Flensubomba ömmu drepur allar pestir

Lo Reyez.
Lo Reyez. Samsett mynd

Þar sem ný in­flú­ensu­veira kem­ur á hverju ári er þörf á áhrifa­ríkri flensu­vörn til að verj­ast pest­um vetr­ar­ins.

Lo Reyez, heilsu­áhrifa­vald­ur og lög­gilt­ur nudd­ari, vakti mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni TikT­ok ný­verið þegar hún deildi áhrifa­ríkri flensu­vörn ömmu sinn­ar (e. flu bomb) sem hún seg­ir snar­virka.

Mynd­skeiðið er 17 sek­únd­ur að lengd og sýn­ir Reyez út­búa mixt­úr­una sem hef­ur að henn­ar mati töfra- og lækn­inga­mátt, en Reyez seg­ist aldrei hafa verið veik leng­ur en í sól­ar­hring í senn eft­ir að amma henn­ar kynnti hana fyr­ir flensu­bomb­unni í æsku.

Allt nátt­úru­leg hrá­efni

„Það er best að hlýða ömmu. Þetta eru allt nátt­úru­leg hrá­efni sem þú átt nú þegar í eld­hús­skáp­un­um eða færð í öll­um mat­vöru­versl­un­um, og leyfðu mér að segja, þetta á eft­ir að snar­minnka flensu­ein­kenni, nátt­úr­an veit best,” sagði Reyez í mynd­skeiðinu sem ríf­lega 100 þúsund manns hafa horft á.

Sam­kvæmt Reyez er hægt að inn­byrða mixt­úr­una strax, ekki meira en eina te­skeið í einu, eða þynna hana aðeins með volgu vatni og drekka. Mixt­úr­an geym­ist í ís­skáp í allt að þrjá mánuði.

@lo.reyez recipe in the capti­on below👇 Abu­ela’s flu BOMB: - 2 tbs gin­ger - 1 tbs tumeric - 1 tsp minced garlic - 1 pinch of black pepp­er (this acti­vates the tumeric) - 1 pinch cayenne pepp­er - cinnamon (to taste) - co­ver in ho­ney take 1 tbs and mix it with WARM water and drink or take it straig­ht 😉 #natural­reme­dy #flu­sea­son #holistichealth #healt­htok #creator­se­archinsig­hts ♬ Sa­bor a Mi - El Trío Los Panchos

Flensu­bomba 

Upp­skrift­in er eft­ir­far­andi:

2 msk engi­fer

1 msk túr­merik

1 tsk hakkaður hvít­lauk­ur

klípa af svört­um pip­ar

klípa af cayenne pip­ar

kanill - fer eft­ir smekk

hun­ang

Allt blandað sam­an

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda