Flugfreyjustarfið olli heilsubresti

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Sko 90% af því sem er til núna í mat­vöru­versl­un­um var ekki til fyr­ir 100 árum,“ seg­ir Erla Guðmunds­dótt­ir heil­su­markþjálfi í Dag­mál­um. 

    Að mati Erlu standa stjórn­völd ekki nægi­lega vel að því að ein­falda al­menn­ingi aðgang að holl­um og nær­ing­ar­rík­um mat í versl­un­um og stór­mörkuðum hér á landi. Hún gagn­rýn­ir það harðlega og seg­ir slíka þróun ekki af hinu góða fyr­ir sam­fé­lagið. 

    „Sumt af þessu er part­ur af eðli­legri þróun en ofboðslega margt af þessu er ekki mat­ur. Þannig það fyrsta sem ég ráðlegg fólki er að borða mat ekki mat­ar­líki,“ seg­ir hún og bend­ir á að hrein mat­væli inn­halda öllu jafna ekki inni­halds­lýs­ingu.

    „Mat­ur er eitt­hvað sem hef­ur annað hvort enga inni­halds­lýs­ingu utan á sér, bara eins og epli, egg eða fisk­ur sem er ekki í nein­um krydd­legi eða slíku, eða eitt­hvað sem hef­ur fá inni­halds­efni,“ lýs­ir Erla.

    Val á holl­ari kost­in­um 

    Vöru­úr­val á holl­um og nær­ing­ar­rík­um mat­væl­um er í tölu­verðum ógöng­um að mati Erlu. Hún seg­ir mik­il­vægt að fólk staldri aðeins við og skoði það vel sem það læt­ur ofan í inn­kaupa­kerr­una. 

    „Ef þú ert úti í búð og ert að skoða brauð. Eitt brauðið inni­held­ur þrjú inni­halds­efni og svo skoðarðu annað brauð sem er með 14 inni­halds­efn­um þá er lík­legt að brauðið með þrem­ur inni­halds­efn­um sé tals­vert holl­ara en hitt og fari bet­ur í þig.“

    Orku­stykki ekki öll sem þau eru séð

    Erla starfaði sem flug­freyja um fimm ára­skeið á árum áður og seg­ist þá hafa í fyrsta sinn upp­lifað ákveðna heilsu­bresti sem rekja má til ójafn­væg­is milli vinnu og einka­lífs, óreglu­legs svefns og mataræðis. Frá þeim tíma sem Erla ákvað að segja flug­freyju­starf­inu lausu hef­ur hún til­einkað sér að nálg­ast heil­brigði og heilsu á heild­ræn­an hátt.

    „Ég var sjálf á þess­um vagni þegar ég var flug­freyja og ég skildi ekki af hverju mér var alltaf illt í mag­an­um,“ seg­ir Erla þegar talið bein­ist að orku­stykkj­um og efa­semd­um um holl­ustu þeirra sé tekið mið af fjölda inni­halds­efna sem slík stykki inni­halda.

    „Þú get­ur ör­ugg­lega ekki borið helm­ing­inn af þeim fram,“ seg­ir hún og hvet­ur fólk til að breyta mat­ar­venj­um í smá­um skref­um.

    „Það er allt í lagi einu sinni og einu sinni að leyfa sér en ef uppistaða fæðunn­ar okk­ar eru gjör­unn­in mat­væli eða mat­ar­líki þá erum við á vond­um stað.“      

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda