Getur venjulegur skrifstofumaur lært á gönguskíði?

Gönguskíðaiðkun nýtur sífellt meiri vinsælda á Íslandi. Það er ekki bara hraustmenni í miðlífskrísu sem þeysast um í skíðagöngu til að fylla upp í götin í hjartanu. Af því komst ég þegar ég hitti Sævar Birgisson fyrrverandi landsliðsmann í skíðagöngu. Spurningin sem brann á vörum mér var eitthvað á þessa leið; getur venjulegur skrifstofumaur lært á gönguskíði? 

Sævar fór með mig í mína jómfrúarferð á gönguskíði upp á Rauðavatn. Það var vel við hæfi þar sem undirrituð lék sér þar sem barn, gróðursetti tré og sveif um á skautum. Nú er hægt að stunda skíðagöngu á Rauðavatni og reyndar á fleiri stöðum í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. 

Sævar á farsælan feril að baki í skíðagöngunni en hann tók þrisvar þátt á HM. 2013 í Val di Fiemme, 2015 í Falun og 2017 í Lahti. Hann vann sér inn þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 2014 og var hann fyrsti íslenski keppandinn í skíðagöngu til að taka þátt á leikunum síðan í Lillehammer 1994.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda