Af hverju er svona gott að kreista bólur?

Það getur verið gott að kreista.
Það getur verið gott að kreista. Thinkstock / Getty Images

Mörg­um finnst gott að kreista ból­ur eða fílapensla með þar til gerðum tækj­um og tól­um og geta jafn­vel varið heil­um klukku­stund­um í það verk­efni. Sér­fræðing­ar segja marg­ar ástæður gætu legið að baki þess­ari áráttu. Þetta kem­ur fram í um­fjöll­un The Styl­ist Magaz­ine.

„Fólk get­ur haft mikla nautn af því að sjá hvernig gröft­ur, blóð eða olía losn­ar úr húðinni og get­ur örvað sams­kon­ar ánægju­stöðvar heil­ans og þegar maður borðar skyndi­bita eða drekk­ur áfengi en heil­inn los­ar við það dópa­mín,“ seg­ir Dr Gisele Ca­seiras sál­fræðing­ur.

„Það að maður fær nán­ast sam­stund­is vellíðun­ar­til­finn­ingu við mjög litla áreynslu ger­ir það að verk­um að við leit­umst í þetta. Þá get­ur streita einnig verið driffjöður að baki bólukreist­inga og mörg­um þykir það slak­andi.“

Rann­sókn­ir hafa sýnt að einn af hverj­um fjór­um finn­ur fyr­ir streitu flest alla daga. Á meðan 11% full­orðinna finna til streitu alla daga. Það er því ekki að undra að all­ir séu að leita leiða til þess að finna eitt­hvað sem los­ar um streitu.

„Stund­um er það auðveld­ara að meðhöndla streitu með eitt­hvað sem er lík­am­legt og blas­ir beint við manni. Maður sér vanda­mál og get­ur tek­ist á við það sam­stund­is. Þetta veit­ir manni þá til­finn­ingu að maður hafi stjórn á hlut­un­um. Smátt og smátt get­ur þessi hegðun orðið að vana til þess að bregðast við áhyggj­um sín­um og ýta þeim frá sér.“

„Til viðbót­ar þá legg­ur sam­fé­lagið mikið upp úr hreinni og lýta­lausri húð. Það er hins veg­ar al­veg eðli­legt að fá ból­ur og bletti en þegar við lít­um á þetta sem vanda­mál þá líður okk­ur vel þegar við erum að gera eitt­hvað í mál­inu. Maður er þá að taka burt eitt­hvað sem er nei­kvætt.“

„Stund­um get­ur þetta gengið út í öfg­ar og fólk þróað með sér rösk­un sem heit­ir derma­tillom­ania þar sem fólk þarf alltaf að vera að kroppa í húðina sína af mik­illi áráttu.“

Húðsér­fræðing­ar mæla ekki með miklu kroppi og benda á að það auki lík­ur á sýk­ingu og öra­mynd­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda