Flestir gefast upp eftir fyrstu tvær vikurnar

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Heil­su­markþjálf­inn Erla Guðmunds­dótt­ir seg­ir að síðustu ár hafi fækkað í hópi þeirra Íslend­inga sem strengja sér ára­móta­heit. Þá benda er­lend­ar rann­sókn­ir einnig til þess að strengd ára­móta­heit víða um heim eigi sér ekki langa lífdaga, held­ur renni þau gjarn­an út í sand­inn á fyrstu tveim­ur vik­um nýs árs, sér í lagi ann­an föstu­dag á nýju ári. Má því draga þá álykt­un að um liðna helgi hafi upp­gjöf orðið raun­in hjá flest­um.

    „Ég held að okk­ur hætti til að setja okk­ur óraun­hæf mark­mið,“ seg­ir Erla í Dag­mál­um um or­sök­ina fyr­ir því að fólk gef­ist upp svo snemma á heit­um sín­um og tel­ur mik­il­vægt að heit­streng­ing­ar í tengsl­um við heilsu séu gerðar í smá­um skref­um.

    „Það er svo mik­il­vægt að brjóta stóra mark­miðið niður í mörg smærri mark­mið og njóta ferðalags­ins.“

    Mark­miðasetn­ing veld­ur sum­um mótþróa

    Að mati Erlu eru dag­ar ára­móta­heita ekki endi­lega tald­ir þrátt fyr­ir að margt bendi til út­halds­leys­is. Lífs­stíls­breyt­ingu má gera hvaða tíma árs sem er.

    „Svo erum við öll svo ótrú­lega mis­jöfn. Sum­um hent­ar ekki að setja mark­mið. Ég þekki fólk sem fer í mótþróa þegar það set­ur sér mark­mið og vinn­ur á móti því,“ seg­ir hún og minn­ir á að aðal­atriðið er að vita hvers vegna maður vill setja sér mark­mið, til­einka sér það og fram­fylgja því. Í stað þess að grípa það úr tómu að setja sér ára­móta­heit sem maður veit innst inni að verður að engu.  

    „Stóra spurn­ing­in er bara af hverju. Af hverju vil ég setja mér þetta mark­mið. Hver vil ég að út­kom­an sé og hver vil ég að ég verði orðin þegar ég er búin að ná þessu mark­miði. Af því að ef maður set­ur sér eitt­hvað ri­samark­mið og svo nær maður því  þá er hætt við því að maður upp­lifi tóm­leika. Það er bara búið.“

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að hlusta eða horfa á viðtalið við Erlu í heild sinni. 

    Erla Guðmundsdóttir segir að lítil skref séu vænlegust til langtíma …
    Erla Guðmunds­dótt­ir seg­ir að lít­il skref séu væn­leg­ust til lang­tíma ár­ang­urs. mbl.is/​Hall­ur Már
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda