Full sjálfsástar í appelsínugulu bikiníi

Nelly Furtado er kanadísk söngkona og lagahöfundur, Grammy-verðlaunahafi og hefur …
Nelly Furtado er kanadísk söngkona og lagahöfundur, Grammy-verðlaunahafi og hefur átt lög á topp tíu á Billboard. Samsett mynd/Instagram

Kanadíska söng­kon­an og laga­höf­und­ur­inn Nelly Fur­ta­do hóf nýja árið með bik­iní­mynd­um á In­sta­gram og skila­boðum um ný­fundna sjálfs­ást.

Mynd­irn­ar sýna Fur­ta­do stilla sér stolta upp fyr­ir fram­an speg­il og taka sjálfs­mynd­ir af sér farðalausri í skærapp­el­sínu­gulu bik­iníi. 

Skila­boðin til fylgj­enda hefjast á orðunum: „Eigðu hlut­laus­an lík­ama 2025...“

Fur­ta­do seg­ist hafa orðið vör við nýj­an fag­ur­fræðileg­an þrýst­ing á þessu ári, en á sama tíma upp­lifað nýtt stig sjálfs­ást­ar og ósvik­ins sjálfs­trausts. Hún var upp á sitt besta í kring­um alda­mót­in síðustu og átti lög á borð við I'm Like a Bird og Turn Off the Lig­ht á topp tíu á Bill­bo­ard. Þá hef­ur hún einnig hlotið Grammy-verðlaun fyr­ir tónlist sína.

Í færsl­unni út­skýr­ir Fur­ta­do að hún sé ekki með neinn farða á and­lit­inu og að mynd­irn­ar séu hvorki klippt­ar né lagaðar til. „En ég er með gervi­brúnku,“ skrif­ar hún og sér einnig til­efni til að nefna köngu­lóaræðar, eða æðaslit, sem hún seg­ir að minni hana á móður sína og frænk­ur.

Þá kem­ur hún inn á lítaaðgerðir og seg­ist hvorki hafa látið laga and­lit né lík­ama, hvort sem það heiti fylli­efni eða eitt­hvað annað. Niður­lag Fur­ta­do er að fylgj­end­ur henn­ar tjái sig frjáls­lega, fagni sín­um sér­kenn­um og það sé í lagi að líka við speg­il­mynd sína en einnig í lagi að vilja eitt­hvað allt annað.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda