Þeir sem þola ekki kæki gætu þjáðst af misokinesia

Hver gæti ímyndað sér að manneskja sem hefur þann kæk …
Hver gæti ímyndað sér að manneskja sem hefur þann kæk að snúa stöðugt upp á hárlokk valdi hugarangri og vanlíðan hjá annarri manneskju? Peter Nguyen/Unsplash

Þeir sem af­bera varla þegar annað fólk er með áv­ana á borð við að fikta statt og stöðugt í hár­inu á sér eða hreyfa fót­legg­inn hratt upp og niður þegar setið er, þjást hugs­an­lega af misok­inesia.

Vís­inda­menn kepp­ast við að greina fyr­ir­bærið sem virðist ekki hafa nein­ar aug­ljós­ar skýr­ing­ar, enn sem komið er.

Ýkt viðbrögð við annarra manna ávön­um

Í nýrri grein tíma­rits­ins PLoS One tóku sér­fræðing­ar ít­ar­leg viðtöl við 21 ein­stak­ling sem til­heyr­ir stuðnings­hóp við fólk með misok­inesia. Flest­ir svara því að fóta- og handa­hreyf­ing­ar fari mest í taug­arn­ar á þeim, en önn­ur hljóð eins og pennasmell­ir og hár­snún­ing­ar vekja einnig upp vond­ar til­finn­ing­ar.

Aðrir viðmæl­end­ur segj­ast ým­ist vilja klippa fing­ur af þeim sem slá þeim hratt í borðið eða hrein­lega líða illa þegar mak­inn hreyf­ir tærn­ar upp og niður fyr­ir fram­an sjón­varpið.

Dr. Jane Greg­ory, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur við Oxford-há­skóla, hef­ur rann­sakað og meðhöndlað bæði misok­inesia og misphonia. Hún seg­ir suma þeirra sem þjást af misok­inesia geta orðið mjög pirraða á fikti eða end­ur­tekn­um hreyf­ing­um en að það hafi ekki áhrif á dag­legt líf þeirra.

En að aðrir, sem þjást af misok­inesia, viðhafi ýkt­ari viðbrögð á borð við ofsareiði eða finni jafn­vel fyr­ir van­líðan. Smá smell­ir geti orðið að lát­um í eyr­um þeirra, hljóð sem verða ekki síuð frá.

Það að smella fingrum statt og stöðugt í borðið gæti …
Það að smella fingr­um statt og stöðugt í borðið gæti or­sakað of­beld­is­hugs­an­ir hjá þeim sem þjást af misok­inesia Janay Peters/​Unsplash

Hug­mynd­ir um of­beldi gagn­vart þeim sem er með kæk

Lýs­ing­ar eins og auk­inn hjart­slátt­ur og ofsareiði eru al­geng­ar hjá þeim sem bregðast á ýkt­an hátt við end­ur­tekn­um ávön­um annarra. 

Dr. Greg­ory seg­ir að svo ofsa­feng­in viðbrögð geti virkað lam­andi og komið í veg fyr­ir að fólk ein­beiti sér og geri eðli­lega hluti. „Hluti af heila þeirra er stöðugt að hugsa um hreyf­ing­una,“ seg­ir hún. Jafn­framt geti hug­mynd­ir um of­beldi og að þvinga viðkom­andi til að hætta hreyf­ing­un­um skot­ist upp í huga þeirra.

Or­sök viðbragða sem þess­ara gæti verið eðlis­hvöt manns­ins að lifa af, allt auka áreiti verði til þess að maður­inn fari í ein­hvers kon­ar varn­ar­stöðu. Líkt og und­irmeðvit­und­in sé stöðugt að fylgj­ast með hugs­an­legri „hættu“.

Eitt af því sem fólk ger­ir til að forðast vond viðbrögð er að fylgj­ast ekki með öðrum fikta í sér eða af­veg­leiða sjálft sig frá áv­ana annarra. Sum­ir hrein­lega forðast þá sem eru með leiðin­lega kæki. 

Dr. Greg­ory seg­ir eina leið fyr­ir fólk til að sporna gegn vond­um hugs­un­um þá að gera sér í hug­ar­lund af hverju viðkom­andi hafi slík­an kæk. Hún seg­ir marga skamm­ast sín fyr­ir svo ýkt viðbrögð en að eitt­hvað verði fólk að gera því séu til­finn­ing­ar bæld­ar niður geti þær orðið enn sterk­ari og or­sakað meiri van­líðan.

BBC News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda