ir á topp­inn fékk Óli háfjalla­veiki og gat ekki klárað göng­una. Hann seg­ir að þeir hefðu þurft meiri und­ir­bún­ing en að hins veg­ar hafi það verið ákveðin upp­lif­un að kynn­ast háfjalla­veik­inni.

Óli lenti í svipaðri reynslu á hæsta fjalli Afr­íku, Kiliamanjaro. Í fyrstu var vafa­mál hvort hann ætti að leggja í göng­una vegna hjarta­sjúk­dóms­ins. Eft­ir að hafa talað við lækn­inn og fjöl­skyld­una hafi það þó verið ákveðið að hann færi með því lof­orði að ef eitt­hvað kæmi upp á myndi hann snúa aft­ur niður.

Í janú­ar 2022 lagði hann af stað á Kiliamanjaro og seg­ir ferðina á fjallið hafa gengið ágæt­lega. Síðasta dag­inn, þegar fara átti síðustu 400 metr­ana af rúm­um 5.800 metr­um, var eins og slegið væri í brjóstið á hon­um. Hann tók sprengitöflu og súr­efn­is­mett­un var 88, sem telst gott í 5.400 metra hæð. Það flaug í gegn­um huga hans að klára göng­una en þá mundi hann allt í einu eft­ir lof­orðinu sem hann hafði gefið fjöl­skyld­unni og hætti við topp­inn.

Óla hef­ur þó tek­ist að ganga upp að grunn­búðum Ev­erest, í tæp­lega 5.400 metra hæð. „Sú ganga hafði mik­il áhrif á mig. Mann­lífið þar er svo ótrú­legt og all­ir svo já­kvæðir. Ég er bara svo stolt­ur af að hafa getað tek­ist á við þetta.“

Þrátt fyr­ir stoltið yfir af­rek­un­um á fjöll­um er hann fyrst og fremst stolt­ur af að vera í góðu sam­bandi við barna­börn­in og stelp­urn­ar sín­ar. Að lok­um seg­ist hann guðslif­andi feg­inn að hafa hætt öllu þessu ei­lífðar­veseni sem fylgdi áfeng­isneysl­unni og að í dag breyti hann frek­ar til góðs en ills.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda