Er vont að vera einhleypur of lengi?

Sumir vilja ekki vera einir en öðrum finnst það frábært.
Sumir vilja ekki vera einir en öðrum finnst það frábært. Ljósmynd/Thinkstockphotos

„Það að vera ein­hleyp­ur lengi get­ur haft ýmis áhrif á and­legu hliðina,“ seg­ir Carol­ine Wein­stein klín­ísk­ur sál­fræðing­ur í viðtali við Body&Soul.

„Fólk upp­lif­ir það að vera ein­hleyp­ur með ólík­um hætti. Það get­ur bæði verið til hins betra eða verra. “

Já­kvæðu hliðar ein­hleyp­unn­ar

„Einn helsti kost­ur­inn er að fólk kynn­ist sjálfu sér á dýpri hátt og lær­ir að treysta á sig. Fólk fær tæki­færi til þess að styrkja sig og sitt gild­is­mat án áhrifa frá öðrum. Þá get­ur það sinnt áhuga­mál­um og per­sónu­leg­um mark­miðum sín­um bet­ur. Þá læra þau að vera sjálfu sér nóg og læra að tak­ast á við áskor­an­ir á sjálf­stæðan hátt.“

„Fólk þróar með sér þraut­seigju og vald­efl­ist. Allt eru þetta líka góðir kost­ir fyr­ir framtíðarsam­bönd.“

„Ann­ar kost­ur þess að vera ein­hleyp­ur er að maður bygg­ir náin og góð vináttu­sam­bönd og styrk­ir fé­lagsnet sitt veru­lega. Vin­ir geta veitt manni gríðarleg­an stuðning og manni líður eins og maður til­heyr­ir.“

„Slík vináttu­sam­bönd næra mann á svipaðan hátt og sam­bönd gera. Þá upp­lifa marg­ir frels­istil­finn­ingu að geta hagað lífi sínu eft­ir eig­in höfði.“

Slæmu hliðar ein­hleyp­unn­ar

„Fólk get­ur orðið einmana og ein­mana­leiki til langs tíma get­ur leitt til þung­lynd­is eða kvíða. En þetta fer allt eft­ir því hvernig ein­stak­ling­ur­inn upp­lif­ir það að vera ein­hleyp­ur. Hvort hann sé sátt­ur að vera einn eða ekki. “

Þá get­ur sam­bands­mynst­ur manns haft áhrif á hvort maður sé lengi ein­hleyp­ur eða ekki. „Fólk sem er lengi ein­hleypt get­ur orðið mjög sjálf­stætt og það get­ur átt erfitt með að hleypa ein­hverj­um í líf sitt og aðlag­ast þörf­um annarra. Þau sem eiga sögu um erfið sam­bönd gætu verið var­kár­ari í sam­skipt­um og vilja forðast höfn­un eða sær­indi.“

„Þau sem eru óör­ugg með sig gætu túlkað það að þau séu ein­hleyp með nei­kvæðum hætti. Að þau séu óelsk­an­leg eða ekki nógu góð. Þau reiða sig á ytri viður­kenn­ingu sem gæti reynst þeim ákveðin fyr­ir­staða fyr­ir framtíðarsam­bönd.“

„Það er mik­il­vægt að vera op­inn fyr­ir nýj­um teng­ing­um á sama tíma og maður er já­kvæður í garð þess að vera ein­hleyp­ur. Fólk þarf að fatta að það er ekk­ert að því að vera ein­hleyp­ur. Það er tíma­bil sem get­ur verið al­veg jafn­frá­bært og hvað annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda