Hvers vegna er áfengislaus janúar góður fyrir fólk?

Margir upplifa bættan svefn með því að sleppa neyslu áfengis.
Margir upplifa bættan svefn með því að sleppa neyslu áfengis. Ljósmynd/Unsplash/Andrea Piacquadio

Á nýju ári eru marg­ir í til­tekt­argírn­um og vilja ekki síður taka til í eig­in lífi rétt eins og á öðrum sviðum. Marg­ir láta af neyslu áfeng­is eft­ir sukkið í des­em­ber. Sér­fræðing­ar segja að auðveld­ast sé að hætta neyslu áfeng­is með því að ein­blína á kosti þess sem það hef­ur í för með sér.

Kost­irn­ir eru fjöl­marg­ir sér­stak­lega þegar svefn­inn er ann­ars veg­ar. 

Þrátt fyr­ir að áfengi geti gert mann syfjaðan þá verða gæði svefns mun lak­ari. Það að sleppa áfengi get­ur haft áhrif á svefn­inn til bæði skamms og langs tíma. Sleppi maður drykkju í einn mánuð þá sér maður sí­fellt meiri áhrif á svefn­inn eft­ir því sem á líður mánuðinn. 

Fyrsta vik­an er vika aðlög­un­ar

„Ef þú drekk­ur reglu­lega þá er ekki óeðli­legt að finna fyr­ir nokkr­um frá­hvörf­um fyrstu vik­una,“ seg­ir Tim Mercer lækn­ir hjá NHS í sam­tali vð Styl­ist Magaz­ine.

„Þú gæt­ir fundið fyr­ir væg­um haus­verkj­um, pirr­ingi og löng­un í syk­ur. Svefn­inn gæti rask­ast því þú ert ekki leng­ur að nota áfengi til þess að sljóvga þig fyr­ir svefn­inn. Kannski verður erfiðara fyr­ir þig að sofna og halda þér sof­andi fyrstu næt­urn­ar. Þetta ætti þó að lag­ast á fá­ein­um dög­um.“

„Gott er að huga vel að mat­ar­ræðinu og taka inn magnesí­um.“

Birt­ir til í ann­arri viku

„Þú ferð að finna veru­lega fyr­ir ávinn­ingi áfeng­is­leys­is í ann­arri viku. Ork­an er orðin jafn­ari og melt­ing­in verður betri. Þá fer svefn­mynstrið að verða reglu­legra og það verður auðveld­ara að sofna. Þá vakn­ar maður líka end­ur­nærðari og út­hvíld­ari. Ef þú not­ar heilsu­úr þá muntu sjá að REM svefn­inn eykst til mik­illa muna á þessu tíma­bili.“

Nær há­marki í þriðju viku

„Á þriðju viku ættu all­ir að vera byrjaðir að finna mik­inn mun á sér. Syk­ur­löng­un­in snar­minnk­ar á þriðju viku og svefn­inn verður dýpri. Til þess að há­marka vellíðun­ina og svefn­inn þá er mik­il­vægt að halda í góða svefn­rútínu og vakna alltaf á sama tíma. Gott er einnig að venja sig á úti­veru fyrst á morgn­ana. Þá þarf mat­ar­tím­inn einnig að vera reglu­bund­inn og forðast skal þung­ar máltíðir og lík­ams­rækt rétt fyr­ir svefn­inn.“

Fjórða vik­an tími til að fara yfir allt

„Fjórða vik­an mark­ar oft­ast enda­lok átaks­ins hjá fólki. Þá er samt gott að fara yfir það með meðvituðum hætti hvernig manni leið, hvort þetta hafi skilað sér í bætt­um svefni og auk­inni vellíðan. Kannski get­ur maður haldið í þess­ar góðu venj­ur með ein­um eða öðrum hætti til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda