Fann hvernig líkaminn var að deyja

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég var hrædd­ur við það að deyja,“ seg­ir Davíð Goði Þor­varðar­son kvik­mynda­gerðarmaður, sem veikt­ist af ill­víg­um sjúk­dómi fyr­ir um ári. Sjúk­dóm­ur­inn er óþekkt­ur en í fyrstu var talið að um hvít­blæði væri að ræða.

    „Í dag er enn ekki vitað ná­kvæm­lega hvaða sjúk­dóm­ur þetta er en þetta kall­ast „Hyp­ereos­in­ophilia idop­at­hic with end org­an dam­a­ge“. Það þýðir í raun­inni of háir eósín­fíl­ar af óþekktri ástæðu sem á end­an­um veld­ur líf­færa­bil­un ef þetta er ekki meðhöndlað.“

    Davíð Goði und­ir­gekkst krabba­meinsmeðferð og bein­merg­skipti í Svíþjóð í kjöl­farið síðastliðið haust. Það reynd­ist hon­um mik­il þrauta­ganga.

    „Þetta reyn­ir á lík­ama þinn al­veg að þol­mörk­um og fer langt yfir þol­mörk­in í hausn­um á þér,“ lýs­ir Davíð Goði sem seg­ir sögu sína í Dag­mál­um í dag.

    Skráði allt niður í skjal

    Í meðfylgj­andi mynd­skeiði má sjá og heyra brot af Davíð Goða lýsa reynslu sinni af því að grein­ast með þenn­an lífs­hættu­lega sjúk­dóm sem eng­inn veit al­menni­lega af hverju staf­ar. Hann lýs­ir ör­vænt­ing­unni sem greip um hann í kjöl­far þess að grein­ast með óþekkt­an og líf­hættu­leg­an sjúk­dóm en hann var staðráðinn í að gera allt til að reyna vinna bug á veik­ind­un­um.

    „Ég byrjaði að skrá niður í Excel-skjal allt sem ég gerði. Ég skráði all­an mat, alla hreyf­ingu, all­an svefn, all­ar töfl­ur og bara allt sem ég var að gera til þess að reyna að finna út úr þessu sjálf­ur,“ lýs­ir hann.

    „Á þessu skjali sem ég gerði þá sá ég að þegar við sett­um inn þetta lyf þá virkaði þetta og ef við sett­um inn þetta lyf og tók­um þetta út þá gerðist þetta. Á þess­um tíma­bili sem voru fjór­ir mánuðir eft­ir að ég kom út af spít­al­an­um feng­um við ákveðnar vís­bend­ing­ar um það hvaða lyf það voru sem voru að virka,“ út­skýr­ir Davíð Goði og seg­ir aug­ljóst að Excel-skjalið hafi komið lækn­un­um að góðu gagni til að sjá hvernig sjúk­dóm­ur­inn hegðaði sér og brást við lyfja­gjöf­um.

    Þrátt fyr­ir að Davíð Goði beri sig vel eft­ir all­ar meðferðirn­ar er hann ekki enn fulllæknaður. Hver dag­ur er stöðug bar­átta við að ná ónæmis­kerf­inu og þrek­inu í fyrra horf en Davíð Goði fer langt á bjart­sýni, þraut­seigju og já­kvæðu hug­ar­fari.

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að horfa á viðtalið við Davíð Goða í heild sinni. 

    Þrautseigur Davíð Goði segir hugarfarið hafa komið sér langt í …
    Þraut­seig­ur Davíð Goði seg­ir hug­ar­farið hafa komið sér langt í ferl­inu.
    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda