Var á hápunkti lífsins þegar höggið kom

Davíð Goði Þorvarðarson kvikmyndagerðarmaður hefur síðastliðið ár barist fyrir lífi sínu eftir að hafa greinst með lífshættulegan og óþekktan sjúkdóm. Á sama tíma upplifði hann sig í góðu formi og heilbrigðari sem aldrei fyrr og því reyndust fregnirnar honum afar þungbærar. 

Davíð Goði var staðráðinn í að gera allt það sem í hans valdi stóð til að ná bata og þakkar föður sínum, Þorvarði Goða Guðrúnarsyni, fyrir gott veganesti sem hann veitti í uppvextinum og hafði mikil áhrif á hugarfarið í veikindaferlinu.

„Hann sagði alltaf við mig: „þú getur gert það sem þú vilt bara ef þú leggur nógu hart að þér og vinnur nógu mikið í því þá geturðu gert allt sem þú vilt. Allir draumar og allt, þetta er allt aðgengilegt fyrir þig“,“ segir Davíð Goði um föður sinn, en saman reka þeir feðgar framleiðslufyrirtækið Skjáskot.

Óhræddur við óhefðbundnar leiðir

„Ég hef alltaf trúað því að ef ég reyni nógu mikið og legg nógu hart að mér þá get ég náð markmiðunum sem ég vil ná. Þess vegna hef ég alltaf farið frekar óhefðbundnar leiðir í öllu,“ útskýrir hann.

„Ég held að þetta sé klárlega eitt af mínum sterkustu karaktereinkennum. Ég missi nánast aldrei neina trú á því sem ég er að gera og á sjálfum mér yfirhöfuð. Það gerir allt svolítið bjartara í mínum heimi. Maður horfir aldrei á hlutina eins og þeir séu alveg ömurlegir og glataðir heldur hefur maður alltaf einhverja trú á því að hlutirnir geti orðið betri.“

Davíð Goði Þorvarðarson er mikil fyrirmynd.
Davíð Goði Þorvarðarson er mikil fyrirmynd. Ljósmynd/Aðsend

Lifði sínu besta lífi þar til veikindin báru að

Að sögn Davíðs Goða var líf hans á ákveðnum hápunkti í byrjun árs 2024; allt gekk svo vel og óráðin framtíðin blasti við bjartari en sólin. Þar til veröldin hrundi í marsmánuði það sama ár. 

„Fyrirtækið hafði aldrei staðið betur, ég var í mínu besta líkamlega formi allra tíma, við kærastan vorum á frábærum stað í sambandinu okkar og allt á uppleið. Við vorum að tala um að fara eignast börn saman og allt lék í lyndi eins og maður segir,“ lýsir Davíð Goði sem hafði engan grun um þau hryggilegu örlög sem biðu handan hornsins.

„Svo í mars 2024 þá fer ég til augnlæknis. Ég hafði verið með einkenni í augunum sem voru að valda blindum blettum,“ segir hann og hafði smávægilegar áhyggjur af blettunum vegna starfs hans sem ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Þar getur góð sjón skipt sköpum. 

Davíð Goði hafði ekki hugmynd um hvaða verkefni biði hans …
Davíð Goði hafði ekki hugmynd um hvaða verkefni biði hans eftir augnlæknaskoðunina. Ljósmynd/Aðsend

Blóðtappar í augum ollu blindu

Við hefðbundna skoðun hjá augnlækni kom í ljós að eitthvað óeðlilegt ætti sér stað í líkamsstarfsemi Davíðs Goða. Eitthvað sem ekki var augljóst og augnlæknirinn átti ekki auðvelt með að leggja mat á. 

„Þeir taka mig í fleiri myndrannsóknir og segja mér að ég gæti mögulega verið með of háan blóðþrýsting eða einhver hjartavandamál,“ segir Davíð Goði en við frekari rannsóknir kom í ljós að hann hafði fengið blóðtappa í augun sem höfðu haft áhrif á augnfrumurnar og valdið varanlegri blindu á afmörkuðum svæðum. Í dag er Davíð Goði með skerta sjón á öðru auga en hann segir að um lítinn blett sé að ræða sem hamlar honum lítið sem ekkert í daglegum athöfnum.

Davíð Goði gekkst bæði undir hvítblæðameðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð …
Davíð Goði gekkst bæði undir hvítblæðameðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð síðastliðið haust. Ljósmynd/Aðsend

„Það var samt svolítið erfitt að fá eitthvað svona því maður hefur aldrei verið að fást við neitt heilsufarstengt og aldrei þurft að lenda í einhverju svona,“ segir hann í meðfylgjandi myndskeiði en viðtalið má nálgast í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda